Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 22.01.2016, Page 52

Fréttatíminn - 22.01.2016, Page 52
Hvað er eftir í karlaheimum? Eftir áralangt niðurbrot karlmannsins, þar sem Hómer Simpson varð tákngervingur hinnar nýju og ráðvilltu karlmennsku, er kannski ekki mikið eftir í karlaheimum annað en bjór, enski boltinn og hasarmyndir með hálfsjötugum aðalleikurum. Í tilefni þorrans kíkjum við inn í karlaheima og skoðum það horn heimsins sem er fyrst og fremst þeirra. Ertu karl? Ef þrjú atriði á þessum opnum freista þín ertu líklega karl, sama af hvaða kyni þú ert. Ef sex atriði heilla þig ertu karla karl, karl sem funkerar betur í samfélagi karla en í blönduðum hópi. Ef níu atriði eða fleiri eiga við þig ertu alvarlega kynheft(ur). Þú leitar í einsleita karlahópa og hræðist konur. Útigrillið Leið karlsins inn í elda- mennsk- una. Nógu mikil græja svo það sé karl- mannlegt að stjórna henni. Eitthvað annað en þeytari. Bílskúrinn Hið nýja húsbónda- herbergi. Geymsla fyrir verkfæri og alls konar karladót. Enski boltinn Trúarbrögð og tindátaleikur, ígildi ættar og uppruna og afmörkuð friðhelg stund utan áhrifasvæðis kvenna. Bjór Eins og kampavín er drykkur brúðhjóna er bjór drykkur karlfélaga. Félags- hæfni karla er mæld eftir því hversu eftirsóknarvert er að drekka með þeim bjór. Mótorhjól Útigrill sem hægt er að setjast upp á og keyra á burt úr bakgarðinum og upp í Hvalfjörð. Kafbátamyndir Það er næstum öruggt að þar er engin kona, ekki einu sinni í aukahlutverki. Kafbátamyndir þurfa ekki að gerast um borð í kafbáti. The Revenant gerist í óbyggðum Ameríku og The Big Short í bakherbergjum Wall Street en í hvorugri myndinni spila konur nokkra rullu. Hakkabuff og plokk- fiskur Einkennismatur karl- lægra veitingahúsa. Maturinn hennar mömmu sem karl- arnir fá ekki lengur heima hjá sér. Jólaskraut Karlar elska allt sem hægt er að keppa í. Yfirgengilegar jólaskreyt- ingar breyta væminni samkennd aðventunnar í hörku sam- keppni. Star Trek Drengir eru hinir upp- runalegu nördar. Félagsleg bæklun hrekur þá inn í draumaheima þar sem allir eru nör- dar. Veiðimennska og skytterí Veiðikofinn er karlaklósett, vett- vangur kynhreinna tengsla. Kannabis Konur reykja líka gras en það er fátíðara að þær sannfærist um að helsta mein heimsins sé að of fáir reyki kannabis. Stríðsárin Bækur og heim- ildarmyndir um stríðsárin eru hátt í helm- ingur af öllum bókum og heim- ildarmyndum um sagnfræðileg efni. Ástæðan er ekki áhugi kvenna. Karlar gerðu Stríðs- árin á Íslandi 1938 til 1945 að met- sölubók fyrir síðustu jól. Vantrú Það er svipað hlut- fall kvenna og karla sem trúa ekki á Guð en þegar konur trúa ekki þá trúa karlar alls ekki. Bílar án notagildis Sportbílar sem eru smíðaðir til að keyra hraðar en leyfilegt er og skut- bílar sem eru með burðargetu sem aldrei er notuð. Súrsaður og kæstur matur Ef það þarf að taka á honum stóra sínum til að kyngja þá er það karla- matur. Líka drykkir sem rífa illa í. Rakarastofa Kynjaskipt hársnyrting. Sixpensari Eina fatið sem konur hafa ekki sannað að fer þeim í raun mun betur en körlum. Stefán Máni Það eru nánast einvörðungu karlar sem fá bækur Stefáns Mána að láni á Borgarbókasafninu. 52 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016 ÚRVALS NORÐLENSKUR Þorramatur Kjarnafæði býður fjölbreyttan úrvals Þorramat, bæði súrsaðan og nýjan, svo sem súr lambaeistu, súra lundabagga, súra lambasviðasultu, súra lifrarpylsu, Vopnafjarðarsvið, hangikjöt, nýja lifrarpylsu, nýjan blóðmör, nýja lambasviðasultu, magál og fleira. Súrsun matvæla eykur hollustu þeirra og geymsluþol til muna. Súrsunin varðveitir einnig næringargildið ásamt því að maturinn verður meyrari og auðmeltari. Skyrmysan er auðug af kalki og próteinum sem síast inn í súrmatinn. Sama gildir um B2-vítamín. Nú á dögum skipar súrmatur mikilvægan sess á þorranum. Veldu gæði, veldu Þorramat frá Kjarnafæði. www.kjarnafaedi.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.