Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 22.01.2016, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 22.01.2016, Qupperneq 70
2 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016 Vetrarfjör PI PA R \ TB W A • S ÍA Upplýsingasími 530 3000 skidasvaedi.is Skíðasvæðin í Bláfjöllum eru opin: Um helgar: Kl. 10:00–17:00 Virka daga: Kl. 14.00–21.00 Skíða- og brettaskóli Bláfjalla er opinn kl. 11–15 allar helgar. Tímapantanir á www.skidasvaedi.is. Æfa úti klukkan hálf sjö á morgnana „Þetta er átak fyrst, svo venst þetta og svo verður maður háður þessu,“ segir Sævar Þór guðmundsson sem er meðlimur í november Project á Íslandi, hópi fólks sem hittist snemma á morgnana og stundar líkamsrækt undir berum himni. november Project er þekkt fyrir- bæri í Bandaríkjunum og rakel eva Sævarsdóttir flutti þessa hefð með sér heim frá Boston fyrir einu og hálfu ári. nú hittist hópur Íslendinga á ýmsum aldri á miðvikudagsmorgn- um við anddyri Háskóla Íslands og á föstudögum fyrir framan Hallgríms- kirkju. Æfingin hefst klukkan 6.30 og stendur í fjörutíu mínútur. „Það er misjafnt hvað margir mæta, þetta geta verið frá 5-7 manns og upp í 20 eða 30. en hópurinn fer stækkandi.“ Hann kippir sér ekki mikið upp við kuldann og æfir allan ársins hring úti. „Það er fullt af fólki sem fer í líkams- rækt snemma á morgnana. Við höfum það umfram að þetta kostar ekki neitt – og ferska loftið líka.“ Sævar segir að öllum sé velkomið að slást í hópinn – hvort sem þeir eru í góðu formi eður ei. „Það gera allir það sama en fólk gerir það mis- hratt og kemst yfir mismikið.“ Hópur fólks æfir saman tvisvar í viku á sama tíma og margir sofa enn. Ljósmynd | Rut Sigurðardóttir Ljósmyndir | Hari Á blöðruskjóta til fjalla Bergur Benediktsson notar fatbike bæði til innanbæjarsnatts og fjallahjólreiða. Fáir tengja hjólaæðið sem gengið hefur yfir landið síðustu misserin sérstaklega við vetrarsport. Það þýðir hinsvegar ekki að það sé ekki svo. nagladekk fyrir reiðhjól hafa þekkst í langan tíma og á þeim má þeysa um skafna hjólastíga allan veturinn. annað hefur hingað til verið upp á teningnum með fjalla- hjólreiðar. eins og nærri má geta sökkva mjó hjóladekk djúpt snjóinn og því verður fjallatúrinn oftar en ekki í styttri kantinum sé ekki harðfenni. Það var í það minnsta þangað til blöðruskjótinn, eða fatbike hjólið, kom til sögunnar sem er reiðhjól með einstaklega breiðum dekkjum. Þau hafa reyndar verið til í heimi sérvitringa í nokkurn tíma en síð- ustu tvö árin hefur orðið sprenging í notkun þeirra feitu enda allir helstu hjólaframleiðendurnir byrj- aðir að framleiða slíka gripi. nú er líka svo komið að í lok janúar á að halda fyrsta árlega heimsmeistara- mótið í fatbikehjólreiðum í Color- ado í henni ameríku. að sjálfsögðu munum við Íslendingar eiga okkar fulltrúa þar því Bergur Benedikts- son, einn af fjórmenningunum á bak við lauf forks, koltrefjagafflana tæknilegu, ætlar að halda uppi heiðri okkar Frónbúa þar ytra. Bergur segist nota blöðrusjótann bæði til innanbæjarsnatts og fjalla- hjólreiða enda fer gripurinn jafn léttilega upp og niður tröppur innanbæjar sem upp og niður brekkur og kletta úti í náttúrunni. ekki skemmir svo fyrir þegar laufg- affallinn fyrir fatbike er kominn að framan enda lang vinsælasta varan hjá þeim, enn sem komið er. Blöðruskjótinn er því sannkallaður jeppi hjólasportsins. Svínvirkar meira að segja að hleypa vel úr dekkjunum og fljóta á snjónum líkt og jeppakarlarnir hafa gert í ára- tugi. Sunnan heiða er einfalt að leita að brekkum á Hengils- og Bláfjalla- svæðinu eða í Skálafell, nú eða bara þar sem er smá snjór, hvar hægt er að planta sér á blöðru- skjótann og þeysa um frjáls eins og fuglinn.  Meira á frettatiminn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.