Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 22.01.2016, Side 72

Fréttatíminn - 22.01.2016, Side 72
4 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016 Vetrarfjör Sjósundið eins og hugleiðsla Hafdís Hrund gísladóttir, 41 árs þriggja barna móðir í Hlíðunum, hefur stundað sjósund í átta ár og fer að meðaltali tvisvar í viku. „Mig langar reyndar að breyta nafn- inu í sjóbað, eins og það heitir í Dan- mörku. Maður syndir ekkert í þess- um kulda á veturna en þegar það fer að hlýna tekur maður kannski nokkur sundtök,“ segir Hafdís sem skellti sér í sjóinn í einnar gráðu frosti þegar Fréttatíminn heimsótti hana. Það kaldasta sem hún hefur upplifað er mínus 1,7 gráða. „Þetta er eins og hugleiðsla. Maður labbar út í sjó og hugsar ekki um neitt annað. alveg eins og þegar þú ferð að hugsa um andardráttinn í hugleiðslu. Maður hefur bara þessa hugsun.“ eftir sjósund er til siðs að fá yl í kroppinn að nýju í heita pottinum og segir Hafdís að félagsskapurinn þar sé mjög góður. „Það skiptir máli að skella sér í pottinn. en svo eru margir, þar á meðal ég, sem dýfa sér aðeins í lónið aftur eftir pottinn til að kæla sig niður. Maður verður latur við að vera of mikið í heita vatninu.“ Hafdís Hrund hefur stundað sjósund í átta ár og lætur ekki janúarkuldann aftra sér. Ljósmynd | Rut Sigurðardóttir Reynir á alla vöðva líkamans Auður Kristín segir að skíðaganga henti jafnt fólki sem hefur ekkert hreyft sig og vill njóta útiveru og afreksfólki úr öðrum íþrótta- greinum. „Það hefur verið stígandi í þessu síðustu ár en mér finnst hafa orðið sprenging í vinsældum gönguskíða í vetur. einn laugardaginn voru til dæmis á milli 5-600 manns á spor- inu uppi í Bláfjöllum,“ segir auður Kristín ebenezersdóttir sem hefur rennt sér á gönguskíðum um árabil, en á árum áður var hún landsliðs- kona á skíðum. auður renndi sér í Heiðmörk á dögunum þegar Fréttatíminn slóst í hópinn. „Skíðaganga er rosalega góð alhliða hreyfing. Hún reynir á alla vöðva líkamans og það er mun minna um álagsmeiðsli en í öðrum íþróttum,“ segir auður. „en þetta er ekki bara hreyfingin, þetta er ekki síður útiveran, að vera úti í hreinu lofti og að vera frjáls að fara þínar eigin leiðir.“ Hún segir að hver sem er geti rennt sér á göngustígum, hún hafi rekist á fólk frá þriggja ára og upp í nírætt. Sportið henti jafnt þeim sem hafa ekkert verið að hreyfa sig og vilja njóta útiverunnar og eins afreksfólki í öðrum íþróttum sem noti gönguskíðin við þjálfun. Hvað þarf maður að gera til að byrja á gönguskíðum? „Þú þarft að fá þér skíði og góða skó og fá leiðsögn þannig að skíðin passi þinni þyngd. Svo er rosalega gott að fá smá tilsögn. Það kunna allir að ganga en með smá tilsögn verður þetta skemmtilegra og þú færð meira út úr göngunni. Svo er rétt að hafa höfuðljós eftir að komið er fram á kvöld.“ auður segir að á höfuðborgar- svæðinu sé tilvalið að fara í Bláfjöll, Heiðmörk, á rauðavatn og á golfvöll gKg, garðabæjarmegin. „en Mekka gönguskíðanna er Ísafjörður, þar er alltaf viss hópur sem stundar þetta af kappi. Það ætla til dæmis margir í Fossavatnsgönguna á Ísafirði.“ Ljósmynd | Rut Sigurðardóttir Allir í fjallið! Brosið fer ekki af skíða- og snjó- brettafólki þessa dagana enda er tímabilið þeirra í fullum gangi. gott færi var til dæmis í Bláfjöllum um síðustu helgi og vart varð þverfótað fyrir brettafólki í miklum ham. Skíðasvæðin eru opin flesta daga, bæði um helgar og á virkum dögum. Á virkum dögum er oftast opið til klukkan 21 og þá erU skíðasvæðin upplýst á skemmti- legan hátt. rétt er að benda fólki á að fylgjast með heimasíðum og Facebooksíðum skíðasvæðanna upp á opnunartíma. Hægt er að leigja snjóbretti á flestum skíðasvæðum og lyftukort er hægt að kaupa á bensínstöðvum svo fólki þurfi ekki að standa í röð áður en það kemst í lyfturnar. Stefán Guðjónsson var einn þeirra sem skelltu sér á snjóbretti í Blá- fjöllum um síðustu helgi. Ljósmyndir | Rut Sigurðardóttir  Meira á frettatiminn.is  Meira á frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.