Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 22.01.2016, Síða 75

Fréttatíminn - 22.01.2016, Síða 75
 | 7fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016 Unnið í samstarfi við Mountaineers of Iceland Samstarfsfólk, vinahópar, fjölskyldur og einstaklingar fara í síauknum mæli í alls kyns skipulagðar ferðir út fyrir þéttbýlið til að komast í burtu frá ysi og þysi. Þar eru jeppa- og snjósleðaferðir upp á jökul engin undantekning. Mountaineers of iceland er framarlega í flokki þegar kemur að slíkum ferðum og hefur þróað margs konar útgáfur af ævin- týraferðum sem henta hópum og einstaklingum af ýmsum stærðum og gerðum. Mountaineers sérhæfir sig einnig í sérhönnuðum ferðum og leggur sig fram við að láta drauma fólks rætast. „Kúnnahópurinn okkar er að mestu erlendur en við fáum líka Íslendinga til okkar inni á milli, oft hópa og fyrirtæki. Við fáum einstaklinga að utan, líka minni sérhópa, hvatahópa og fyrirtækja- hópa,“ segir Vigdís ingibjörg Páls- dóttir, markaðsstjóri Mountaineers. Hún segir fólk á öllum aldri hafa komið í ferðirnar. „já, aldurshópur- inn er mjög breiður, við höfum fengið áttræða skvísu á sleða til okkar!“ Vigdís segir markmið Mounta- ineers að bjóða upp á ævintýralega skemmtilegar ferðir og skapa ein- stakar minningar. „Ferðamennirnir sem koma til okkar vilja upplifa eitthvað öðruvísi, kynnast Íslandi á annan hátt og eru með ævin- týraþrá. að þeytast um langjökul með vindinn í hárinu, útsýni yfir fjöll og firnindi, umkringd snjó- þekju er ógleymanleg upplifun,“ segir Vigdís sem sjálf hefur upplifað þessar kringumstæður margoft og fær aldrei nóg. „Við höfum líka tekið eftir því að snjósleðaferðirnar hafa verið að sækja í sig veðrið á gjafamarkaðnum. Svona upplifun er sniðug jólagjöf, afmælisgjöf, fermingargjöf, brúðkaupsgjöf – slær alltaf í gegn,“ segir Vigdís og gefur hér með góða hugmynd að frum- legri gjöf handa þeim sem allt á! Vigdís segir suma sem fara í ferðir vilja nýta það sem slökun og njóta útsýnisins en aðrir séu hins vegar á höttunum eftir því að láta adrena- línið flæða sem mest. Það gleður eflaust síðarnefnda hópinn að fyrirtækið var að festa kaup á tólf nýjum snjósleðum sem eru léttari og fimari en gengur og gerist og eru því ætlaðir fyrir lengra komna sem vilja fara fulla ferð áfram! Sleðarnir eru sérhannaðir til þess að drífa vel upp og niður brattar brekkur eru því bara fyrir vant fólk sem þorir. Byrjað verður að selja í þessar ferðir í febrúar og búast má við að adrenalínfíklarnir flykkist í raðir. nýjasta viðbótin við flóru þess sem Mountaineers of iceland býður upp á er nokkuð sem hljómar fremur nýstárlega; nefnilega pylsu- vagn á langjökli. Vigdís Pálsdóttir segir þetta hafa mælst vel fyrir. „Við erum búin að selja mörg hundruð pylsur síðan við opnuðum pylsuvagninn, það er bara búið að vera brjálað að gera,“ segir hún. allar upplýsingar um ferðirnar, myndir og fleira, er að finna á mountaineers.is og einnig á samfélagsmiðlunum Facebook, instagram, Twitter og Snapchat (mountaineersice). auglýsingadeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.isKynningar | Vetrarfjör Pylsuvagn á Langjökli og fleiri ævintýri Mountaineers of Iceland lætur draumana rætast með fjölbreyttum ævintýraferðum.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.