Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 22.01.2016, Page 76

Fréttatíminn - 22.01.2016, Page 76
Unnið í samstarfi við Ferðafélag Íslands Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2016 er komin út, stútfull af ferðum af öllu tagi og fátt annað að gera en að draga fram gönguskóna, reima þá á sig vel og vandlega og halda út í yndislega íslenska náttúru og góða, fjölbreytta íslenska veðrið. Í ferðaáætluninni má finna yfir 200 ferðir, allt frá malbikuðum göngustígum í þéttbýli yfir í grösug- ar sveitir og á hæstu tinda tignarleg- ustu fjalla landsins. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi; ungbörn með snuð í barnavagnaviku Ferða- félags barnanna og eldri og heldri borgarar með staf í viðeigandi rútu- ferðum. Algengustu ferðir félagsins eru gönguferðir um óbyggðir þar sem þátttakendur drekka í sig nátt- úruupplifun, sögulegan fróðleik, örnefnaþulur, flóru landsins og fjöl- breyttan félagsskap. Tómas leiðsögumaður í Öskju Fjölbreytt fjallaverkefni má finna í áætluninni sem endranær. Þar er hægt að velja um vikulegar og mánaðarlegar fjallaferðir og Alla leið á hæstu tinda sem er undirbúnings- verkefni fyrir jökulklædda tinda sem sigraðir verða í apríl og maí. Fólk af öllum mögulegum stærðum og gerðum getur fundið eitthvað við sitt hæfi og þar má til dæmis nefna verkefnin Biggest winner þar sem fólk í yfirvigt fær góða leiðsögn og Bakskóla FÍ sem er sniðinn að þörfum þeirra sem eiga við bakvandamál að stríða. Ferðafélag Íslands áætlar að tugþús- undir landsmanna taki þátt í ferðum félagsins á hverju ári. Fastir liðir, eins og Laugavegurinn, Hornstrandir og Lónsöræfi, eru meðal ferðastaða en nýrra grasa gætir inn á milli. Þar má til dæmis nefna annan áfangann í raðgöngu umhverfis Langjökul og ferð á níu toppa Tindfjalla. Einnig verður farið í Íslendingasagnaferð um slóðir Hrafnkels Freysgoða og fleiri kappa austur á landi. Skurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson fer síðan fyrir spennandi leiðangri í Kverkfjöll, Öskju og Holuhraun. Af öðru áhugaverðu má nefna að snemmsumars er raðganga þar sem farið verður á nokkrum sunnudög- um frá Strandarkirkju í Selvogi milli kirkjustaða í Ölfusi, Flóa, á Skeiðum og áfram í Skálholt. Einnig verður farið í sex daga pílagrímagöngu frá Bæ í Bæjarsveit í Borgarfirði. Báðar þessar ferðir enda á Skálholtshátíð, 24. júlí. Hjólreiðaferðir og stuttar göngur Nýlega er farið af stað verkefnið Fyrsta skrefið, heilsurækt á fjöllum sem Reynir Traustason og Ólafur Sveinsson, með fulltingi Auðar Elvu Kartansdóttir, hafa umsjón með. Verður þá gengið á fjöll í nágrenni borgarinnar og víðar frá í janúar og fram á sumar – að viðbættum reglulegum göngum á Úlfarsfell. Enn er hægt að bætast í þann hóp. Einnig eru á dagskránni verk- efni með göngu á eitt til tvö fjöll á mánuði og eru þau ætluð fólki sem er í þokkalegu gönguformi en vill gjarnan halda sér við undir markvissri leiðsögn. Þá er farið af stað verkefnið Landvættir hvar fólk æfir og keppir í öllum greinum fjór- þrautar; það er skíðagöngu, sundi, hjólreiðum og langhlaupi. Umsjón með þessu verkefni hafa hjónin Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall. Ónefndar eru þá hjólreiðaferðir, stuttar göngur í nágrenni borgarinn- ar og svo mætti lengi áfram tíunda leiðangra, lengri sem skemmri, þar sem landið allt er undir. Sífellt fleiri börn slást í hópinn Sigrún Valbergsdóttir er formaður ferðanefndar og varaforseti Ferða- félags Íslands. „Rauði þráðurinn í okkar starfsemi er skipulagðar og fjölbreyttar ferðir, útgáfa og rekstur fjallaskála, allt í þeim tilgangi að kynna fólki landið og greiða leið þess. Á síðustu árum höfum við þó styrkt þann þátt að koma á ólíkan hátt til móts við fólk í mismunandi aðstæðum svo það geti stundað úti- veru og hreyfingu sem gefur öllum svo mikið,“ segir hún. Það eru allir velkomnir í ferðir hjá FÍ en félagið hefur þó ekki lagt áherslu á dæmi- gerðar túristaferðir. „Okkar ferðir eru ekki hugsaðar fyrir erlenda ferðamenn. Við beinum þeim held- ur á ferðaskrifstofurnar sem bjóða upp á ferðir sem eru sérhannaðar fyrir þá. Við erum áhugamannafélag og bjóðum upp á ferðir fyrir okkar félagsmenn. Það er undantekning ef erlendir ferðamenn sem ekki kunna íslensku eru í ferðum, hins vegar hefur það ekki valdið neinum vandamálum þótt tveir til þrír slíkir hafi slegist í hópinn en þeim er ekki lofuð fararstjórn á þeirra tungu- máli,“ segir Sigrún. Hún leggur áherslu á að langflestir sem taka þátt í starfi FÍ séu félagar enda gefi það hagstæðari kjör og hina glæsi- legu Árbók FÍ sem er ómissandi fyrir alla þá sem hyggjast leggja landið okkar undir fót. Sigrún er sérlega ánægð með þá miklu aukningu og áhuga á því að börn séu höfð með í gönguferðum. „Innan FÍ er starfrækt Ferðafélag barnanna og eru það eðalhjónin Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall sem eru forsprakkar þess. Þar hafa orðið mikil snjóboltaáhrif og verkefnið hlaðið utan á sig. Verði er haldið í lágmarki og ferðirnar hafa mælst mjög vel fyrir. Við erum að reyna að tæla börnin ung til okkar svo þau upplifi þessa hollu aðferð við að hreyfa sig og ekki síður til þess að skilja og skynja landið okkar,“ segir Sigrún og bætir við að þessar ferðir séu sniðnar að þörfum og getu barnanna. Hún vekur athygli á nýstofnuðu félagi; Ferðafélagi unga fólksins sem er fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára. Þar sé lögð áhersla á að ungmennin læri að fóta sig í fjalla- og gönguferðum án tilsagnar foreldra eða forráða- manna. Verkefni FÍ eru gríðarlega yfirgrips- mikil og fjölbreytt og Sigrún segir félagið eiga að vera fyrir allar kyn- slóðir og alls konar fólk. „Þá er sama hvort við erum að tala um börnin sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslenskri náttúru eða þá sem vilja láta hæstu tindana ögra sér,“ segir Sigrún að lokum og hvetur alla til þess að kíkja á fi.is og finna eitthvað við sitt hæfi. AuglýsingAdeild fréttAtímAns S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.isKynningar | Vetrarfjör 8 | fréttAtíminn | HELGIN 22. jANÚAR-24. jANÚAR 2016 Allt frá snuði upp í staf! Göngur og fjallaklifur fyrir alla í ferðaáætlun FÍ 2016 sem er komin út. Sigrún Valbergsdóttir.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.