Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 3
Sveinn Fannar Jóhannsson (f. 1977) lagði stund á myndlistarnám í Leipzig á árunum 2003-2009 og dvelur nú eitt ár í Bethanien-vinnu- stofunum í Berlín. Lengst af hefur hann þó verið búsettur í Noregi. Hann tekur ljósmyndir og fæst við skúlptúra, auk annarra miðla og þá er hann ötull útgefandi bóka og bókverka. Ljósmyndin á forsíðu Læknablaðsins er hluti af viðamiklu verkefni Sveins Fannars sem byggist á þeirri einföldu hugmynd að safna saman öllum fötum sem hann fann á víðavangi í Osló. Þessa iðju stundaði hann í eitt ár, einkum á göngu til og frá vinnustofu sinni, og eins og gefur að skilja safnaðist saman álitlegur haugur klæða í misgóðu ástandi. Hann merkti hjá sér fundarstaðina og ljósmyndaði hverja flík þannig að úr varð einhvers konar skrásetning sem endurspeglar bæði samfélagslegar hugmyndir um neyslu og brottkast en jafnframt ósagða persónulega sögu ótal einstaklinga sem af ein- hverjum ástæðum urðu viðskila við fötin sín. Við bættust síðan þær blendnu tilfinningar sem fylgja því að hirða eitthvað upp af götunni til eigin brúks. Heiti verksins, A Sudden Drop (2015), vísar bæði til hinna til- viljanakenndu funda á gönguferðum listamannsins en jafnframt til þess hvernig verkefninu lauk. Eftir eins árs söfnun lét Sveinn Fannar fötin í þar til gerða iðnaðarpressu sem þjapp- aði öllu saman í fjóra böggla. Þessa skúlptúra fór hann síðan með í skjóli nætur út á götu og skildi þá eftir á svipuðum slóðum og hann hafði áður fundið sjálf fötin. Í kjölfarið gaf hann út bók um heildarframkvæmd- ina. Listamaðurinn beitir gjarnan sambærilegum aðferðum við vinnu sína, það er að safna saman hvers- dagslegum hlutum eða ná af þeim myndum og sameina í heild. Þannig má nefna ljósmyndabók sem sýnir myndir af honum sjálfum sem hann bað þjóna á ýmsum veitingastöðum að taka af sér. Í Portraits by Waiters (2013) kemur fram glögg heildar- mynd í „fundinni“ myndbyggingu (ef svo má að orði komast) og fagur- fræði sem fylgja óskráðum reglum neyslu- og afþreyingarsamfélagsins. Markús Þór Andrésson LÆKNAblaðið 2016/102 3 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 12.900,- m. vsk. Lausasala 1290,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagna- grunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Nokkur óánægja er hjá læknum vegna vanefnda á hluta af nýgerðum kjarasamningi. Læknafélag Íslands hélt fjölmennan fund á dögunum þar sem farið var yfir málin. Þorbjörn Jónsson formaður sagði auðfundið að þungt hljóð væri í mörgum læknum. Ágreiningsmálin eru einkum þrjú og hefur samninganefnd LÍ fundað með yfirstjórn Land- spítala og samninganefnd ríkisins en Þorbjörn segir enn lítt hafa þokast í þeim samræðum. „Fyrsta málið, framkvæmd á bókun 4 og fylgi- skjali 2, hefur dregist óhóflega vegna þess að undirbúningsvinna stofnana var ekki í samræmi við það sem lagt var upp með. Samninganefnd- irnar voru í haust sammála um að málið gæti ekki dregist öllu lengur og samninganefnd ríkis- ins ritaði bréf til heilbrigðisstofnana 10. nóvember þar sem þeim var gert að hefja útgreiðslu á fjár- munum sem enn væru til ráðstöfunar samkvæmt bókun 4. Um næsta mál, breytingar á vöktum lækna á Landspítala, má segja að sums staðar tókst að koma í veg fyrir boðaðar breytingar eða breytingarnar verða með öðru sniði en tilkynnt hafði verið. Annars staðar ganga breytingar í gildi eins og Landspítali hafði boðað. Það er því engin ein regla sem gildir að þessu leyti. Lækna- félagið gerði líka athugasemd við það að breyt- ingatilkynningar hefðu borist læknum of seint til að vaktabreytingarnar gætu tekið gildi um næstu áramót. Sumir læknar eru með lengri upp- sagnarfrest en þrjá mánuði og þarf að virða það. Loks má nefna að í haust kom upp nýr ágrein- ingur, um merkingu orðsins „launasumma“ í kjarasamningnum. Læknar hafa talið að „launa- summa“ væri samheiti fyrir heildarlaun en af hálfu ríkisins hafa verið viðraðar aðrar skýringar. Læknafélagið hefur fundað með samninganefnd ríkisins og við munum hitta nefndina aftur fyrir jól til að reyna að fá niðurstöðu í málið,“ segir Þorbjörn að endingu. Telja hluta kjarasamningsins vanefndan ábendingar1 Pradaxa®(dabigatran) 5 NÝ IS -P R A- 14 -0 1- 30 , A U G 14 Meðferð hjá fullorðnum við segamyndun í djúplægum bláæðum og(DVT) til fyrirbyggjandi meðferðar við endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum Meðferð hjá fullorðnum við lungnasegareki og til fyrirbyggjandi(PE) meðferðar við endurteknu lungnasegareki Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls hnéliðskipti Fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum, ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum* Varðandi heimild og nánari upplýsingar er vísað í stytta samantekt á eiginleikum lyfsins á bls. XX * Til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA); aldur 75 ára; hjartabilun (NYHA (New York Heart Association)≥ �okkur II); sykursýki; háþrýstingur.≥
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.