Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2016/102 27 R A N N S Ó K N Inngangur Uppgötvun sýklalyfja um miðja síðustu öld markaði tímamót í sögu læknavísindanna. Með sýklalyfjagjöf var hægt að lækna á einfaldan hátt marga smitsjúk- dóma sem áður voru meðal helstu orsaka sjúkleika og dauðsfalla.1-3 Sýklalyfin hafa þó reynst vera tvíeggjað sverð. Sívaxandi sýklalyfjaónæmi meðal algengra baktería er eitt meginheilbrigðisvandamál okkar tíma og hefur verið skilgreint sem ein helsta heilsuvá mann- kyns af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (World Health Organization).2,4 Mikil notkun sýklalyfja hefur stuðlað að þessum vanda en víða eru sýklalyf notuð að nauð- synjalausu auk þess sem breiðvirkum sýklalyfjum er ávísað þegar lyf með þrengra verkunarsvið eru til.1,2,4-10 Sýklalyfjanotkun hefur löngum verið meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Ríkuleg notkun tetra- cýklína og breiðvirkra penicillínlyfja hér á landi skýrir þessa miklu notkun.1,6 Mest er notkunin á höfuðborgar- svæðinu en minnst á Norðurlandi eystra.6 Heimilis- og heilsugæslulæknar gefa út flestar sýklalyfjaávísanir en þar á eftir koma barnalæknar sem ávísa mest á börn yngri en 18 ára.6 Undanfarna áratugi hefur sýklalyfjaónæmi farið vaxandi meðal algengra baktería á Íslandi eins og annars staðar.1,6 Sýklafræðideild Landspítalans fylgist með þróun ónæmis hér á landi og eru árlega birtar niðurstöður úr næmisprófum á mikilvægustu bakterí- unum.16 Á undanförnum árum hefur helsta áhyggju- efnið verið vaxandi ónæmi Gram-neikvæðra stafa Tilgangur: Sýklalyfjanotkun er ein helsta orsök sýklalyfjaónæmis hjá bakteríum og er mikilvægt að draga úr ónauðsynlegri notkun eins og hægt er. Sýklalyfjanotkun, og þá sérstaklega notkun breiðvirkra sýklalyfja, er mikil hér á landi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna sýklalyfjaávísanir árið 2014 og bera saman við kannanir Landlæknisembættisins 1991 og 1995. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og var upplýsinga aflað með spurningalistum. Þýðið samanstóð af öllum heimilis- og heilsugæslulæknum starfandi á Íslandi árin 1991 og 1995 ásamt öllum starfandi læknum á Íslandi í mars 2014. Spurt var um greiningu og meðferð einfaldrar þvagfærasýkingar, bráðrar miðeyrnabólgu og hálsbólgu. Notuð var fjölþátta lógistísk aðhvarfsgreining og mark- tæknismörk voru p≤0,05. Niðurstöður: Svarhlutfall var 85% og 93% árin 1991 og 1995 en 31% árið 2014. Hlutfall lækna sem töldu sig ávísa oftar en 10 sinnum að jafnaði á viku var 36% 1991, 32% 1995 en 21% 2014. Algengi trímetóprím-súlfa sem fyrsta lyfs við einfaldri þvagfærasýkingu fór úr 43% og 45% í fyrri könnunum í 8% árið 2014. Árið 2014 töldu heimilis- og heilsugæslulæknar sig ávísa sýklalyfi 87% sjaldnar við bráðri miðeyrnabólgu en 1991 (p<0,001). Við greiningu hálsbólgu töldu sömu læknar sig taka hálsstrok í ræktun eða hraðgreiningarpróf næstum 5 sinnum oftar árið 2014 en 1991 (p<0,001). Ályktanir: Talsverðar breytingar hafa orðið á ávísunarvenjum lækna síðastliðna tvo áratugi og eru þær nú oftar í samræmi við klínískar leiðbeiningar Embættis landlæknis. Lengi má gott bæta og er mikilvægt að hvetja enn frekar til betri notkunar sýklalyfja með það að markmiði að draga úr þróun sýklalyfjaónæmis hér á landi. ÁGRIP fyrir kínólónum og beta-laktam sýklalyfjum, vaxandi ónæmi meðal pneumókokka og fjölgun MÓSA-tilfella (Meticillín ónæmur Staphylococcus aureus).1,6,8,11-15 Búast má við enn frekari vandamálum tengdum sýklalyfja- ónæmi á komandi árum. Heilbrigðisyfirvöldum ber að stuðla að skynsam- legri notkun sýklalyfja með það að markmiði að draga úr líkum á þróun ónæmis. Það hefur meðal annars ver- ið gert með birtingu klínískra leiðbeininga á árunum 2007-2009 um greiningu og meðferð einfaldrar þvag- færasýkingar, bráðrar miðeyrnabólgu og hálsbólgu.17-20 Þegar kemur að því að móta íhlutandi aðgerðir á komandi árum er mikilvægt að fyrir liggi þekking á ávísunarvenjum lækna á sýklalyf og hvernig þeim er ábótavant. Árin 1991 og 1995 voru gerðar kannanir á vegum Embættis landlæknis á ávísunum lækna á sýklalyf. Sett voru fram þrjú sjúkratilfelli og spurt um greiningu og meðferð auk þess sem spurt var um fjölda sýklalyfja- ávísana á viku og bakgrunnsþætti. Úrvinnsla þeirra niðurstaðna var hluti af rannsókninni. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á ávís- unarvenjur lækna starfandi á Íslandi 2014 og kanna hvort breytingar hafi orðið á þeim frá fyrri könnunum sem gerðar voru á vegum Embættis landlæknis árin 1991 og 1995. Einnig var kannað hvort klínískar leið- beiningar hafi haft áhrif á sýklalyfjaávísanir og hversu vel þeim var fylgt eftir. Greinin barst 1. september 2015, samþykkt til birtingar 10. desember 2015. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum Anna Mjöll Matthíasdóttir1 læknanemi, Þórólfur Guðnason2 læknir, Matthías Halldórsson3 læknir, Ásgeir Haraldsson1,4 læknir, Karl G. Kristinsson1,5 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2sóttvarnarlæknir, Embætti landlæknis, 3geðdeild Landspítala, 4Barnaspítala Hringsins, 5sýklafræðideild Landspítala. Fyrirspurnir: Karl G. Kristinsson karl@landspitali.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.01.61 gegn heilablóðfalli/ segareki Forvörn gegn heilablóðfalli / segareki hjá sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist lokusjúkdómum (NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum. Aðeins Eliquis® tengir saman þessa kosti Veldu Eliquis®, eina Xa hemilinn sem sýnt hefur verið fram á að veiti áhrifaríkari vörn gegn heilablóðfalli/segareki með marktækt minni tíðni á meiriháttar blæðingum samanborið við warfarin2. Eliquis® (apixaban), sem ætlað er til inntöku, er beinn hemill á storkuþátt Xa og hefur eftirfarandi ábendingar: • Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti. • Forvörn gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥II)1. • Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE) og forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum. Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Sjá frekari upplýsingar um lyfið á www. lyfjastofnun.is Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis. 2. Granger CB et al. Apixaban versus warfarin in patients with atrial fibrillation. N Engl J Med 2011; 365: 981–992.2. Áhrifaríkari vörn PF151001 samanborið við warfarin2samanborið við warfarin2 Minni tíðni meiriháttar blæðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.