Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2016, Side 36

Læknablaðið - 01.01.2016, Side 36
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Á Læknadögum verður sjónum beint að nýjungum sem framundan eru í meðferð og greiningu á Alzheimer-sjúkdómnum. Jón Snædal öldrunarlæknir hefur um- sjón með málþinginu og segir hann að binda megi vonir við ný lyf sem væntan- leg eru á markað innan tveggja ára. „Við vildum beina athyglinni að tvennu í þessu sambandi. Annars vegar nýjum aðferðum við greiningu á sjúk- dómnum sem gerir að verkum að núna getum við að jafnaði greint hann fyrr en áður. Þar er um að ræða tiltekin efni sem við getum mælt í mænuvökvanum og er komið inn í rútínu okkar. Einnig höfum við þróað nýja úrvinnslu úr heilariti sem gerir okkur kleift að greina sjúkdóminn fyrr og betur frá öðrum orsökum heilabil- unar. Loks mun tilkoma jáeindaskann- ans einnig gera okkur kleift að greina sjúkdóminn fyrr og þegar þetta allt er tekið saman er betur unnt að komast að sjúkdómsgreiningu hjá fólki sem er enn á vinnumarkaði en er farið að finna fyrir byrjunareinkennum. Hins vegar eru nýir möguleikar við meðferð á Alzheimer sem virðast vera rétt handan við sjóndeildarhringinn. Þótt þetta sé ekki fast í hendi má segja að meiri bjartsýni sé ríkjandi nú en oft áður þegar boðaðar hafa verið nýjungar við meðferð þessa sjúkdóms. Þetta virðist vera með- ferð sem byggir á því að sjúkdómurinn sé greindur snemma og því þurfum við að vera vel í stakk búin til þess því rannsókn- ir sýna að meðferðin hefur lítið að segja ef sjúkdómsferlið er komið vel af stað.“ Jón segir að fólk sé almennt vel upplýst um sjúkdóminn og því sé ekki ástæða til að leita það uppi. „Fólk kemur hingað á minnismóttökuna á Landakoti í gegnum sinn heimilislækni með tilvísun og við höfum gert kröfur til þeirra um að þeir framkvæmi ákveðið mat áður en þeir vísa fólki til okkar. Það hefur gengið vel og við fáum yfirleitt mjög vandaðar beiðnir frá heimilislæknunum.“ Nýtt lyf sem binda má vonir við Greining á Alzheimer byggir að sögn Jóns á svokallaðri amyloid-tilgátu sem kom fram um miðjan 9. áratug síðustu aldar og felst í því að ákveðnar próteinútfellingar verða í heilanum sem hann getur ekki los- að sig við. „Yfirleitt hreinsar heilinn ágæt- lega burt stuttar próteinkeðjur en ef þær verða fulllangar ræður hann illa við það og þær festast saman fleiri og fleiri, það myndast klumpur sem verður mjög sýni- legur í smásjá með réttri litun. Þetta hafa menn vitað lengi og þekkja ferlið mjög vel og lyfin sem verið er að prófa hafa áhrif á þetta ferli með ýmsum hætti. Reynt er að minnka framleiðsluna á próteinunum með lyfjunum, taka keðjurnar áður en þær klumpast með svokallaðri ónæmismeðferð og jafnvel hafa verið gefin lyf sem ráðast á klumpana en þar hafa menn ekki haft Meðferð og lyf við Alzheimer Nýjungar við sjóndeildarhringinn að sögn Jóns Snædal 36 LÆKNAblaðið 2016/102 SAMEIGINLEGT VÍSINDA ÞING 2016 SKILAFRESTUR ÁGRIPA 15. MARS. SKRÁNING: WWW.ATHYGLIRADSTEFNUR.IS • SKURÐ LÆKNA FÉLAGS ÍSLANDS • SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLU- LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS • FÉLAGS ÍSLENSKRA FÆÐINGA- OG KVENSJÚKDÓMALÆKNA (FÍFK) • FAGDEILDA SVÆFINGA- OG SKURÐ- HJÚKRUNARFRÆÐINGA HA RP A 7 - 8 A PR ÍL

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.