Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 16
16 LÆKNAblaðið 2016/102 R A N N S Ó K N athugunarvert er að útkallstími starfsfólks á þræðingarstofu er í öllum tilfellum styttri en flutningstími úr héraði beint á Hring- braut og því ætti ekki að vera nein ástæða fyrir því að koma við í Fossvogi nema í undantekningartilvikum. Afdrif í legu Legutími á Landspítalanum var að meðaltali 6 dagar, sem er sambærilegt við fyrri rannsókn. Dánartíðni innan 30 daga var 7,1% sem er nokkru hærra en í STREAM-rannsókninni (4,5%).21 Á alþjóðavísu mælist dánarhlutfall vegna STEMI innan 30 daga á bilinu 4,2-13,5%.24 Enginn marktækur munur var á dánartíðni, innlögn á gjörgæslu, endurlífgun eða opinni hjartaaðgerð milli sjúklinga sem fluttir voru frá norður- eða suðursvæði. STEMI og gæðaeftirlit Gæðaeftirlit er augljós krafa í nútímaheilbrigðiskerfi. Klínískar leiðbeiningar fyrir STEMI eru vel skilgreindar, með skýrum mark- miðum og innihalda breytur sem auðvelt er að mæla og geta skipt miklu máli fyrir afdrif sjúklingsins. Rannsókn okkar sem birtist í Læknablaðinu árið 2010 er í raun fyrsta gæðarannsókn á sjúklingum með STEMI frá upphafi einkenna og að útskrift af sjúkrahúsi og sýndi fram á bresti í meðferð sjúklinga með STEMI á norðursvæði Íslands. Flutningstími var lengri en talið var og meðferð með sega- leysandi lyfjum ábótavant. Niðurstöður voru kynntar á norður- svæði og á Læknadögum 2010 og áhersla lögð á að klínískum leið- beiningum væri fylgt. Það er því afar ánægjulegt að sjá í þessari rannsókn þá jákvæðu þróun sem orðið hefur á meðferð sjúklinga með STEMI á norðursvæðinu. Það einkennir hins vegar báðar þessar rannsóknir hversu tímafrekt er að nálgast og skrá handvirkt mikilvægar breytur þar sem tölvukerfi eru ekki samtengd og í einstaka tilfellum eru gögn- in eingöngu skráð á pappír. Sjúklingar með STEMI sem gangast undir kransæðaþræðingu í Svíþjóð eru skráðir í SCAAR-gagna- grunninn (Svenska Coronär Angiografi- och Angioplastik Reg- istret) sem haldið er úti af Klíníska Rannsóknarsetrinu í Uppsölum (Uppsala Clinical Research Center).25 Sænski gagnagrunnurinn skráir hins vegar ekki mikilvægar breytur, svo sem tíma frá FSH að endurflæðismeðferð og tekur ekki tillit til staðbundinna þátta sem eru mikilvægir þegar heildarmyndin er skoðuð. Það er því nauðsynlegt að koma á laggirnar íslenskum gagnagrunni fyrir sjúklinga með STEMI sem nær til alls landsins. Þetta myndi gera heilbrigðisyfirvöldum kleift að mæla áhrif af kerfislægum breyt- ingum (til dæmis innleiðingu Life Port-kerfis) og gera heilbrigðis- stofnunum um allt land kleift að setja sér raunhæf markmið (til dæmis >90% fylgni við klínískar leiðbeiningar) og fylgja þeim eftir með kerfisbundnum hætti. Ályktun og úrbætur Meðferð við STEMI á norðursvæði á árunum 2011-2012 var í stórauknu samræmi við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar borið saman við árin 2007-2008. Þetta staðfestir að gæðarannsóknir á meðferð við STEMI skipta máli og geta haft jákvæð áhrif á þjón- ustuna séu þær kynntar vel. Á suðursvæði má sjá sama mynstur og sást á norðursvæði á árunum 2007-2008. Flutningstíminn er vanmetinn og meðferð ekki í samræmi við gildandi leiðbeiningar. Verði sendingarbúnaði komið fyrir í öllum sjúkrabílum landsins verður hægt að senda hjartalínurit beint á Landspítala. Þá opnast möguleiki á að flýta og betrumbæta túlkun á hjartalínuriti og þar með skipuleggja með- ferð og flutning með þeim hætti að fleiri sjúklingar eigi möguleika á kransæðavíkkun innan 120 mínútna. Sjúkraflutningamenn og læknar í héraði gegna þar lykilhlutverki. Full ástæða er til að útbúa staðfærðar klínískar leiðbeiningar í hverjum landshluta sem taka mið af nýjum upplýsingum. Sjúklinga með STEMI á suðursvæði ætti til dæmis ekki að flytja á aðra heilbrigðisstofnun en Land- spítala Hringbraut nema í undantekningartilvikum.1,26 Skoða þarf hvort forsendur séu fyrir því að koma á fót sérstakri sjúkraþyrlu með bundinni vakt eða hvort hægt sé að stytta viðbragðstíma þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar, til dæmis með staðarvakt í stað bakvaktar og auka hlutverk hennar í sjúkraflutningum á suðvesturhorninu. Þá þarf að athuga vel hvort ástæða sé til að fjölga lyfjaskömmtum á svæðum fjær Reykjavík. Íhuga ætti sterk- lega segaleysandi meðferð hjá ungum einstaklingum (<65 ára) með upphaf einkenna innan þriggja tíma og greinilegar ST-hækkanir í framvegg eða nýtilkomið vinstra greinrof og týpísk einkenni, búsettum í byggðakjörnum næst höfuðborgarsvæðinu, svo sem Akranesi, Keflavík og Selfossi. Styrkur og takmörkun rannsóknar Helsti styrkur þessarar rannsóknar er að hún lýsir vel þeirri meðferð sem sjúklingar utan höfuðborgarsvæðisins með brátt hjartadrep fengu á árunum 2011-2012, hversu langan tíma tekur að flytja þá á sjúkrahús til kransæðavíkkunar og hvort klínískum leiðbeiningum hafi verið fylgt. Rannsóknin hefur einnig ýmsar takmarkanir. Hún gerir ekki grein fyrir sjúklingum sem dóu úr STEMI fyrir komu á heilbrigðisstofnun eða þeim sem hugsanlega voru ekki fluttir á Landspítala til frekari meðferðar. Því má áætla að nýgengi sé í raun hærra en hér er sýnt. Rannsóknin er aftur- skyggn og ekki nægjanlega fjölmenn til að greina mun á afdrifum eftir meðferð. Upplýsingarnar eru takmarkaðar við það sem skráð var í sjúkraskrám viðkomandi á Landspítala, í sjúkraflutningi og þeirri heilbrigðisstofnun sem óskaði eftir flutningi. Þakkir Þakkir fá Eyrún Franzdóttir ritari hjartadeildar Landspítala á Hringbraut, ritarar lyfjadeildar og bráðadeildar Sjúkrahússins á Akureyri, Pálmi Óskarsson læknir á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri og Garðar Guðmundsson hjá Neyðarlínunni. Rannsóknin var styrkt að upphæð 300.000 krónur af samfélags- sjóði Samherja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.