Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2016/102 11 Inngangur Brátt hjartadrep með ST-hækkunum (ST-segment Eleva- tion Myocardial Infarction - STEMI) er alvarlegasta birt- ingarmynd bráðs kransæðaheilkennis (Acute Coronary Syndrome) og orsakast af algjörri lokun á einni eða fleiri kransæðum. Brátt hjartadrep er greint með 12-leiðslu hjartalínuriti og stefnt skal að greiningu innan 10 mín- útna frá fyrstu samskiptum við heilbrigðisstarfsmann (FSH). Hröð og fumlaus meðferð er afgerandi til að takmarka skaðann í hjartavöðvanum og auka lífslíkur.1 Þegar greining hefur verið staðfest skal veita meðferð tafarlaust með blóðflöguhemjandi lyfjum (acetýlsalisýl- sýra og klópídógrel), blóðþynnandi lyfjum (enoxaparín/ heparín) og verkjastillingu (morfín) ef engar frábend- ingar eru til staðar ásamt því að undirbúa endurflæðis- meðferð til að koma á blóðflæði til hjartavöðvans að nýju. Bráð hjartaþræðing með kransæðavíkkun er kjör- meðferð innan 120 mínútna frá FSH en að öðrum kosti skal gefa segaleysandi lyf, helst innan 30 mínútna frá FSH.2,3 Bráðar kransæðavíkkanir (primary percutaneous coronary intervention-PPCI) eru einungis framkvæmdar á hjartaþræðingarstofu Landspítala Hringbraut, sem er opin alla virka daga frá kl. 08-16 en þess utan er starfs- fólk þræðingarstofu í viðbragðsstöðu fyrir útköll vegna STEMI alla daga ársins. Hjartagátt Landspítala Hring- braut er frá árinu 2010 einungis opin frá klukkan 08:00 á mánudagsmorgnum og til hádegis á föstudögum. Sjúklingar með bráð hjartavandamál eru fluttir á Land- spítala í Fossvogi utan þess tíma. Inngangur: Brátt hjartadrep með ST-hækkunum (STEMI) er lífshættulegt ástand. Meðferð skal veita eins hratt og hægt er með blóðþynningarlyfjum og kransæðavíkkun innan 120 mínútna frá fyrstu samskiptum við heil- brigðisstarfsmann (FSH) en að öðrum kosti með segaleysandi meðferð ef fyrirséður flutningstími er langur. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna flutningstíma sjúklinga með STEMI af landsbyggðinni og hvort bráðameð- ferð samræmdist klínískum leiðbeiningum. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár sjúklinga með greininguna STEMI við útskrift af Landspítala á árunum 2011 og 2012 voru skoðaðar aftur- skyggnt. Við úrvinnslu voru notaðar aðferðir lýsandi og ályktunartölfræði. Niðurstöður: Af 112 sjúklingum sem fengu greininguna STEMI eftir flutn- ing á Landspítala frá stað utan höfuðborgarsvæðisins voru 86 sjúklingar (77%) greindir með hjartalínuriti strax í héraði; 42 á suðursvæði og 44 á norðursvæði Íslands. Á suðursvæði var tími frá FSH að kransæðavíkkun að miðgildi 157 mínútur. Níu sjúklingar (21%) komust í kransæðavíkkun innan 120 mínútna en enginn fékk segaleysandi meðferð og marktækt færri blóðþynningarmeðferð med klópídógrel og enoxaparín en á norður- svæði. Á norðursvæði, þar sem flutningstíminn er langur, fengu nær allir sjúklingar (96%) sem ekki höfðu frábendingar segaleysandi lyf að miðgildi 57 mínútum eftir FSH og viðeigandi blóðþynningarmeðferð. Dánartíðni var 7% og legutími á Landspítala að miðgildi 6 dagar. Ályktanir: Utan höfuðborgarsvæðisins er tími frá FSH að mögulegri kransæðavíkkun í langflestum tilfellum lengri en 120 mínútur. Íhuga ætti segaleysandi meðferð hjá öllum sjúklingum með STEMI utan höfuðborgar- svæðisins ef frábendingar eru ekki til staðar. Skerpa þarf á leiðbeiningum á suðursvæði þar sem blóðþynningarlyf eru gefin marktækt sjaldnar en á norðursvæði. Símsent hjartalínurit og beint samband við hjartalækni myndi auðvelda greiningu og flýta meðferð. Samræmd skráning í STEMI- gagnagrunn á landsvísu myndi auðvelda gæðaeftirlit verulega. ÁGRIP Þekking á flutningstíma frá FSH að hjartagátt er því afgerandi þegar ákvarða skal meðferð við bráðu hjarta- drepi. Frá norðursvæði Íslands (mynd 1) er flutnings- tíminn langur (að miðgildi 3:07 klukkustundir) en þrátt fyrir það fékk aðeins tæplega helmingur sjúklinga á ár- unum 2007-2008 segaleysandi meðferð eins og klínískar leiðbeiningar gera ráð fyrir.4 Flutningstími hjá sjúkling- um með STEMI frá öðrum svæðum Íslands utan höfuð- borgarsvæðisins hefur ekki áður verið skoðaður. Mark- mið þessarar rannsóknar var að skoða flutningstíma og gæði meðferðar hjá sjúklingum sem fengu greininguna STEMI og voru fluttir frá stað utan höfuðborgarsvæðis- ins til Landspítala á árunum 2011 til 2012 en jafnframt að kanna hvort breyting hafi orðið á meðferð sjúklinga með STEMI á norðursvæði Íslands fjórum árum eftir fyrri rannsókn.4 Sjúklingar og aðferðir Úrtak rannsóknarinnar voru allir sjúklingar með ICD- 10 greininguna I21.0 – I21.3, brátt hjartadrep með ST- hækkunum í SÖGU, sjúkraskrárkerfi Landspítala, frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2012 sem höfðu leitað sér fyrstu hjálpar hjá heilbrigðisstarfsmanni utan höfuð- borgarsvæðisins (póstnúmer 190, 230-260 og 300-902) og í kjölfarið verið fluttir á Landspítala.5 Úr sjúkraskrá á Landspítala var skráð aldur og kyn sjúklings, lífs- mörk við komu, tímasetning hjartaþræðingar og belg- Greinin barst 1. september 2015, samþykkt til birtingar 9. desember 2015 Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Flutningstími og gæði meðferðar hjá sjúklingum með ST-hækkunar-hjartadrep á landsbyggðinni – fáir ná í kransæðavíkkun innan 120 mínútna Þórir S. Sigmundsson1 læknir, Daníel Arnarson2 læknanemi, Arnar Rafnsson3 læknir, Viðar Magnússon3 læknir, Gunnar Þór Gunnarsson2,5 læknir, Gestur Þorgeirsson4 læknir 1Karolinska háskólasjúkrahúsið í Solna, 2Læknadeild Háskóla Íslands 3Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala 4Hjartadeild, Landspítala 5Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fyrirspurnir: Þórir Sigmundsson thorir.sigmundsson@ karolinska.se http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.01.59 R A N N S Ó K N Nýr valkostur Fyrir jafnan blóðsykur1 Er meðferðin stöðug málamiðlun milli blóðsykursfalla og viðunandi HbA1c?2,3 Myndræn framsetning unnin af Sanofi Tími frá lyfjagjöf undir húð (klst.) In nr e nn sl i g lú kó sa (m g /(k g m ín ) 3 2 1 0 60 12 18 24 30 36 Lantus® Toujeo® Stöðugt Jöfn dreifing Meira en 24 klst. Jafn verkunarprófíll Toujeo® hefur jafnari verkun en Lantus® í a.m.k. 24 klst.1 Toujeo® veitir sambærilega blóðsykur- stjórn og Lantus® með minni hættu á blóðsykurföllum hjá sjúklingum með sykursýki tegund 21,4,5 Auðveldara er að stilla Toujeo® en Lantus® til að ná meðferðarmarkmiðum1,3,4,5 Toujeo® hefur sama langtíma öryggis- prófíl og Lantus® og er á sama verði1,6,7,8 Fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 1 og 2 IS -T O U- 15 -0 9- 02 insúlín glargín 300 einingar/ml NÆSTA KYNSLÓÐ GRUNNINSÚLÍNS Frá framleiðendum LANTUS insúlín glargín 100 einingar/ml 1. Toujeo sérlyfjatexti 22.06.2015 kafli 5.1 2. Cooper JG, Claudi T, Thordarson HB. Behandling av type 1-diabetes I spesialisthelsetjenesten – data fra Norsk diabetesregister for voksne. Tidsskr Nor Legeforen 2013; 133: 2257 – 61 3. Home PD, Bergenstal RM, Bolli GB. New Insulin Glargine 300Units/mL Versus Glargine 100 Units/mL in People With Type 1 Diabetes: A Randomized, Phase 3a, Open-Label Clinical Trial (EDITION 4). Diabetes Care 2015. DOI: 10.2337/dc15-0249 [Epub ahead of print 17 Juni 2015]. 4. Riddle MC, Bolli GB, Ziemen M et al. New insulin glargine 300 units/mL versus glargine 100 units/mL in people with type 2 diabetes using basal and mealtime insulin: glucose control and hypoglycemia in a 6-month randomized controlled trial (EDITION 1). Diabetes Care 2014;37:2755–2762. 5. Yki-Järvinen H, Bergenstal R, Ziemen M, et al. New insulin glargine 300 units/mL versus glargine 100 units/mL in people with type 2 diabetes using oral agents and basal insulin: glucose control and hypoglycemia in a 6-month randomized controlled trial (EDITION 2). Diabetes Care 2014; 37:3235–3243. 6. Lantus sérlyfjatexti 29.07.2015, kafli 5.1 7. Lantus styttur sérlyfjatexti 21.09.2015 8. Toujeo styttur sérlyfjatexti 15.12.2015 Sanofi á Íslandi, Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Sími: 535-7000. Netfang: sanofi@vistor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.