Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Síða 28

Læknablaðið - 01.01.2016, Síða 28
Efniviður og aðferðir Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og var upplýsinga aflað með spurningalistum sem sendir voru bréflega 1991 og 1995 og rafrænt 2014. Kannanirnar 1991 og 1995 voru sendar frá Emb- ætti landlæknis á alla starfandi heimilis- og heilsugæslulækna á Íslandi. Könnunin 2014 var send með tölvupósti til allra starf- andi lækna á Íslandi með aðstoð skrifstofu Læknafélags Íslands. Í lýsandi samanburði milli ára voru svör heimilis- og heilsugæslu- lækna árið 2014 borin saman við svör sömu sérgreina árin 1991 og 1995. Spurt var um greiningu og meðferð einfaldrar þvagfærasýk- ingar (sjúkratilfelli I), bráðrar miðeyrnabólgu (sjúkratilfelli II) og hálsbólgu þar sem S. pyogenes er líklegur orsakavaldur (sjúkratil- felli III). Einnig var spurt um útskriftarár læknanna, sérgrein og hvar þeir störfuðu (á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni), hvar þeir stunduðu sérnám og hve oft þeir ávísuðu sýklalyfjum. Tíðnitöflur voru reiknaðar í Microsoft Excel og tölfræðiútreikn- ingar gerðir í SPSS. Gerð var fjölþátta lógistísk aðhvarfsgreining fyrir eftirfarandi svarbreytur: 1. Ávísa sýklalyfjum oftar en 10 sinnum að jafnaði á viku. 2. Senda alltaf þvag í ræktun fyrir sýklalyfjameðferð í til- fellum einfaldrar þvagfærasýkingar. 3. Ávísa alltaf sýklalyfjum í tilfellum bráðrar miðeyrnabólgu hjá ungbarni. 4. Velja amoxicillín/klavúlansýru sem fyrsta sýklalyf í til- fellum bráðrar miðeyrnabólgu. 5. Taka alltaf ræktunarsýni eða hraðgreiningarpróf (antigen- próf) í tilfellum hálsbólgu. Fyrir allar svarbreytur voru eftirfarandi skýribreytur notaðar: ár könnunar, aldur, starfssvæði, hvort framhaldsnám var stundað erlendis, sérmenntunarland og starfssvið/sérgrein. Ekki var spurt um starfssvið/sérgrein í könnun 1995 og voru því aðeins kannanir 1991 og 2014 með í aðhvarfsgreiningunni fyrir þann þátt. Mark- tæknismörk voru p≤0,05. Svörun við umræddum spurningalistum jafngilti upplýstu samþykki til þátttöku í rannsókninni og ekki var hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Leyfi fékkst frá Vísindasiðanefnd (leyfi b2014010011/03.11) og var tilkynning um rannsóknina send til Persónuverndar (tilkynning S6577/2014). Niðurstöður Svörun Í könnunum 1991 og 1995 bárust 145 og 163 svör hvort árið um sig og voru svarhlutföll 85% og 93%. Árið 2014 bárust hins vegar 339 svör og var svarhlutfall allra sérgreina 31%. Svarhlutfall heimilis- og heilsugæslulækna var 47% (86/184) og hjá barnalæknum 34% (22/64). Fjöldi sýklalyfjaávísana á viku og samanburður milli ára Í öllum könnunum var spurt um fjölda sýklalyfjaávísana á viku. Hlutfall þeirra sem töldu sig ávísa oftar en 10 sinnum að jafnaði á viku var 36% 1991, 32% 1995 en 21% 2014. Hlutfall þeirra sem töldu sig ávísa 1-5 sinnum fjölgaði, var 16% 1991, 20% 1995 og 35% 2014. Fjölþátta lógistísk aðhvarfsgreining sýndi ekki marktækan mun milli kannana 1991 og 2014 (p=0,052). Aðhvarfsgreiningin sýndi fram á að læknar menntaðir í N-Ameríku virtust marktækt líklegri til þess að ávísa sýklalyfjum oftar en 10 sinnum á viku að jafnaði samanborið við lækna menntaða í Svíþjóð og lækna sem ekki höfðu farið í framhaldsnám erlendis. Sjúkratilfelli I og samanburður milli ára Svör við sjúkratilfelli I, sem var einföld þvagfærasýking hjá konu, má sjá í töflu I. Algengi trímetóprím-súlfa sem fyrsta val á sýkla- lyfi fór úr 43% og 45% í fyrri könnunum í 8% 2014. Nítrófúrantóin, pivmecillínam og trímetóprím urðu á hinn bóginn algengari sem fyrsta val 2014 en í fyrri könnunum. Hlutfall þeirra sem ávísuðu sýklalyfjum í þrjá daga eða skemur fór vaxandi milli ára. Sjúkratilfelli II og samanburður milli ára Svör við sjúkratilfelli II, sem var bráð miðeyrnabólga hjá ungbarni, má sjá í töflu II. Hlutfall þeirra sem setja barn alltaf á sýklalyf fór lækkandi. Gerð var fjölþátta lógistísk aðhvarfsgreining en hún sýndi fram á að læknar töldu sig setja börn „alltaf á sýklalyf“ 87% sjaldnar árið 2014 en 1991 (OR=0,13, p<0,001). Þegar kom að fyrsta vali á sýklalyfi var amoxicillín það lyf sem var algengast í öllum könnunum, eða í kringum 60-70%. Hins R A N N S Ó K N Tafla I. Svörun við sjúkratilfelli I og samanburður milli ára, fjöldi svara (%). EINFÖLD ÞVAGFÆRASÝKING HJÁ KONU 1991 (n=145) 1995 (n=163) 2014 (n=339) †2014 (n=86) Heild (n=647) Fyrsta val á sýklalyfi: Trímetóprím-súlfa 63 (43) 74 (45) 44 (13) 7 (8) 181 (28) Nítrófúrantóin 5 (3) 6 (4) 49 (14) 15 (17) 60 (9) Pivmecillínam 39 (27) 18 (11) 126 (37) 33 (38) 183 (28) Trímetóprím 25 (17) 51 (31) 70 (21) 26 (30) 146 (28) Lengd sýklalyfjakúrs: 1 skammtur 3 (2) 3 (2) 2 (1) 1 (1) 8 (1) 1-3 dagar 22 (15) 23 (14) 110 (32) 24 (28) 155 (24) 4-8 dagar 100 (69) 116 (71) 201 (59) 57 (66) 417 (65) 9-14 dagar 16 (11) 10 (6) 7 (2) 0 (0) 33 (5) >14 dagar 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) Auður 4 (3) 11 (7) 19 (6) 4 (5) 34 (5) †Úrtak með svörum frá heimilis- og heilsugæslulæknum úr könnun 2014. Merki Embættis landlæknis vísar til þess valkosts sem mælt er fyrir um í klínískum leiðbeiningum um greiningu og meðferð einfaldrar þvagfærasýkingar. 28 LÆKNAblaðið 2016/102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.