Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 40
40 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Hægt er að taka tvö ár af sérnámi í skurðlækningum við Landspítalann en íslenskir skurðlæknar sækja allir frekara sérnám til háskólasjúkrahúsa erlendis. Tómas Guðbjartsson prófessor og yfirlæknir á skurðsviði Landspítala er einn þeirra sem skipuleggur sérnámið á Landspítala ásamt Guðjóni Birgissyni skurðlækni sem einnig er yfirlæknir á skurðsviði spítalans. „Prógrammið í skurðlæknisfræði sem er í boði á Íslandi dekkar næstum allar sérgreinar skurðlæknisfræðinnar en nokkrar skurðgreinar hafa þó eigin sér- námsprógrömm sem eru sjálfstæð, eins og bæklunarskurðlækningar, háls-, nef- og eyrnaskurðlækningar og augnlækningar. Síðan eru kvennaskurðlækningar sem tengjast kvensjúkdóma- og fæðingarfræði. Undir hatti okkar Guðjóns eru þá hinar svokölluðu almennu skurðlækningar, sem taka til aðgerða á efra og neðra kviðarholi auk brjósta-, innkirtla- og áverkaskurð- lækninga, þvagfæraskurðlækningar, æðaskurðlækningar, hjarta- og lungna- skurðlækningar, lýtalækninga og heila- og taugaskurðlækninga. Þetta eru allt viðamiklar undirsérgreinar svo á þessum tveimur árum sérnáms sem hér eru í boði býðst námslæknum að kynnast þessum greinum býsna vel og eru því betur í stakk búnir til þess að velja sér sérsvið útfrá því,“ segir Tómas Guðbjartsson. Mikilvægt að vekja áhuga sem flestra „Læknanemar fá heilt misseri í skurð- lækningum á fjórða ári í námi sínu og þau eru hér á deildinni hálfan veturinn í tveimur hópum, í kringum 24 nemendur í hvorum. Þetta er ein af stærstu náms- greinunum í læknadeildinni og við leit- umst við að kynna fyrir þeim sem flestar undirsérgreinar skurðlækninga á þessum vetri í náminu. Kosturinn við þetta fyrir- komulag er að þau fá innsýn í allflestar greinar skurðlækninga en aftur á móti er galli að þau staldra stutt við á hverri deild. Sem prófessor er ég alveg meðvitaður um að það er ekki nema einn af hverjum 10 læknanemum sem mun leggja skurðlækn- ingar fyrir sig enda þótt einhverjir fleiri fari í sérgreinar þar sem skurðlækningar koma við sögu. Ég tel samt mikilvægt að vekja áhuga sem flestra læknanema á skurðlækningum og reyna um leið að lokka til okkar besta fólkið, nemendurna sem hafa styrkleika í klínísku starfi, rann- sóknum og kennslu. Lengi vel hallaði á konur í skurðlækningum á Íslandi en það hefur sannarlega snúist við á seinustu árum og nú eru fleiri konur hjá okkur í sérnámi í skurðlækningum en karlar. Það á reyndar við um læknisfræði almennt. Við þurfum að búa þannig um hnúta að skurðlækningar séu jafn fýsilegar fyrir konur og karla, en til þess þarf starfið að vera nægilega sveigjanlegt til að við náum að krækja í besta fólkið. Í Bandaríkjunum og víðar er komin upp sú staða að færri sækja í skurðlækningar en áður og er það talið stafa af því að unga fólkinu finnst álagið of mikið, vinnutíminn of langur, meðal annars þannig að erfitt getur reynst að sameina eðlilegt fjölskyldulíf og starfið. Okkar námslæknar þurfa vissulega að vinna mikið og eru undir talsverðu álagi, sem ég tel þó vera innan marka. Ekki má heldur gleyma því að spennan og álagið er líka það sem margir sækjast eftir í þessari sérgrein og þetta eru þættir sem aldrei verða teknir í burtu.“ Mikilvægt og gott samstarf við svæfingadeild Tómas nefnir að nýverið hafi verið gerðar breytingar á samsetningu kandídatsársins þar sem áður var skylda að taka tvo mán- uði á skurðdeild. „Nú geta kandídatar valið að taka tvo mánuði á skurðdeild eða á bráðamóttöku, sem er nýmæli. Þetta tel ég ekki vera framfaraspor þó vissu- lega kynnist þeir kandídatar sem velja bráðadeildina ýmsum verkefnum sem tengjast skurðlækningum, eins og minni aðgerðum sem þar eru framkvæmdar. Það er þó alls ekki sama reynsla að mínu mati og að vinna á skurðdeild. Kandídatsárið er mikilvægt og þótt tveir mánuðir geti virst stuttur tími þá hefur þessi tími á skurð- deild reynst mikilvægur fyrir marga við ákvarðanatöku um áframhaldandi nám í skurðlækningum.“ Sérnámið í skurðlækningunum tekur yfir 24 mánuði sem er skipt upp þannig að 6 mánuðum er varið á svæfingadeild og síðan fara námslæknarnir á hinar ýmsu skurðdeildir og er 18 mánuðum skipt á milli þeirra. „Svæfingareynslan er mikil- vægur hluti námsins en í skurðlæknanámi á Norðurlöndunum er yfirleitt gerð krafa um hálft ár á svæfingu, sem erlendis getur kostað langa bið fyrir námslækna. Reynsla á svæfingadeild er því mikilvægur hlekkur í náminu hér heima og við höfum átt mjög gott samstarf við svæfingadeild SÉRNÁM Í SKURÐLÆKNINGUM Inngangur að frekara sérnámi erlendis ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.