Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 12
12 LÆKNAblaðið 2016/102 víkkunar og hvort viðkomandi undirgekkst aðra þræðingu, opna hjartaaðgerð eða lagðist inn á gjörgæslu, auk legutíma, alvarlegra fylgikvilla (svo sem heilablóðfalls og alvarlegra blæðinga sem þörfnuðust blóðgjafar) og dánartíðni innan 30 daga. Úr sjúkraskrá í héraði voru skráðar niðurstöður fyrsta hjartalínurits auk helstu tímasetninga, svo sem upphafs einkenna, FSH, fyrsta hjartalínu- rits og lyfjagjafar með áherslu á blóðflöguhemjandi, blóðþynnandi og segaleysandi lyf. Frá Neyðarlínu fengust upplýsingar um flutn- ingstíma og flutningsmáta og fjölda koma á heilbrigðisstofnanir aðrar en Landspítala Hringbraut. Út frá þessum upplýsingum var heildarflutningstími (tími frá FSH að komu á Landspítala Hring- braut) reiknaður, auk tafa sem urðu á meðferð sjúklinga sem farið var með fyrst á Landspítala í Fossvogi í stað þess að flytja þá beint á þræðingarstofu á Hringbraut. Við úrvinnslu gagna var landinu skipt upp í tvo hluta; norðursvæði og Vestmannaeyjar sem er upp- tökusvæði sjúkraflugvélar, og suðursvæði (sjá mynd 1). Allar upplýsingar voru skráðar inn í Microsoft Excel og SPSS Statistics fyrir Windows frá IBM, útgáfa 22. Tölfræðileg úrvinnsla og myndræn framsetning var unnin í báðum forritum. Viður- kenndar tölfræðiaðferðir voru notaðar; t-test til að athuga mun á samfelldum breytum og chi-square og Fisher próf á mismunandi hópum. Líkindastuðull (p-gildi) <0,05 var talinn gefa til kynna marktækan mun milli hópa. Rannsóknin var unnin með leyfi Persónuverndar og Vísinda- siðanefndar. Leyfi til gagnaöflunar fékkst hjá lækningaforstjórum allra heilbrigðisstofnana sem höfðu haft sjúklinga með STEMI til meðferðar hjá sér. Niðurstöður Samtals fengu 112 sjúklingar greininguna STEMI á Landspítala eftir fyrstu samskipti við heilbrigðisstarfsmann utan höfuð- borgarsvæðisins. Þar af voru 83 (74%) karlar og 29 (26%) konur. Meðalaldur var 62,7 ár (39-87 ára) en konur voru marktækt eldri en karlar (67 ára á móti 61 árs; p=0,018). Árlegt nýgengi STEMI á landsbyggðinni var 47 tilfelli á hverja 100.000 íbúa (sjá mynd 1). Alls fengu 105 sjúklingar (94%) brjóstverk og áttu fyrstu samskipti við heilbrigðisstarfsmann að miðgildi 81 mínútu síðar (dreifing: 38-249 mínútur). Tíminn frá FSH þar til fyrsta hjartalínurit var tekið var að miðgildi 12 mínútur (dreifing: 8-29 mínútur). Sjá frekari upplýsingar í töflu I. Áttatíu og sex sjúklingar (76,8%) fengu greininguna STEMI strax í héraði út frá breytingum á hjartalínuriti, í sjö (6,3%) til- vikum voru engin teikn um STEMI í upphaflegu hjartalínuriti, í 10 (8,9%) tilvikum var erfitt að túlka rit og í 9 (8,0%) tilvikum var rit ekki tekið eða fannst ekki (sjá mynd 2). Á suðursvæði voru 54 af 56 sjúklingum fluttir með sjúkrabíl og tveir voru fluttir með þyrlu. Á norðursvæði voru 53 af 56 sjúklingum fluttir með sjúkraflugi, tveir voru fluttir með sjúkrabíl og einn var fluttur með þyrlu. Sjúklingar með teikn um STEMI í héraði Af þeim 86 sjúklingum sem álitnir voru með STEMI í héraði fengu allir nema einn acetýlsalisýlsýru, 47 (54,7%) fengu klópí- dógrel, 42 (48,8%) enoxaparín, 10 (11,6%) heparín og 22 (25,6%) beta-hemla (sjá töflu II). Marktækt fleiri sjúklingar á norðursvæði fengu klópídógrel, enoxaparín og heparín heldur en sjúklingar á suðursvæði (sjá mynd 3). Á norðursvæði fengu 97% sjúklinga segaleysandi meðferð sem ekki höfðu frábendingu fyrir slíkri meðferð. Segaleysandi lyf var gefið að miðgildi 57 mínútum (dreifing: 10-236 mínútur) R A N N S Ó K N Tafla I. Upplýsingar um sjúklinga greinda með STEMI á Landspítala eftir land- svæðum. Fjöldi einstaklinga (%). Miðgildistími er uppgefinn í mínútum. Norðursvæði n=56 Suðursvæði n=56 p-gildi Meðalaldur (dreifing) 62 (39-87) 63 (45-86) 0,76 Konur 13 (23) 16 (29) 0,67 Einkenni að FSH (miðgildistími) 90 74 0,27 FSH að hjartalínuriti (miðgildistími) 10 12 0,35 Framveggsdrep 24 (43) 25 (45) 1,0 Endurlífgun* 9 (16) 4 (7) 0,24 Ytri öndunaraðstoð (CPAP) 3 (5) 5 (9) 0,72 Barkaþræðing 2 (4) 2 (4) 1,0 Systólískur BÞ ≤ 90 mmHg** 0 2 0,24 Systólískur BÞ > 160 mmHg** 3 8 0,12 Hjartsláttartíðni ≤ 50 slög/mín** 3 2 1,0 Hjartsláttartíðni > 110 slög/mín** 3 4 0,71 *Fyrir komu á Landspítala Hringbraut. **Við komu á Landspítala. BÞ= Blóðþrýstingur. Mynd 1. Skipting landsins í norðursvæði að viðbættum Vestmannaeyjum (blátt) sem er upptökusvæði sjúkraflugvélar og suðursvæði (rautt) þaðan sem sjúklingar eru yfir- leitt fluttir með sjúkrabíl á Landspítala. Hringirnir sýna fjölda sjúklinga með STEMI í hverjum landshluta fyrir sig á tveggja ára tímabili (2011-2012) og stöplaritið sýnir nýgengi STEMI á hverja 100.000 íbúa eftir landshlutum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.