Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2016/102 23 R A N N S Ó K N rannsóknar til verulegrar aukningar á nýjum tilfellum skorpu- lifrar.8 Þó sjúklingum með ígrædda lifur fari fjölgandi hafa tiltölulega færri íslenskir sjúklingar farið í lifrarígræðslu en þekkist í mörg- um öðrum vestrænum löndum. Nærtækastur er samanburður við Norðurlöndin. Á tímabilinu 2007-2012 voru 8,9 lifrarígræðslur í ís- lenska sjúklinga á hverja milljón íbúa á ári. Á sama tímabili voru framkvæmdar 17,5 ígræðslur á hverja milljón íbúa í Noregi, 15,4 í Svíþjóð, 9,5 í Finnlandi og 8,2 í Danmörku.11 Margir aðrir þættir hafa áhrif á fjölda lifrarígræðslna, svo sem algengi lifrarsjúkdóma, framboð gjafalíffæra og fleira. Þótt ný- gengi skorpulifrar á Íslandi hafi aukist, hefur það lengst af verið mun lægra en í samanburðarlöndunum. Rannsókn sem kannaði nýgengi skorpulifrar á Íslandi og Svíþjóð leiddi í ljós að nýgengi skorpulifrar á Íslandi var aðeins 3,3 á 100.000 íbúa en 15,3 á 100.000 íbúa í Gautaborg í Svíþjóð.17 Norsk rannsókn sýndi fram á að ný- gengi skorpulifrar þar í landi var 13,4 á 100.000 íbúa sem einnig er töluvert hærra en á Íslandi.18 Mun á nýgengi á Íslandi annars vegar og í Svíþjóð og Noregi hins vegar má líklega skýra með því að ýmsar undirliggjandi orsakir skorpulifrar eru misalgengar á milli landanna. Áfengistengd skorpulifur var mun algengari í Svíþjóð (50%) en á Íslandi (29%) auk þess sem skorpulifur vegna lifrarbólgu C var algengari í Svíþjóð (21%) en á Íslandi (8%). Helstu undirliggjandi orsakir skorpulifrar í Noregi voru svipaðar þeim sem sáust í Svíþjóð en áfengistengd skorpulifur var til staðar hjá 53% norskra skorpulifrarsjúklinga og lifrarbólga C hjá 10%.18 Í Noregi er fjöldi líffæragjafa mestur á Norðurlöndunum og bið- tími eftir lifur mjög stuttur í alþjóðlegum samanburði, en meðal- biðtími fyrir tímabilið 2007-2012 var rúmlega mánuður.11 Athyglis- vert er að þrátt fyrir að nýgengi skorpulifrar í Danmörku sé 33 á 100.000 íbúa, sem er það hæsta sem þekkist á Norðurlöndum, er fjöldi lifrarígræðslna á milljón íbúa svipaður og hér á landi.18-20 Möguleg skýring á þessu gæti verið að Danir beiti ekki lifrar- ígræðslu í sama mæli og hin Norðurlöndin sem meðferðarúrræði gegn skorpulifur. Einnig gæti sú staðreynd að hátt hlutfall skorpu- lifrar í Danmörku er áfengistengd (79%) valdið því að fjöldi lifrar- ígræðslna er minni en búast mætti við þar sem lifrarígræðsla vegna áfengistengdrar skorpulifrar er háð ströngum skilyrðum.18-20 Þá gæti minna framboð gjafalifra í Danmörku miðað við hin Norður- löndin haft áhrif, en biðtími eftir lifur er lengri í Danmörku en á hinum Norðurlöndunum.12 Ein möguleg skýring á tiltölulega fáum lifrarígræðslum í ís- lenska sjúklinga gæti verið að þeir séu ekki sendir í ígræðslu í sama mæli og annars staðar þó ábending sé fyrir hendi vegna ólíkrar nálgunar við meðferð lifrarsjúklinga og vegna þess að lifr- arígræðslur eru ekki framkvæmdar hér á landi. Það verður að telj- ast ólíklegt þar sem sérfræðingar í meltingarlækningum hafa séð um þessa sjúklinga frá upphafi og undanfarin ár hafa starfað hér læknar með sérþekkingu í lifrarlækningum. Þá hafa sömu viðmið verið notuð hér á landi við mat og undirbúning fyrir lifrarígræðslu og þekkist við ígræðslusjúkrahús bæði í Evrópu og í Bandaríkj- unum. Samningar sem gerðir hafa verið við ígræðslu sjúkrahús á Norðurlöndum um líffæraígræðslur fyrir íslenska sjúklinga veita þeim einnig sama rétt og íbúum viðkomandi landa. Frumkomin gallskorpulifur var algengasta ábending fyrir lifrarígræðslu hér á landi en einnig voru bráð lifrarbilun, sjálfsof- næmislifrarbólga og frumkomin trefjunargallgangabólga ofarlega á lista. Hlutfall þessara sjúkdóma hefur þó minnkað, sérstaklega á síðasta tímabili rannsóknarinnar. Nýleg rannsókn sýnir að algengi frumkominnar gallskorpu- lifrar á Íslandi var 38,3 tilfelli á 100.000 íbúa, sem er með því hæsta sem þekkist.21 Algengasti undirliggjandi sjúkdómur skorpulifrar hjá lifrarþegum á Norðurlöndum undanfarin ár hefur hins vegar verið frumkomin trefjunargallgangabólga11,12 en athyglisvert er að í þessari rannsókn var frumkomin trefjunargallgangabólga undir- liggjandi orsök skorpulifrar hjá einungis þremur sjúklingum (8%). Ekki hafa verið birtar niðurstöður rannsókna á algengi frumkom- innar trefjunargallgangabólgu hér á landi. Þótt frumkomin gallskorpulifur sé algengasta ábendingin fyrir lifrarígræðslu greinast mun fleiri sjúklingar hér á landi með skorpulifur af völdum áfengis.8,21 Ástæða þess að fáir sjúklingar með skorpulifur af völdum áfengis fara í lifrarígræðslu er meðal annars sú að slíkir sjúklingar hafa yfirleitt þurft að uppfylla skil- yrði, svo sem að hafa ekki neytt áfengis í að minnsta kosti hálft ár auk þess sem oftast er gerð krafa um að sjúklingur hafi gengist undir áfengismeðferð. Víða í Evrópu og í Bandaríkjunum er lifrarsjúkdómur af völd- um lifrarbólgu C algengasta ábendingin fyrir lifrarígræðslu2,11,22 en aðeins einn íslenskur sjúklingur sem gekkst undir lifrarígræðslu var smitaður af lifrarbólgu C. Þetta gæti skýrst af því að lifrar- bólga C fór ekki að breiðast út á meðal sprautufíkla hérlendis fyrr en tiltölulega seint og þróun skorpulifrar tekur langan tíma.23 Sí- fellt fleiri lifrarþegar á Norðurlöndum eru með lifrarbólgu C, eða 14% á árinu 2011.11 Lifrarfrumukrabbamein greindist hjá 6 sjúklingum í þess- ari rannsókn og höfðu þeir allir undirliggjandi skorpulifur. Lifrarígræðsla er að jafnaði ekki gerð hjá sjúklingum með lifrar- frumukrabbamein nema ákveðin skilmerki sem snúa að stærð og útbreiðslu æxlis séu uppfyllt. Sé slíkum viðmiðum framfylgt er árangur mjög góður. Lifrarfrumukrabbamein hefur á síðustu árum verið ein algengasta ábending fyrir lifrarígræðslu á Norður- löndunum.11 Í norskri rannsókn var lifun 90% eftir eitt ár og 83% eftir 5 ár fyrir tímabilið 1984-20084 og er það svipað og á Norðurlöndum í heild sinni.11 Hér á landi var lifun fyrir allt rannsóknartímabilið 84% eftir eitt ár og 63% eftir 5 ár sem telst frekar gott. Í upphafi var lifun slök og 5 einstaklingar af þeim 8 sem fóru í ígræðslu á tímabilinu 1984-1996 létust fyrir árið 1996. Lifun fór þó batnandi eftir því sem leið á rannsóknartímabilið og er nú sambærileg við það sem þekkist á ígræðslusjúkrahúsum í vestrænum löndum. Þessi árangur verður að teljast athyglisverður þar sem ekki eru framkvæmdar lifrarígræðslur hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar verður að skoða í ljósi þeirra sér- stöku aðstæðna að ígræðsluaðgerðin fer fram erlendis en undir- búningur og eftirmeðferð hér á landi. Slíkar kringumstæður gætu leitt til lakara aðgengis að gjafalifrum og verri árangurs. Meðalbið- tími þeirra 10 íslensku sjúklinga sem fóru í lifrarígræðslu í Gauta- borg á tímabilinu 2009-2012 var 4,4 mánuðir með miðgildi 3,65. Til samanburðar var meðalbiðtími eftir lifrarígræðslu í Gautaborg fyrir sama tímabil 3,4 mánuðir, miðgildi 1,54 mánuðir.11,12 Lifun eftir ígræðslu er þó sambærileg við það sem þekkist annars staðar á Norðurlöndum.24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.