Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2016, Side 23

Læknablaðið - 01.01.2016, Side 23
LÆKNAblaðið 2016/102 23 R A N N S Ó K N rannsóknar til verulegrar aukningar á nýjum tilfellum skorpu- lifrar.8 Þó sjúklingum með ígrædda lifur fari fjölgandi hafa tiltölulega færri íslenskir sjúklingar farið í lifrarígræðslu en þekkist í mörg- um öðrum vestrænum löndum. Nærtækastur er samanburður við Norðurlöndin. Á tímabilinu 2007-2012 voru 8,9 lifrarígræðslur í ís- lenska sjúklinga á hverja milljón íbúa á ári. Á sama tímabili voru framkvæmdar 17,5 ígræðslur á hverja milljón íbúa í Noregi, 15,4 í Svíþjóð, 9,5 í Finnlandi og 8,2 í Danmörku.11 Margir aðrir þættir hafa áhrif á fjölda lifrarígræðslna, svo sem algengi lifrarsjúkdóma, framboð gjafalíffæra og fleira. Þótt ný- gengi skorpulifrar á Íslandi hafi aukist, hefur það lengst af verið mun lægra en í samanburðarlöndunum. Rannsókn sem kannaði nýgengi skorpulifrar á Íslandi og Svíþjóð leiddi í ljós að nýgengi skorpulifrar á Íslandi var aðeins 3,3 á 100.000 íbúa en 15,3 á 100.000 íbúa í Gautaborg í Svíþjóð.17 Norsk rannsókn sýndi fram á að ný- gengi skorpulifrar þar í landi var 13,4 á 100.000 íbúa sem einnig er töluvert hærra en á Íslandi.18 Mun á nýgengi á Íslandi annars vegar og í Svíþjóð og Noregi hins vegar má líklega skýra með því að ýmsar undirliggjandi orsakir skorpulifrar eru misalgengar á milli landanna. Áfengistengd skorpulifur var mun algengari í Svíþjóð (50%) en á Íslandi (29%) auk þess sem skorpulifur vegna lifrarbólgu C var algengari í Svíþjóð (21%) en á Íslandi (8%). Helstu undirliggjandi orsakir skorpulifrar í Noregi voru svipaðar þeim sem sáust í Svíþjóð en áfengistengd skorpulifur var til staðar hjá 53% norskra skorpulifrarsjúklinga og lifrarbólga C hjá 10%.18 Í Noregi er fjöldi líffæragjafa mestur á Norðurlöndunum og bið- tími eftir lifur mjög stuttur í alþjóðlegum samanburði, en meðal- biðtími fyrir tímabilið 2007-2012 var rúmlega mánuður.11 Athyglis- vert er að þrátt fyrir að nýgengi skorpulifrar í Danmörku sé 33 á 100.000 íbúa, sem er það hæsta sem þekkist á Norðurlöndum, er fjöldi lifrarígræðslna á milljón íbúa svipaður og hér á landi.18-20 Möguleg skýring á þessu gæti verið að Danir beiti ekki lifrar- ígræðslu í sama mæli og hin Norðurlöndin sem meðferðarúrræði gegn skorpulifur. Einnig gæti sú staðreynd að hátt hlutfall skorpu- lifrar í Danmörku er áfengistengd (79%) valdið því að fjöldi lifrar- ígræðslna er minni en búast mætti við þar sem lifrarígræðsla vegna áfengistengdrar skorpulifrar er háð ströngum skilyrðum.18-20 Þá gæti minna framboð gjafalifra í Danmörku miðað við hin Norður- löndin haft áhrif, en biðtími eftir lifur er lengri í Danmörku en á hinum Norðurlöndunum.12 Ein möguleg skýring á tiltölulega fáum lifrarígræðslum í ís- lenska sjúklinga gæti verið að þeir séu ekki sendir í ígræðslu í sama mæli og annars staðar þó ábending sé fyrir hendi vegna ólíkrar nálgunar við meðferð lifrarsjúklinga og vegna þess að lifr- arígræðslur eru ekki framkvæmdar hér á landi. Það verður að telj- ast ólíklegt þar sem sérfræðingar í meltingarlækningum hafa séð um þessa sjúklinga frá upphafi og undanfarin ár hafa starfað hér læknar með sérþekkingu í lifrarlækningum. Þá hafa sömu viðmið verið notuð hér á landi við mat og undirbúning fyrir lifrarígræðslu og þekkist við ígræðslusjúkrahús bæði í Evrópu og í Bandaríkj- unum. Samningar sem gerðir hafa verið við ígræðslu sjúkrahús á Norðurlöndum um líffæraígræðslur fyrir íslenska sjúklinga veita þeim einnig sama rétt og íbúum viðkomandi landa. Frumkomin gallskorpulifur var algengasta ábending fyrir lifrarígræðslu hér á landi en einnig voru bráð lifrarbilun, sjálfsof- næmislifrarbólga og frumkomin trefjunargallgangabólga ofarlega á lista. Hlutfall þessara sjúkdóma hefur þó minnkað, sérstaklega á síðasta tímabili rannsóknarinnar. Nýleg rannsókn sýnir að algengi frumkominnar gallskorpu- lifrar á Íslandi var 38,3 tilfelli á 100.000 íbúa, sem er með því hæsta sem þekkist.21 Algengasti undirliggjandi sjúkdómur skorpulifrar hjá lifrarþegum á Norðurlöndum undanfarin ár hefur hins vegar verið frumkomin trefjunargallgangabólga11,12 en athyglisvert er að í þessari rannsókn var frumkomin trefjunargallgangabólga undir- liggjandi orsök skorpulifrar hjá einungis þremur sjúklingum (8%). Ekki hafa verið birtar niðurstöður rannsókna á algengi frumkom- innar trefjunargallgangabólgu hér á landi. Þótt frumkomin gallskorpulifur sé algengasta ábendingin fyrir lifrarígræðslu greinast mun fleiri sjúklingar hér á landi með skorpulifur af völdum áfengis.8,21 Ástæða þess að fáir sjúklingar með skorpulifur af völdum áfengis fara í lifrarígræðslu er meðal annars sú að slíkir sjúklingar hafa yfirleitt þurft að uppfylla skil- yrði, svo sem að hafa ekki neytt áfengis í að minnsta kosti hálft ár auk þess sem oftast er gerð krafa um að sjúklingur hafi gengist undir áfengismeðferð. Víða í Evrópu og í Bandaríkjunum er lifrarsjúkdómur af völd- um lifrarbólgu C algengasta ábendingin fyrir lifrarígræðslu2,11,22 en aðeins einn íslenskur sjúklingur sem gekkst undir lifrarígræðslu var smitaður af lifrarbólgu C. Þetta gæti skýrst af því að lifrar- bólga C fór ekki að breiðast út á meðal sprautufíkla hérlendis fyrr en tiltölulega seint og þróun skorpulifrar tekur langan tíma.23 Sí- fellt fleiri lifrarþegar á Norðurlöndum eru með lifrarbólgu C, eða 14% á árinu 2011.11 Lifrarfrumukrabbamein greindist hjá 6 sjúklingum í þess- ari rannsókn og höfðu þeir allir undirliggjandi skorpulifur. Lifrarígræðsla er að jafnaði ekki gerð hjá sjúklingum með lifrar- frumukrabbamein nema ákveðin skilmerki sem snúa að stærð og útbreiðslu æxlis séu uppfyllt. Sé slíkum viðmiðum framfylgt er árangur mjög góður. Lifrarfrumukrabbamein hefur á síðustu árum verið ein algengasta ábending fyrir lifrarígræðslu á Norður- löndunum.11 Í norskri rannsókn var lifun 90% eftir eitt ár og 83% eftir 5 ár fyrir tímabilið 1984-20084 og er það svipað og á Norðurlöndum í heild sinni.11 Hér á landi var lifun fyrir allt rannsóknartímabilið 84% eftir eitt ár og 63% eftir 5 ár sem telst frekar gott. Í upphafi var lifun slök og 5 einstaklingar af þeim 8 sem fóru í ígræðslu á tímabilinu 1984-1996 létust fyrir árið 1996. Lifun fór þó batnandi eftir því sem leið á rannsóknartímabilið og er nú sambærileg við það sem þekkist á ígræðslusjúkrahúsum í vestrænum löndum. Þessi árangur verður að teljast athyglisverður þar sem ekki eru framkvæmdar lifrarígræðslur hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar verður að skoða í ljósi þeirra sér- stöku aðstæðna að ígræðsluaðgerðin fer fram erlendis en undir- búningur og eftirmeðferð hér á landi. Slíkar kringumstæður gætu leitt til lakara aðgengis að gjafalifrum og verri árangurs. Meðalbið- tími þeirra 10 íslensku sjúklinga sem fóru í lifrarígræðslu í Gauta- borg á tímabilinu 2009-2012 var 4,4 mánuðir með miðgildi 3,65. Til samanburðar var meðalbiðtími eftir lifrarígræðslu í Gautaborg fyrir sama tímabil 3,4 mánuðir, miðgildi 1,54 mánuðir.11,12 Lifun eftir ígræðslu er þó sambærileg við það sem þekkist annars staðar á Norðurlöndum.24

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.