Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 20
20 LÆKNAblaðið 2016/102 R A N N S Ó K N innar. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám. Skráður var undir- liggjandi lifrarsjúkdómur og ábending fyrir lifrarígræðslu. Þá var skráð ástand sjúklings við ígræðslu. Þar sem gögn voru nægjanleg voru reiknuð MELD-stig (Model for End-Stage Liver Disease) (6-40 stig) sem eru notuð til að meta horfur sjúklinga og þörf fyrir lifr- arígræðslu. Ef sjúklingur fær fleiri en 15 stig eru eins árs horfur að jafnaði betri með en án lifrarígræðslu.9,10 Einnig var skráð Child- Pugh-flokkun á alvarleika lifrarsjúkdóms en sú flokkun var meira notuð áður en MELD-stigun varð ríkjandi.10 Biðtími eftir ígræðslu var jafnframt kannaður en hann er sá tími sem líður frá því að einstaklingur er skráður á biðlista eftir lifur þangað til að lifr- arígræðsla er framkvæmd. Biðtími vegna bráðrar lifrarbilunar er yfirleitt örfáir dagar og sá sjúklingahópur er almennt ekki talinn með þegar birtar eru tölur um biðtíma. Upplýsinga um biðtíma í Danmörku og Svíþjóð var aflað og samanburður gerður.11,12 Þá var aflað upplýsinga um aðgerðina sjálfa og fylgikvilla hennar, ónæmisbælandi meðferð og langtímafylgikvilla líffæraígræðslu. Einnig var skráð lifun og hversu margir þurftu endurígræðslu. Rannsóknartímabilinu var skipt í þrjú undirtímabil til saman- burðar. Við skiptinguna var höfð til hliðsjónar skipting í norskri rannsókn sem gerð var á lifrarígræðslum þar í landi.6 Einnig var reynt að hafa fjölda sjúklinga fyrir hvert tímabil þannig að unnt væri að gera tölfræðilega útreikninga. Þær upplýsingar sem fengust við gagnasöfnun úr sjúkra- skýrslum voru færðar inn í Microsoft Excel sem var notað við töl- fræðiúrvinnslu gagnanna. Forritið R var notað við gerð Kaplan- Meier lifunargrafs og við útreikninga á marktækni á mun nýgengis á milli undirtímabila var notast við kí-kvaðratpróf. Þá var að auki leitað til starfandi tölfræðings við Háskóla Íslands eftir aðstoð við úrvinnslu. Tölfræðin í þessari rannsókn er að mestu lýsandi þar sem markmiðið var að gera samantekt á ýmsum þáttum tengdum lifrarígræðslu. Mannfjöldatölur fyrir hvert ár rannsóknartímabils- ins voru fengnar af vefsíðu Hagstofu Íslands.13 Öll tilskilin leyfi fyrir rannsókninni voru fengin hjá Vísinda- siðanefnd (VSNb 2010100009/03.15), Persónuvernd (2010/887) og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Rannsóknarþýði Alls fóru 40 sjúklingar í lifrarígræðslu frá árinu 1984, þegar fyrsta lifrarígræðslan á íslenskum sjúklingi var framkvæmd, til ársloka 2012. Af þessum 40 voru 6 börn ≤18 ára (15%), tvær stúlkur og fjórir drengir á aldursbilinu 0,4-12 ára, og 34 fullorðnir, 18 konur og 16 karlar. Í þýðinu voru 5 fullorðnir einstaklingar af erlendum upp- runa. Meðalaldur við ígræðslu fyrir þýðið í heild sinni var 40 ár og aldursbilið var 0,4-67 ár. Meðalaldur karla var 46 ár (+/−14,5), kvenna 47 ár (+/−12,5) og barna 4 ár (+/−5,4). Fjöldi lifrarígræðslna Alls voru framkvæmdar 45 lifrarígræðslur á 40 sjúklingum, 40 voru fyrstu lifrarígræðslur og 5 endurígræðslur (11%). Ígræðslum fjölgaði þegar leið á rannsóknartímabilið (mynd 1). Við samanburð milli þriggja tímabila kemur fram að árin 1984-1996 voru aðeins 8 ígræðslur gerðar, en árin 2007-2012 voru lifrarígræðslur alls 17 (tafla I). Meðalfjöldi lifrarígræðslna á milljón íbúa fyrir allt rannsóknar- tímabilið var 4,7. Marktæk aukning var á fjölda lifrarígræðslna á milljón íbúa á tímabilinu (tafla I). Á árunum 2007-2012 voru 8,9 lifrarígræðslur í íslenska sjúklinga á hverja milljón íbúa á ári. Flestar ígræðslur voru framkvæmdar í Svíþjóð, 16 talsins, í Danmörku 15, Bandaríkjunum 5, Noregi tvær og í Bretlandi tvær. Í flestum tilvikum var notuð lifur úr látnum gjafa. Í 34 tilvik- um var notuð heil lifur úr látnum gjafa en þrír sjúklingar fengu lifrarhluta, þar af tvö börn (split liver transplant). Þrír sjúklingar, allt börn, fengu lifrarhluta úr lifandi gjafa. Mynd 1. Árlegur fjöldi fyrstu lifrarígræðslna og endurígræðsnla. Tafla I. Fjöldi ígræðslna á milljón íbúa eftir tímabilum. Tímabil 1984-1996 1997-2006 2007-2012 Fjöldi ígræðslna 8 15 17 Ígræðslur á milljón íbúa 2,4 5,2 8,9 p<0,01 Tafla II. Ábendingar fyrir lifrarígræðslu. Ábendingar fyrir lifrarígræðslu Allir n=40 % af heild Karlar n=16 (%) Konur n=18 (%) Börn n=6 (%) Skorpulifur 26 65 10 (63) 12 (67) 4 (67) Skorpulifur og lifrarfrumukrabbamein 3 8 3 (19) 0 0 Æxli önnur en lifrarfrumukrabbamein 2 5 0 2 (11) 0 Bráð lifrarbilun 6 15 2 (13) 4 (22) 0 Aðrar ábendingar 3 8 1 (6) 0 2 (33)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.