Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 47
LÆKNAblaðið 2016/102 47 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Vigdís Stefánsdóttir Erfðaráðgjafi á Landspítala vigdisst@landspitali.is Erfðafræði er sífellt mikilvægari þáttur í allri heilbrigðisþjónustu og þó hún sé kennd í grunnnámi lækna, er hún ekki mjög fyrirferðarmikill hluti námsins. Í daglegum praxís kemur oft upp spurning um hvort rétt sé að skoða frekar erfðaþætti og þá getur verið gott að hafa aðgengilegar upplýsingar. Í ársbyrjun 2014 fékk hópur fagfólks í erfðafræði frá 6 Evrópulöndum (Bretlandi, Hollandi, Tékklandi, Íslandi, Ítalíu og Spáni) Erasmus-styrk til að búa til fræðslu- og kennsluefni í erfðafræði. Stjórnandi verkefnisins af hálfu Plymouth-háskóla er Heather Skirton, formaður European Board of Medical Genetics. Með henni eru þeir Jackson Leigh kennari í lífvísindum og Peter Lunt sem hefur áratuga reynslu í erfðafræði, kennslu, rannsóknum og klíník. Frá Hollandi koma Isa Houwink heimilis- læknir og Martina Cornel í VU University Medical Centre í Amsterdam. Frá Tékk- landi koma Vaclava Curtisova sem er barna- og erfðalæknir og Milan Macek sem er reyndur vísindamaður, stjórnandi erfðarannsóknarstofu og erfðalæknir. Frá Íslandi kemur undirrituð, Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi og formaður Mannerfðafræðifélags Íslands. Frá Ítalíu er Daniela Turchetti erfðafræðingur með sérþekkingu á erfðafræði krabbameina og frá Portúgal Milena Paneque erfðaráðgjafi og sálfræðingur. Á vefinn primarycaregenetics.org er þegar komið talsvert fræðsluefni og bætist stöðugt við. Það sem þegar er komið er á ensku en verður á öllum tungumálunum sex og staðfært fyrir hvert land. Þar er einnig vísun í kennsluefni og próf sem vistað er hjá Plymouth-háskóla. Kennslu- efnið er einkum ætlað læknum í grunn- þjónustu en einnig hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum og öðrum sem áhuga hafa á að kynna sér erfðafræði betur. Þessi próf gefa endurmenntunareiningar eftir lengd, stysta eining gefur eina klukkustund og lengsta prófið tvær. Fræðslu- og kennslueiningarnar fjalla um meðgöngutengd vandamál, hugsanlegt arfgengi krabbameina, hjartasjúkdóma, erfðasjúkdóma hjá börnum og efnaskipta- sjúkdóma, svo eitthvað sé nefnt. Kennsluefnið byggir á ákveðnum til- fellum en einnig eru tiltekin rauð flögg eða atriði sem gott er að hafa í huga þegar verið er að meta sjúkling og leiðir til grein- ingar á hans vandamálum. Von þeirra sem standa að verkefninu er að sem flestir nýti sér þessa ókeypis fræðslu og endur- menntun. Slóðir í kennsluefnið verða á primarycaregenetics.org, wvef Mann- erfðafræðifélags Íslands – mannis.is og gen.is. Erfðafræðikennsla fyrir lækna og annað fagfólk í grunnþjónustu Vefur www.primarycaregenetics.org Fræðsluefni um krabbamein – opið öllum. Á ensku eins og er en verður einnig á íslensku. Aðeins þarf að skrá sig (ókeypis). https://open.plymouth.ac.uk/course/view. php?id=4 Læknadagar eru í góðum höndum R Á Ð S T E F N U R | F U N D I R | V I Ð B U R Ð I R Skógarhlíð 12 105 Reykjavík Sími 585-4300 conferences@icelandtravel. is | conferences.is conferences.is Iceland Travel Ráðstefnur hefur haldið utan um skipulag Læknadaga til margra ára. Iceland Travel Ráðstefnur sérhæfir sig í skipulagningu, undirbúningi og utanumhaldi ráðstefna og funda. Nánari upplýsingar um þjónustu okkar er hægt að nálgast í síma 585-4200 eða á heimasíðunni www.conferences.is. FRÁ ÖLDUNGADEILD Fyrirlesari 3. febrúar á fundi öldungadeildar verður Ólafur Gíslason, listfræðingur. Erindi hans nefnist Mannslíkaminn í myndlistinni. Fundir eru jafnan fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og hefjast kl. 16, en kl. 15.30 fáum við okkur kaffi og vínarbrauð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.