Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 38
38 LÆKNAblaðið 2016/102 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Læknadagar í ár verða með nokkuð hefðbundnu sniði,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður framkvæmda- stjórnar Læknadaga og Fræðslustofnunar lækna. „Að venju verður fyrsti dagurinn helgaður ákveðnu þema og í ár eru það heimilis- lækningar og hagnýtar héraðslækningar,“ segir Gunnar Bjarni. „Þar verður í fyrir- lestrum og málþingum lögð áhersla á hlutverk hins almenna læknis sem starfar í dreifbýli og á smærri þéttbýlisstöðum þar sem sérhæfður stuðningur er minni en á stærri stöðum. Þetta kallast síðan skemmtilega á við þema málþings á föstu- dagsmorgninum þar sem fjallað verður um hnattræna heilsu; svo við förum úr héraði í heiminn allan. Þarna á milli verður síðan fjallað um ýmsar nýjungar í mörgum greinum læknisfræðinnar svo og notkun núverandi þekkingar á sem bestan og skynsam- legastan hátt,“ segir Gunnar Bjarni og segir mikilvægt að læknar kynni sér vel dagskrána og skrái sig tímanlega til þátt- töku á Læknadögunum til að auðvelda vinnu þeirra sem halda utan um skipulag og skráningu. Leynigestur á setningu umdeildur fyrir skoðanir sínar Setning Læknadaganna verður í lok dags á mánudeginum og Gunnar Bjarni verður leyndardómsfullur á svipinn þegar spurt er um hver verði sérstakur gestur eins og venja er. „Við ákváðum að halda nafni hans leyndu þar sem hann er mjög umdeildur maður og skoðanir hans á mönnum og málefnum alls ekki allra. Hann hefur vakið athygli fyrir ofurnæmi sitt og innsæi í mannlegt eðli og ætlar því að nota tækifærið og rýna í helstu pers- ónueinkenni læknastéttarinnar og þá sér- staklega það sem kallað hefur verið sjálf- vitinn eða besservisserinn. Eflaust mun þessi sérfræðingur vekja hörð viðbrögð en ég vil þó biðja fólk um að halda ró sinni.” Önnur nýjung við setninguna að sögn Gunnars Bjarna er að veitingar verða að þessu sinni óáfengar enda mánudagur og óþarfi að fólk sé að lenda í vandræðum með að komast heim í kvöldmatinn. „En á föstudeginum verður að sjálfsögðu hinn hefðbundni kokdillir í boði í beinu fram- haldi af Spekingaglímunni sem Kristján Guðmundsson hefur veg og vanda af.“ CME-símenntunarpunktar í boði Hvað dagskrána varðar að öðru leyti segir Gunnar að þar sé af fjölmörgu að taka og erfitt að nefna eitthvað umfram annað. Tæplega sé þó hægt að telja upp alla dag- skrána enda er hún aðgengileg á innri vef Læknafélags Íslands. „Ég vil þó nefna að geðlæknar eru að venju með mjög metnaðarfulla dagskrá og ég vil nota tækifærið og hrósa þeim fyrir framlag þeirra til Læknadaga í ár og undanfarin ár. Þá má nefna skemmtilega nýjung sem bryddað var upp á í fyrra og verður framhaldið í ár en það kallast Nokkur tilfelli af Barnaspítala Hringsins og er gagnvirkt málþing undir stjórn Ás- geirs Haraldssonar barnalæknis. Fyrir- komulagið er þannig að áheyrendur eru með snjalltæki sín, farsíma, fartölvu eða spjaldtölvu, og greiða atkvæði um lausn tilfella en sér til aðstoðar er Ásgeir með reyndan hóp barnalækna sem taka munu virkan þátt í umræðum um lausnir þeirra vandamála sem lögð eru fyrir. Þetta er mjög skemmtileg nýjung þar sem gefst tækifæri til að taka þátt í eins konar teymisvinnu reyndra sérfræðinga. Við viljum nýta tæknina og hvetjum fólk til að nota samfélagsmiðla, til dæmis twitter (#laeknad), og Davíð Þórisson læknir verður með kynningarkvöld sem verður nánar auglýst síðar.“ Gunnar Bjarni kveðst vilja leggja áherslu á að Læknadagar eru símenntun- arþing og þeir sem skrá sig sérstaklega með símenntun í huga geta fengið allt að 30 símenntunarpunkta CME. „Nú verður tekið smávægilegt gjald fyrir CME-skrán- ingu enda þarf Fræðslustofnun að leggja talsverða vinnu og fé í að fá símenntunar- punkta viðurkennda fyrir Læknadaga. Mæting verður skráð á alla dagskrárliði eins og í fyrra þannig að upplýsingar um þátttöku hvers einstaklings verða til staðar. Í þessu samhengi má einnig nefna að á fimmtudeginum verður málþing um sérnám í læknisfræði á Íslandi og þar hafa framsögu forsvarsmenn um framhalds- nám í lyflækningum á Íslandi sem hefur verið tekið til gagngerrar endurskoðunar og er unnið í samvinnu við Royal College of Physicians í Bretlandi.“ Mikilvægt að skrá sig tímanlega Af allt öðru tagi má nefna málþing um læknisfræði og bókmenntir en hvað dag- skrána varðar í heild vísast sem áður sagði á heimasíðu Læknafélags Íslands. Auk málþinga eru haldnar vinnubúðir um ýmis afmörkuð efni og þar er þátt- takendafjöldi takmarkaður. Því er mikil- vægt að fólk skrái sig tímanlega. Einnig nefnir Gunnar Bjarni hádegisverðarfund- ina sem þarf að skrá sig á fyrirfram. „Það hefur borið svolítið á því að fólk skrái sig á hádegisverðarfundi og mæti svo ekki og það er slæmt því þá sitja skipuleggjendur uppi með mat sem verður að henda. Þetta er kostnaðarsamt og auðvitað mesti óþarfi. Það má líka nefna að verulegur afsláttur fæst af bílastæðagjaldi í kjallara Hörpu, og þægilegast að kaupa fyrir alla daga í einu.“ Símenntun og skemmtun í flottum pakka U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.