Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 44
44 LÆKNAblaðið 2016/102 Tvær ungar konur í læknastétt stunda læknisfræði, rannsóknir og síðast en ekki síst danslist af miklu kappi. Þær Guðrún María Jónsdóttir og Una Jó- hannesdóttir gangast fúslega við því að vera forfallnir swing- og lindyhop-dans- arar og hafa ferðast um víða veröld til að sinna þessu áhugamáli samhliða því að ljúka læknanáminu, klára mastersgráður og leggja drög að sérnámi. Allt styður þetta þó hvað við annað nema hvað tím- inn verður stundum naumur til að sinna öllu og þá verður dansinn að gefa eftir, því miður að þeirra sögn. Guðrún María lauk læknanámi og mast- ersgráðu samtímis fyrir þremur árum og stefnir á sérnám í gjörgæslu- og svæfinga- lækningum. Hún vinnur núna að rann- sóknarverkefni sem snýst um rannsókn á D-vítamínbúskap bráðveikra sjúklinga. „Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að D-vítamín lækkar verulega í bráðum veikindum en hvort það er til marks um D-vítamínskort er ekki jafn skýrt. Vonandi mun þessi rannsókn bæta einhverju við í þennan þekkingarbrunn,“ segir Guðrún María. Una er á kandídatsárinu sínu og vinnur jafnframt að mastersverkefni þar sem hún rannsakar faraldsfræði ífarandi stungu- áverka á Landspítala undanfarin ár. „Rannsóknin nær yfir síðustu 10 ár og það kemur í ljós að tíðnin er í kringum 5 tilfelli á ári. Þá er einnig athyglisvert að skoða hvernig þessum sjúklingum farnast eftir aðgerð og meðferð en árangurinn hér á Landspítalanum er sambærilegur við það besta sem þekkist erlendis þrátt fyrir að spítalinn sé miklu minni og tilfellin marg- falt færri.“ Þær telja ástæður þessa vera að þrátt fyrir smæðina og fæðina hér séu allir slíkir áverkar meðhöndlaðir af okkar færustu og reyndustu sérfræðingum. „Á stórum háskólasjúkrahúsum erlendis eru það kannski reynsluminni deildarlæknar sem sinna svona bráðatilfellum og árang- urinn því ekki eins góður,“ segir Una. Auðvelt að lokast inni í faginu Það kann að skjóta skökku við að fara svo hratt yfir sögu og beina samtalinu að helsta áhugamáli þeirra beggja, dansinum, en þær segja það í góðu lagi; dansinn gegni einmitt því hlutverki í lífi þeirra að kúpla sig frá læknisfræðinni, fá útrás og umgangast annað fólk en lækna og lækna- nema. „Það er mjög auðvelt að lokast inni í faginu, tala ekki um annað, hugsa ekki um annað og hitta enga aðra en kollegana, en dansinn hefur opnað alveg nýja vídd fyrir okkur, með fullt af skemmtilegu fólki úr ýmsum starfsgreinum alls staðar að úr heiminum, sem hefur engan áhuga á öðru en að dansa og njóta sín.“ Una segist fyrst og fremst stunda lindyhop og Guðrún María dansar West Coast Swing en Una segist þó hallast í átt að Balboa og blúsdansi síðastliðið ár. Allt eru þetta að þeirra sögn greinar á sama meiði danslistarinnar, swinginu sem upprunnið er á þriðja áratug síðustu aldar í Bandaríkjunum, skylt charleston, og sprottið upp úr blús og bigbandtónlist sama tímabils. „Síðan þróast þetta áfram og rokkabillíið á sjötta áratugnum og boogie woogíið á þeim sjöunda er svipað, Góð hreyfing, algleymi og lífsgleði – segja dansandi læknar U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson AKRANES • BORGARNES • BÚÐARDALUR • GRUNDARFJÖRÐUR • HÓLMAVÍK • HVAMMSTANGI • ÓLAFSVÍK • STYKKISHÓLMUR SK ES SU H O R N 2 01 5 Íslenskir heilsugæslulæknar í öllum löndum Heilbrigðisstofnun Vesturlands, heilsugæslusviðið á Akranesi auglýsir eftir áhugasömum sérfræðingum í heimilislækningum til starfa Stöðugleiki hefur verið í mönnun mörg undanfarin ár en tveir af núverandi læknum, þ.a.m. yfirlæknir eru nú að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Leitað er að öflugum eftirmönnum til að byggja upp og efla fjölbreytilega þjónustu í samræmi við þarfir samfélagsins. Framkvæmdastjórn skimar eftir áhugasömum, dugmiklum yfirlækni með staðgóða reynslu sem reiðubúinn er að endurskoða flesta þætti þjónustunnar og fella í farveg í samræmi við nútímaleg viðhorf og starfshætti. Lögð er áhersla á frumkvæði, faglegan metnað og lipurð í samskiptum. Framkvæmdastjórn lítur á það sem eftirsóknarverðan kost að ráða til sín tvo eða fleiri sérfræðinga í heimilislækningum á þessum tímamótum sem unnið gætu sameiginlega að áframhaldandi uppbyggingarstörfum og mótað nýja starfshætti á heilsugæslustöðinni á Akranesi. Nánar má fræðast um starfsemi heilsugæslunnar a vefnum www.hve.is undir flipanum Samantekt um heilsugæsluna. Þá er einnig unnið að nýráðningum lækna á Snæfellsnesi, þ.e. í Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík en markmiðið er að efla sameiginlega heilsugæslu á Snæfellsnesi með stöðugildum þriggja til fjögurra sérfræðinga í heimilislækningum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands og ríkisins. Umsókn skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám, starfsferil, rannsóknir og kennslustörf. Við ráðningar í störf á HVE er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til 23. janúar 2016. Nánari upplýsingar veitir Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 432 1000, netfang thorir.bergmundsson@hve.is, Linda Kristjánsdóttir, sviðsstjóri lækninga á heilsu­ gæslusviði, netfang linda.kristjansdottir@hve.is, s. 432 1430 og Guðjón S. Brjánsson, forstjóri, gsm 897 4661 eða 432 1010, netfang gudjon.brjansson@hve.is og skulu umsóknir sendar honum rafrænt eða á póstfangið Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Merkigerði 9, 300 Akranes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.