Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2016, Page 12

Læknablaðið - 01.01.2016, Page 12
12 LÆKNAblaðið 2016/102 víkkunar og hvort viðkomandi undirgekkst aðra þræðingu, opna hjartaaðgerð eða lagðist inn á gjörgæslu, auk legutíma, alvarlegra fylgikvilla (svo sem heilablóðfalls og alvarlegra blæðinga sem þörfnuðust blóðgjafar) og dánartíðni innan 30 daga. Úr sjúkraskrá í héraði voru skráðar niðurstöður fyrsta hjartalínurits auk helstu tímasetninga, svo sem upphafs einkenna, FSH, fyrsta hjartalínu- rits og lyfjagjafar með áherslu á blóðflöguhemjandi, blóðþynnandi og segaleysandi lyf. Frá Neyðarlínu fengust upplýsingar um flutn- ingstíma og flutningsmáta og fjölda koma á heilbrigðisstofnanir aðrar en Landspítala Hringbraut. Út frá þessum upplýsingum var heildarflutningstími (tími frá FSH að komu á Landspítala Hring- braut) reiknaður, auk tafa sem urðu á meðferð sjúklinga sem farið var með fyrst á Landspítala í Fossvogi í stað þess að flytja þá beint á þræðingarstofu á Hringbraut. Við úrvinnslu gagna var landinu skipt upp í tvo hluta; norðursvæði og Vestmannaeyjar sem er upp- tökusvæði sjúkraflugvélar, og suðursvæði (sjá mynd 1). Allar upplýsingar voru skráðar inn í Microsoft Excel og SPSS Statistics fyrir Windows frá IBM, útgáfa 22. Tölfræðileg úrvinnsla og myndræn framsetning var unnin í báðum forritum. Viður- kenndar tölfræðiaðferðir voru notaðar; t-test til að athuga mun á samfelldum breytum og chi-square og Fisher próf á mismunandi hópum. Líkindastuðull (p-gildi) <0,05 var talinn gefa til kynna marktækan mun milli hópa. Rannsóknin var unnin með leyfi Persónuverndar og Vísinda- siðanefndar. Leyfi til gagnaöflunar fékkst hjá lækningaforstjórum allra heilbrigðisstofnana sem höfðu haft sjúklinga með STEMI til meðferðar hjá sér. Niðurstöður Samtals fengu 112 sjúklingar greininguna STEMI á Landspítala eftir fyrstu samskipti við heilbrigðisstarfsmann utan höfuð- borgarsvæðisins. Þar af voru 83 (74%) karlar og 29 (26%) konur. Meðalaldur var 62,7 ár (39-87 ára) en konur voru marktækt eldri en karlar (67 ára á móti 61 árs; p=0,018). Árlegt nýgengi STEMI á landsbyggðinni var 47 tilfelli á hverja 100.000 íbúa (sjá mynd 1). Alls fengu 105 sjúklingar (94%) brjóstverk og áttu fyrstu samskipti við heilbrigðisstarfsmann að miðgildi 81 mínútu síðar (dreifing: 38-249 mínútur). Tíminn frá FSH þar til fyrsta hjartalínurit var tekið var að miðgildi 12 mínútur (dreifing: 8-29 mínútur). Sjá frekari upplýsingar í töflu I. Áttatíu og sex sjúklingar (76,8%) fengu greininguna STEMI strax í héraði út frá breytingum á hjartalínuriti, í sjö (6,3%) til- vikum voru engin teikn um STEMI í upphaflegu hjartalínuriti, í 10 (8,9%) tilvikum var erfitt að túlka rit og í 9 (8,0%) tilvikum var rit ekki tekið eða fannst ekki (sjá mynd 2). Á suðursvæði voru 54 af 56 sjúklingum fluttir með sjúkrabíl og tveir voru fluttir með þyrlu. Á norðursvæði voru 53 af 56 sjúklingum fluttir með sjúkraflugi, tveir voru fluttir með sjúkrabíl og einn var fluttur með þyrlu. Sjúklingar með teikn um STEMI í héraði Af þeim 86 sjúklingum sem álitnir voru með STEMI í héraði fengu allir nema einn acetýlsalisýlsýru, 47 (54,7%) fengu klópí- dógrel, 42 (48,8%) enoxaparín, 10 (11,6%) heparín og 22 (25,6%) beta-hemla (sjá töflu II). Marktækt fleiri sjúklingar á norðursvæði fengu klópídógrel, enoxaparín og heparín heldur en sjúklingar á suðursvæði (sjá mynd 3). Á norðursvæði fengu 97% sjúklinga segaleysandi meðferð sem ekki höfðu frábendingu fyrir slíkri meðferð. Segaleysandi lyf var gefið að miðgildi 57 mínútum (dreifing: 10-236 mínútur) R A N N S Ó K N Tafla I. Upplýsingar um sjúklinga greinda með STEMI á Landspítala eftir land- svæðum. Fjöldi einstaklinga (%). Miðgildistími er uppgefinn í mínútum. Norðursvæði n=56 Suðursvæði n=56 p-gildi Meðalaldur (dreifing) 62 (39-87) 63 (45-86) 0,76 Konur 13 (23) 16 (29) 0,67 Einkenni að FSH (miðgildistími) 90 74 0,27 FSH að hjartalínuriti (miðgildistími) 10 12 0,35 Framveggsdrep 24 (43) 25 (45) 1,0 Endurlífgun* 9 (16) 4 (7) 0,24 Ytri öndunaraðstoð (CPAP) 3 (5) 5 (9) 0,72 Barkaþræðing 2 (4) 2 (4) 1,0 Systólískur BÞ ≤ 90 mmHg** 0 2 0,24 Systólískur BÞ > 160 mmHg** 3 8 0,12 Hjartsláttartíðni ≤ 50 slög/mín** 3 2 1,0 Hjartsláttartíðni > 110 slög/mín** 3 4 0,71 *Fyrir komu á Landspítala Hringbraut. **Við komu á Landspítala. BÞ= Blóðþrýstingur. Mynd 1. Skipting landsins í norðursvæði að viðbættum Vestmannaeyjum (blátt) sem er upptökusvæði sjúkraflugvélar og suðursvæði (rautt) þaðan sem sjúklingar eru yfir- leitt fluttir með sjúkrabíl á Landspítala. Hringirnir sýna fjölda sjúklinga með STEMI í hverjum landshluta fyrir sig á tveggja ára tímabili (2011-2012) og stöplaritið sýnir nýgengi STEMI á hverja 100.000 íbúa eftir landshlutum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.