Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2016, Side 11

Læknablaðið - 01.01.2016, Side 11
LÆKNAblaðið 2016/102 11 Inngangur Brátt hjartadrep með ST-hækkunum (ST-segment Eleva- tion Myocardial Infarction - STEMI) er alvarlegasta birt- ingarmynd bráðs kransæðaheilkennis (Acute Coronary Syndrome) og orsakast af algjörri lokun á einni eða fleiri kransæðum. Brátt hjartadrep er greint með 12-leiðslu hjartalínuriti og stefnt skal að greiningu innan 10 mín- útna frá fyrstu samskiptum við heilbrigðisstarfsmann (FSH). Hröð og fumlaus meðferð er afgerandi til að takmarka skaðann í hjartavöðvanum og auka lífslíkur.1 Þegar greining hefur verið staðfest skal veita meðferð tafarlaust með blóðflöguhemjandi lyfjum (acetýlsalisýl- sýra og klópídógrel), blóðþynnandi lyfjum (enoxaparín/ heparín) og verkjastillingu (morfín) ef engar frábend- ingar eru til staðar ásamt því að undirbúa endurflæðis- meðferð til að koma á blóðflæði til hjartavöðvans að nýju. Bráð hjartaþræðing með kransæðavíkkun er kjör- meðferð innan 120 mínútna frá FSH en að öðrum kosti skal gefa segaleysandi lyf, helst innan 30 mínútna frá FSH.2,3 Bráðar kransæðavíkkanir (primary percutaneous coronary intervention-PPCI) eru einungis framkvæmdar á hjartaþræðingarstofu Landspítala Hringbraut, sem er opin alla virka daga frá kl. 08-16 en þess utan er starfs- fólk þræðingarstofu í viðbragðsstöðu fyrir útköll vegna STEMI alla daga ársins. Hjartagátt Landspítala Hring- braut er frá árinu 2010 einungis opin frá klukkan 08:00 á mánudagsmorgnum og til hádegis á föstudögum. Sjúklingar með bráð hjartavandamál eru fluttir á Land- spítala í Fossvogi utan þess tíma. Inngangur: Brátt hjartadrep með ST-hækkunum (STEMI) er lífshættulegt ástand. Meðferð skal veita eins hratt og hægt er með blóðþynningarlyfjum og kransæðavíkkun innan 120 mínútna frá fyrstu samskiptum við heil- brigðisstarfsmann (FSH) en að öðrum kosti með segaleysandi meðferð ef fyrirséður flutningstími er langur. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna flutningstíma sjúklinga með STEMI af landsbyggðinni og hvort bráðameð- ferð samræmdist klínískum leiðbeiningum. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár sjúklinga með greininguna STEMI við útskrift af Landspítala á árunum 2011 og 2012 voru skoðaðar aftur- skyggnt. Við úrvinnslu voru notaðar aðferðir lýsandi og ályktunartölfræði. Niðurstöður: Af 112 sjúklingum sem fengu greininguna STEMI eftir flutn- ing á Landspítala frá stað utan höfuðborgarsvæðisins voru 86 sjúklingar (77%) greindir með hjartalínuriti strax í héraði; 42 á suðursvæði og 44 á norðursvæði Íslands. Á suðursvæði var tími frá FSH að kransæðavíkkun að miðgildi 157 mínútur. Níu sjúklingar (21%) komust í kransæðavíkkun innan 120 mínútna en enginn fékk segaleysandi meðferð og marktækt færri blóðþynningarmeðferð med klópídógrel og enoxaparín en á norður- svæði. Á norðursvæði, þar sem flutningstíminn er langur, fengu nær allir sjúklingar (96%) sem ekki höfðu frábendingar segaleysandi lyf að miðgildi 57 mínútum eftir FSH og viðeigandi blóðþynningarmeðferð. Dánartíðni var 7% og legutími á Landspítala að miðgildi 6 dagar. Ályktanir: Utan höfuðborgarsvæðisins er tími frá FSH að mögulegri kransæðavíkkun í langflestum tilfellum lengri en 120 mínútur. Íhuga ætti segaleysandi meðferð hjá öllum sjúklingum með STEMI utan höfuðborgar- svæðisins ef frábendingar eru ekki til staðar. Skerpa þarf á leiðbeiningum á suðursvæði þar sem blóðþynningarlyf eru gefin marktækt sjaldnar en á norðursvæði. Símsent hjartalínurit og beint samband við hjartalækni myndi auðvelda greiningu og flýta meðferð. Samræmd skráning í STEMI- gagnagrunn á landsvísu myndi auðvelda gæðaeftirlit verulega. ÁGRIP Þekking á flutningstíma frá FSH að hjartagátt er því afgerandi þegar ákvarða skal meðferð við bráðu hjarta- drepi. Frá norðursvæði Íslands (mynd 1) er flutnings- tíminn langur (að miðgildi 3:07 klukkustundir) en þrátt fyrir það fékk aðeins tæplega helmingur sjúklinga á ár- unum 2007-2008 segaleysandi meðferð eins og klínískar leiðbeiningar gera ráð fyrir.4 Flutningstími hjá sjúkling- um með STEMI frá öðrum svæðum Íslands utan höfuð- borgarsvæðisins hefur ekki áður verið skoðaður. Mark- mið þessarar rannsóknar var að skoða flutningstíma og gæði meðferðar hjá sjúklingum sem fengu greininguna STEMI og voru fluttir frá stað utan höfuðborgarsvæðis- ins til Landspítala á árunum 2011 til 2012 en jafnframt að kanna hvort breyting hafi orðið á meðferð sjúklinga með STEMI á norðursvæði Íslands fjórum árum eftir fyrri rannsókn.4 Sjúklingar og aðferðir Úrtak rannsóknarinnar voru allir sjúklingar með ICD- 10 greininguna I21.0 – I21.3, brátt hjartadrep með ST- hækkunum í SÖGU, sjúkraskrárkerfi Landspítala, frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2012 sem höfðu leitað sér fyrstu hjálpar hjá heilbrigðisstarfsmanni utan höfuð- borgarsvæðisins (póstnúmer 190, 230-260 og 300-902) og í kjölfarið verið fluttir á Landspítala.5 Úr sjúkraskrá á Landspítala var skráð aldur og kyn sjúklings, lífs- mörk við komu, tímasetning hjartaþræðingar og belg- Greinin barst 1. september 2015, samþykkt til birtingar 9. desember 2015 Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Flutningstími og gæði meðferðar hjá sjúklingum með ST-hækkunar-hjartadrep á landsbyggðinni – fáir ná í kransæðavíkkun innan 120 mínútna Þórir S. Sigmundsson1 læknir, Daníel Arnarson2 læknanemi, Arnar Rafnsson3 læknir, Viðar Magnússon3 læknir, Gunnar Þór Gunnarsson2,5 læknir, Gestur Þorgeirsson4 læknir 1Karolinska háskólasjúkrahúsið í Solna, 2Læknadeild Háskóla Íslands 3Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala 4Hjartadeild, Landspítala 5Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fyrirspurnir: Þórir Sigmundsson thorir.sigmundsson@ karolinska.se http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.01.59 R A N N S Ó K N Nýr valkostur Fyrir jafnan blóðsykur1 Er meðferðin stöðug málamiðlun milli blóðsykursfalla og viðunandi HbA1c?2,3 Myndræn framsetning unnin af Sanofi Tími frá lyfjagjöf undir húð (klst.) In nr e nn sl i g lú kó sa (m g /(k g m ín ) 3 2 1 0 60 12 18 24 30 36 Lantus® Toujeo® Stöðugt Jöfn dreifing Meira en 24 klst. Jafn verkunarprófíll Toujeo® hefur jafnari verkun en Lantus® í a.m.k. 24 klst.1 Toujeo® veitir sambærilega blóðsykur- stjórn og Lantus® með minni hættu á blóðsykurföllum hjá sjúklingum með sykursýki tegund 21,4,5 Auðveldara er að stilla Toujeo® en Lantus® til að ná meðferðarmarkmiðum1,3,4,5 Toujeo® hefur sama langtíma öryggis- prófíl og Lantus® og er á sama verði1,6,7,8 Fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 1 og 2 IS -T O U- 15 -0 9- 02 insúlín glargín 300 einingar/ml NÆSTA KYNSLÓÐ GRUNNINSÚLÍNS Frá framleiðendum LANTUS insúlín glargín 100 einingar/ml 1. Toujeo sérlyfjatexti 22.06.2015 kafli 5.1 2. Cooper JG, Claudi T, Thordarson HB. Behandling av type 1-diabetes I spesialisthelsetjenesten – data fra Norsk diabetesregister for voksne. Tidsskr Nor Legeforen 2013; 133: 2257 – 61 3. Home PD, Bergenstal RM, Bolli GB. New Insulin Glargine 300Units/mL Versus Glargine 100 Units/mL in People With Type 1 Diabetes: A Randomized, Phase 3a, Open-Label Clinical Trial (EDITION 4). Diabetes Care 2015. DOI: 10.2337/dc15-0249 [Epub ahead of print 17 Juni 2015]. 4. Riddle MC, Bolli GB, Ziemen M et al. New insulin glargine 300 units/mL versus glargine 100 units/mL in people with type 2 diabetes using basal and mealtime insulin: glucose control and hypoglycemia in a 6-month randomized controlled trial (EDITION 1). Diabetes Care 2014;37:2755–2762. 5. Yki-Järvinen H, Bergenstal R, Ziemen M, et al. New insulin glargine 300 units/mL versus glargine 100 units/mL in people with type 2 diabetes using oral agents and basal insulin: glucose control and hypoglycemia in a 6-month randomized controlled trial (EDITION 2). Diabetes Care 2014; 37:3235–3243. 6. Lantus sérlyfjatexti 29.07.2015, kafli 5.1 7. Lantus styttur sérlyfjatexti 21.09.2015 8. Toujeo styttur sérlyfjatexti 15.12.2015 Sanofi á Íslandi, Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Sími: 535-7000. Netfang: sanofi@vistor.is

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.