Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.2016, Page 12

Læknablaðið - 01.02.2016, Page 12
72 LÆKNAblaðið 2016/102 R A N N S Ó K N allir teknir með í rannsóknina. Fjórir skurðlæknar framkvæmdu aðgerðirnar. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru skráðar samtals 146 breytur, þar á meðal aldur, kyn, áhættuþættir hjarta­ og æðasjúkdóma, saga um kransæðasjúkdóm, langvinna lungna­ teppu, langvinna nýrnabilun, hjartaaðgerðir, fjölskyldusaga um ósæðarflysjun, hvort um tvíblöðku ósæðarloku var að ræða og hvort bandvefssjúkdómar eins og Marfan­ og Ehlers­Danlos­heil­ kenni hefðu áður greinst. Einnig voru skráð einkenni við komu á sjúkrahús, tímalengd frá greiningu til aðgerðar, einkenni blóð­ þurrðar frá helstu líffærakerfum ásamt myndgreiningaraðferð sem leiddir til greiningar flysjunar. Blóðþurrðareinkenni voru skilgreind út frá klínískum einkennum og teiknum sem bentu til skerts blóðflæðis til viðkomandi líffærakerfis. Þar má nefna ST­ breytingar á hjartalínuriti eða hækkun á hjartavakanum CK­MB, heilablóðfall, veika eða upphafna púlsa og skert skyn eða styrk í útlimum, nýja hækkun á kreatíníni í blóði eða engan þvagút­ skilnað við komu á sjúkrahús, lömun í neðri útlimum, kviðverki eða hækkun á laktati í sermi. Til að staðfesta að þessi einkenni væru vegna blóðþurrðar þurfti að sýna fram á flysjun til viðkomandi æðagreina með myndgreiningarrannsókn fyrir aðgerð eða við beina skoðun æða­ greina í aðgerðinni sjálfri. Hæð og þyngd var skráð samkvæmt svæfingarblöðum og út frá þeim upplýsingum reiknaður líkams­ þyngdarstuðull (body mass index, BMI). Einnig var EuroSCORE II reiknað út fyrir alla sjúklinga, en það er áhættulíkan til að meta dánarlíkur innan 30 daga frá hjartaskurðaðgerð.9 Af aðgerðartengdum breytum var skráð hvernig sjúklingur var tengdur við hjarta­ og lungnavél (canylation), hversu stórum hluta ósæðar var skipt út eða hvort hægt var að gera við ósæðar­ lokuna. Einnig var safnað upplýsingum um hvort notuð var blóð­ rásarstöðvun í djúpri kælingu (hypothermic circulatory arrest), tími í hjarta­ og lungnavél, tangar­ (aortic cross clamp time) og aðgerðar­ tími (skin-to-skin). Skráð var hversu mikil blæðing kom í brjósthols­ kera fyrstu 24 klukkustundirnar eftir aðgerð, tími í öndunarvél í klukkustundum og magn blóðhlutagjafa. Skráðir voru fylgikvillar eftir aðgerð allt til útskriftar af sjúkra­ húsi, eða fram að andláti ef sjúklingur lést fyrir útskrift. Fylgikvill­ arnir voru flokkaðir í alvarlega og minniháttar. Alvarlegir fylgi­ kvillar voru enduraðgerð vegna blæðingar, aðrar enduraðgerðir á hjarta, djúp sýking í bringubeinsskurði, bráður nýrnaskaði sem þarfnaðist blóðskilunar, öndunarbilun sem krafðist barkarauf­ unar (tracheostomy), heilaáfall og hjartadrep tengt aðgerð sem var skilgreint sem hækkun á hjartaensíminu CK­MB yfir 70 μg/L eftir aðgerð. Nýrnaáverki eftir aðgerð var flokkaður eftir RIFLE­skil­ merkjum í RISK, INJURY, FAILURE eða LOSS.10 Til minniháttar fylgikvilla töldust hjartsláttartruflanir, yfirborðssýking í skurð­ sári, þvagfærasýking, lungnabólga, aftöppun á fleiðruvökva og afturkræf blóðþurrð í heila (transient ischemic attack, TIA). Legutími var skráður í dögum, bæði á gjörgæslu og legudeild. Loks var at­ hugað hversu margir létust innan 30 daga frá aðgerð, sem er hefð­ bundin skilgreining á skurðdauða (operative mortality). Tölfræði Upplýsingar voru skráðar í forritið Microsoft Excel® (Microsoft, Redmond WA) og forritið SPSS® (IBM, Armonk, NY) var notað í tölfræðilega útreikninga. Aðferð Kaplan­Meier var notuð til að áætla heildarlifun (overall survival) og miðast útreikningar við 31. desember 2014. Dánardagur var skráður samkvæmt upplýsingum frá Dánarmeinaskrá landlæknis sem skráð er í Sögukerfi. Meðaltal eftirfylgdar var 4,6 ár (bil: 0­22,7 ár), eða samtals 208 sjúklingaár. Áður en rannsóknin hófst fengust tilskilin leyfi frá Persónuvernd, Vísindasiðanefnd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Að meðaltali voru framkvæmdar tvær aðgerðir á ári á þeim 23 árum sem rannsóknin náði til. Aðgerðum fjölgaði marktækt úr 12 aðgerðum (26,7%) á fyrri hluta tímabilsins (1992­2002) í 33 (73,3%) á því síðara (2003­2014) (p=0,02), en þá voru framkvæmdar að meðal­ tali 2,8 aðgerðir á hverju ári (mynd 1). Yfirlit yfir sjúklinga má sjá í töflu I. Karlmenn voru 31 talsins (68,9%) og meðalaldur var 60,8 ± 13,9 ár þar sem yngsti sjúkling­ urinn var 21 árs og sá elsti 80 ára. Rúmlega helmingur sjúklinga 23/45 (56,4%) höfðu þekkta greiningu um háþrýsting samkvæmt upplýsingum úr sjúkraskrá en af þeim tóku 9/23 (39,1%) engin blóðþrýstingslækkandi lyf. Alls höfðu 56,4% sjúklinga einhvern tíma reykt. Fjölskyldusaga um ósæðarflysjun var til staðar hjá 7 (15,6%) sjúklingum og jafnstórt hlutfall var með þekktan ósæðar­ gúlp í ósæðarrót. Þessir tveir áhættuþættir fóru þó ekki saman nema hjá tveimur sjúklingum. Einkenni og rannsóknir til greiningar eru sýnd í töflu II. Allir, að tveimur sjúklingum undanskildum (95,6%), voru með brjóst­ verk við komu, tæpur þriðjungur (28,9%) hafði sögu um yfirlið, Tafla I. Sjúklingatengdir þættir. Fjöldi sjúklinga og hlutfall, og meðaltal með staðalfráviki. Fjöldi % Karlar 31 68,9 Aldur 60,7, ± 13,9 Háþrýstingur (n=42) 23 54,8 Sykursýki (n=43) 1 2,2 Saga um reykingar (n=39) 22 56,4 Reykja daglega 11 28,2 Líkamsþyngdarstuðull 26,8, ± 5,1 Langvinn lungnateppa 2 4,4 Útæðasjúkdómur 2 4,4 Heilaáfall 3 6,7 Kransæðasjúkdómur (n=44) 9 20,4 Fjölskyldusaga um ósæðarflysjun 7 15,6 Tvíblöðku ósæðarloka 3 6,7 Marfans-heilkenni 2 4,4 Saga um ósæðargúlp í rishluta ósæðar 7 15,5 Þvermál ósæðar (mm) 53,4, ± 10,8 EuroSCORE II 8,7, ± 10,3

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.