Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.2016, Page 34

Læknablaðið - 01.02.2016, Page 34
94 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Á málþingi á Læknadögum um nýjungar í meðferð lungnasjúkdóma flutti dr. Jonathan Fuld frá Cambridge á Englandi erindi um notkun áreynsluprófa við greiningu á mæði. „Áreynslupróf er rannsókn sem mælir afkastagetu lungna, hjarta og vöðva undir álagi. Prófið mælir álag á hjarta og æða­ kerfi, öndunarfæri og vöðva og nýtist til dæmis þegar meta á hvort sjúklingur er hæfur til að gangast undir skurðaðgerð eða meiriháttar inngrip af öðru tagi. Skurðaðgerð margfaldar álag á líkamann og fyrir veikburða gamalt fólk eða alvar­ lega veika sjúklinga er mikilvægt að meta fyrirfram hvort það ráði við slíkt inngrip,“ segir dr. Fuld. „Við notum einnig prófið í þeim tilfell­ um þegar sjúklingur er haldinn mæði af óútskýrðum orsökum. Ef lungnamynd og öndunarmælingar eru eðlilegar eru allar líkur á því að sjúklingurinn sé ekki með alvarlegan lungnasjúkdóm. Engu að síður er mæðin til staðar og þá kemur prófið að góðum notum við að finna tengslin á milli hjarta, öndunar og vöðva. Þá nýtist prófið einnig vel þegar um er að ræða sjúklinga með þekktan sjúkdóm eins og míturlokuleka eða langvinna lungnateppu og læknirinn vill vita hvað er best að gera. Hugsanlega er aðgerð á Mælir afkastagetu lungna, hjarta og vöðva sinna meiri kennslu en áður þar sem mönnun sérfræðinga á deildinni er góð núna. Það verður þó alltaf nauðsynlegt að taka einhvern hluta af sérnáminu erlendis þó við bætum í það sem fyrir er. En lengri tími hér heima hentar sér­ staklega þeim íslensku unglæknum sem hafa stundað læknanámið erlendis og vilja gjarnan koma heim og taka fyrri­ hluta sérnámsins hér. Tvö ár er kannski fullstuttur tími fyrir þá að flytja heim og síðan út aftur til að ljúka sérnáminu. Síðan eru örfá dæmi um sérnámslækna sem hafa lokið fyrrihluta námsins erlendis og fengið að ljúka því hér hjá okkur. Hvernig sérnámið skiptist niður á þessa 60 mánuði er reyndar dálítið misjafnt eftir greinum. Það er alls ekki ófrávíkjanleg regla að sérnámið skiptist í þriggja ára fyrrihluta og tveggja ára seinnihluta. Okkar skipulag hefur komið vel út að ljúka tveimur árum hér og taka síðan tvö ár úti. Við vildum gjarnan geta boðið þriggja ára námstíma en það er takmörkunum háð. Skurðlækningar hafa verið hefðbundinn hluti af sérnámi í kvensjúkdóma­ og fæðingarlækningum en það er að breytast eftir því sem þetta hefur skipst í tvær meira aðskildar sér­ greinar. Í gömlu reglugerðinni var krafa um eitt ár á skurðdeild sem hluta af sérnáminu en á Norðurlöndunum er búið að stytta það í 6 mánuði og í Bret­ landi svo dæmi sé tekið er algjörlega búið að taka skurðlækningarnar út. Samkvæmt nýju reglugerðinni er ekki krafa um skurðlækningar. Að mínu mati er það fulllangt gengið þar sem fólk er ekki alltaf strax í upphafi búið að ákveða hvora leiðina það ætlar að velja sér en það er mikilvægt að hafa þekkingu og nokkra þjálfun af skurðdeild ef leggja á fyrir sig kvensjúkdómalækningar. Það skiptir kannski minna máli ef stefnan er sett á fæðingarhjálp, mæðravernd og sónarskoðun. Á stærri spítölum er þetta orðið alveg aðskilið og þegar við bætist sérhæfing í undirgreinum kven­ sjúkdóma­ og fæðingarlækninga er ekki hægt að ætlast til að þess að hver og einn kunni skil á öllu. Langflestir þeirra sérfræðinga sem eru að koma heim eru með undirsérgrein, eins og krabba­ meinslækningar kvenna, sónarskoðun, ófrjósemi, svo eitthvað sé nefnt.“ Það leiðir kannski að líkum að fleiri konur en karlar sækja í þessa tilteknu sérgrein. Kristín segir það miður að ekki skuli fleiri karlar sækja í greinina en fyrir því séu ýmsar ástæður. „Yngri konur vilja stundum síður láta karla skoða sig og því upplifa þeir stundum sem þeir séu settir til hliðar. Þá eru ein­ faldlega fleiri konur en karlar í námi í læknisfræði í dag og þessi sérgrein höfðar kannski frekar til kvennanna svo allt hefur þetta áhrif. Að mínu mati er æskilegt að sérgreinin bjóði upp á bæði karlkyns og kvenskyns sérfræðilækna.“ FRÁ ÖLDUNGADEILD Fyrirlesari á febrúarfundi verður Ólafur Gíslason listfræðingur. Erindi hans nefnist: Mannslíkaminn í myndlistinni. Á fundinum í mars verður Auðólfur Gunnarsson með fyrirlestur sem hann nefnir: Magnús Eiríksson frater, frumherji í jafnréttisbaráttu kvenna, einherji sannleikans. Síðan mun Magnús Jónsson sagnfræðingur ræða um Orkneyjar á fundinum í apríl. Fundir eru jafnan fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og hefjast kl. 16, en kl. 15.30 fáum við okkur kaffi og vínarbrauð.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.