Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2016/102 97
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
vera vel undirbúinn fyrir þetta starf svo
maður geti notið þess fremur en vera stöð
ugt kvíðinn yfir að upp komi tilfelli sem
maður stendur ráðþrota frammi fyrir.“
Ekki þvingandi að vera alltaf á vaktinni
Hann segir það heillandi tilhugsun að geta
mótað starfið og starfsvettvanginn þannig
að falli að hugmyndum þeirra skötuhjúa
um lífsstíl. „Ég er ekki alinn upp í sveit
en hef verið hestamaður frá barnsaldri og
stundað eins konar hobbíbúskap með fjöl
skyldunni. Unnusta mín er úr sveit og vill
þetta mjög gjarnan þó hún sé lögmaður
og þurfi starfsins vegna fremur að vinna
í þéttbýli. Hún getur unnið hvar sem er
með tölvu og síma og svo er bara ekk
ert mál að skreppa í bæinn þó fólk búi
utan höfuðborgarsvæðsins. Þetta stýrir
ákvörðun minni um sérnám að miklu
leyti. Ég finn mig best í samfélagi þar
sem ég þekki fólkið persónulega og veit
hver fjölskyldusaga þess er. Þetta upplifi
ég ólíkt því að starfa á heilsugæslustöð
á höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst þetta
ótvíræður kostur. Starfið er hins vegar
bindandi og í litlu samfélagi ertu læknir
inn hvar sem þú kemur og í rauninni alltaf
á vaktinni. Þetta finnst mér ekki slæmt þó
öðrum kunni að finnast það þvingandi.
Takist það að eiga gott samband við sam
félagið sitt held ég þetta geti verið mjög
gefandi starf. Ég sé líka fyrir mér að geta
farið tímabundið í störf á bráðadeildinni
eða annars staðar til að hlaða batteríin og
endurnýja þekkinguna.“
Jafnvægi milli fjölskyldu og vinnunnar
Aðspurður um hvort þau hjónaleysin séu
farin að skoða jarðir á ákveðnum svæðum
brosir Steinþór, en segir að þau séu bæði
Sunnlendingar og horfi kannski mest til
Suðurlandsins. „Þeir sem við höfum rætt
við og sagt frá áætlunum okkar taka vel í
þær og ýja margir hverjir að því að fljót
lega fari að vanta lækni í héraðið. Þörfin
fyrir lækna er greinilega víða á lands
byggðina og margt mjög álitlegt í boði
þegar kemur að því að sækjast eftir starfi
og þar með stað til að búa á. Það er heldur
alls ekki þannig alls staðar að aðeins einn
læknir sé starfandi á hverju svæði fyrir
sig. Víða eru heilsugæslustöðvar með
nokkrum læknum sem skipta með sér
vöktunum og þá er vinnutíminn orðinn
eðlilegur.“
Hann segist alls ekki vera einn um að
hugsa svona og ungir læknar séu margir
hverjir að velta einhverju svipuðu fyrir sér.
„Ég veit reyndar ekki um marga sem hafa
tekið sambærilega ákvörðun en við erum
tvö sem erum í þessu bráðalækninganámi
við AustralAsian College of Emergency
Medicine. Hinn nemandinn er reyndar
búin með heimilislækningarnar og er því
komin lengra en ég. Ég hef fengið mjög já
kvæð viðbrögð frá yngri og eldri kollegum
þegar þessi samsetning á sérnámi er rædd
og hér á bráðadeildinni eru margir mjög
færir sérfræðingar í bráðalækningum sem
vilja mjög gjarnan þjálfa fleiri í bráðalækn
ingum. Þekkingin er sannarlega til staðar
og eftirspurnin virðist einungis aukast.“
Steinþór orðar þetta ágætlega að
lokum þegar hann segir að sífellt fleiri af
jafnöldrum hans, læknismenntuðum og
öðrum, kjósi að móta sér lífsstíl og laga
síðan vinnuna að honum fremur en á hinn
veginn. „Það er líka mjög eðlilegt í mínum
huga að gera þetta svona og það þýðir alls
ekki að vinnan skipti minna máli, maður
vill bara hafa líf sitt í jafnvægi.“
„Mér finnst skipta verulegu máli að vera vel undirbúinn fyrir þetta starf svo maður geti notið þess fremur en vera stöðugt kvíðinn yfir að upp komi tilfelli sem maður stendur ráð-
þrota frammi fyrir,“ segir Steinþór Runólfsson sem stefnir á héraðslækningar í framtíðinni.