Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á síðasta fundi stjórnar Faxaflóahafna voru kynnt frumdrög Yrkis arkitekta varðandi rýmisathugun og umferðarmál í Gömlu höfn- inni í Reykjavík, frá Hörpu við Austurbakka að Vesturbugt. Á fundinum gerðu hafnarstjóri og skipu- lagsfulltrúi grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið. Hafnarstjórn samþykkti að kynna efnið fyrir umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar og fyrirtækjum í hafn- sækinni ferðaþjónustu, svo sem hvalaskoð- unarfyrirtækjunum. „Höfnin var og er lífæð samfélagsins í borginni. Í dag iðar höfnin af annars konar lífi,“ segir í kynningu Yrkis arkitekta. Þetta eru orð að sönnu. Gamla höfnin er eitt mik- ilvægasta svæði Reykjavíkur frá fyrstu tíð og hefur á seinni árum haft gríðarlegt aðdrátt- arafl fyrir erlenda ferðamenn. Í tillögunum er gert ráð fyrir gönguleið, Hafnarhringnum, meðfram höfninni, alveg frá Hörpu út að Þúfu, sem er á svæði HB Granda á Norðurgarði. Lagt er til að göngu- leiðin verði máluð, er í brúnum lit í tillög- unni. Jafnframt er lagt til að létt rafknúin farartæki geti ferðast á Hafnarhringnum. Á Miðbakka, gegnt Hafnarhúsinu, er gerð tillaga um að rísi þjónustuhús fyrir ferða- menn, líkt húsinu sem er á Skarfabakka. Minni skemmtiferðaskip liggja jafnan við Miðbakka og er hinu nýja húsi ætlað að þjónusta farþega skipanna. Þarna verði jafn- framt stæði fyrir rútur enda stuttar göngu- leiðir þaðan um hafnarsvæðið. Á þessu svæði eru núna bílastæði. Bílastæðum myndi því fækka talsvert verði þessar tillögur að veru- leika. Matarmarkaðir og tónleikar Milli hins nýja húss og Brim-hússins á Miðbakka, sem Skipaútgerð ríkisins reisti á sínum tíma, gætu komið tímabundnir við- burði, t.d. matarmarkaðir og jólaviðburðir. Þar væri einnig hægt að halda aðra viðburði, svo sem tónleika. Mögulegt væri að reisa svið við austurenda Brim-hússins. Upp af Ægisgarði, austan við Slippinn, er gerð tillaga um að rísi þyrping sölu- og þjón- ustuhúsa í stað ósamstæðra söluskúra hvala- skoðunarfyrirtækja sem nú standa þar. Einn- ig er gerð tillaga um söluhús við Vesturbugt, í nágrenni Sjóminjasafnsins. Tillögur arkitektanna eru unnar að beiðni Faxaflóahafna. „Þetta eru frumhugmyndir sem meiningin er að kynna fyrir skipulaginu og svo hvalaskoðunarfyrirtækjunum,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri. Hægt er að kynna sér hugmyndir Yrkis arkitekta á heimasíðu Faxaflóahafna undir liðnum fundargerðir. Þar sést vel hversu ótrúlega fjölbreytt starfsemi er nú þegar fyrir hendi við Gömlu höfnina í Reykjavík. Teikning/Yrki arkitektar Við Slippinn Hugmynd um sölu- og þjónustuhús. Útlit tekur mið af horfnum byggingum við Kolasund. Gamla höfnin fái andlitslyftingu  Tillögur um nýjar byggingar við höfnina  Ósamstæðir skúrar hverfi  Hafnarsvæðið iðar af lífi Miðbakki Hugmynd að útliti á nýju þjónustuhúsi við Gömlu höfnina. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Kirkjuheimsóknir skólabarna eru hluti af aðventunni víða. Í Hallgríms- kirkju er tekið á móti tveimur til fjór- um skólahópum á dag, frá lokum nóv- ember fram til 22. desember. Þar er farið með börnin í gegnum sýninguna Jólin hans Hallgríms sem er um jól Hallgríms Péturssonar þegar hann var lítill strákur á 17. öld. Sýningin var fyrst á Þjóðminjasafninu en er nú annað árið í röð í Hallgrímskirkju. „Á sýningunni segi ég þeim frá því hvernig jólin voru í gamla daga og jólasöguna í gegnum söguna hans Hallgríms. Svo fá þau að leika sér með munina sem fylgja sýningunni, leggi og bein, og skoða þessa litlu baðstofu sem við höfum sett upp á annarri hæð kirkjunnar,“ segir Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hall- grímskirkju. Hún segir flesta já- kvæða út í heimsóknir skólahópanna. „Ég held að fólki finnist gott að fá mótvægi við allar jólasveinasögurn- ar. Börnin eru forvitin og líka mjög vel að sér, þau þekkja bæði jólasög- una og jólasveinana mjög vel,“ segir Inga. Ljósapera og spil Í Árbæjarkirkju og Hjallakirkju er líka heilmikið um skólaheimsóknir á aðventunni en ekkert barn fær að fara í þær nema með samþykki for- eldra. Sr. Sigfús Kristjánsson, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að auk þess að syngja og fara yfir jóla- söguna þá fari þau í leik þar sem org- anistinn spilar lög og börnin reyna að þekkja þau, það þyki þeim gaman. Í sókninni eru tveir grunnskólar og kemur annar með alla nemendur í að- ventuheimsókn á meðan hinn kemur aðeins með yngsta stigið. Sigfús segir að kirkjan taki líka á móti leikskólum en þeim hafi fækkað síðan umræður um kirkjuheimsóknir skólabarna fóru á flug. Heimsóknin í Árbæjarkirkju tekur um 25 mínútur og eru aðallega sungnir almennir jólasöngvar og far- ið í jólasöguna út frá myndum. „Hér er ekkert trúboð, við eigum saman góða stund, syngjum og hlustum á krakkana,“ segir sr. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju. „Krökkunum þykir þetta mjög gam- an. Í morgun vorum við að tala um Bráðum koma blessuð jólin og ég spurði hvort þau fengju kerti og spil í jólagjöf og þá sagði einn: „Nei, en það getur verið að við fáum ljósaperu og spil“,“ segir Þór og hlær. Morgunblaðið/Eggert Kirkjuheimsókn Börn í þriðja bekk Selásskóla í Reykjavík heimsóttu Árbæjarkirkju í gærmorgun. Mótvægi við jólasveinajól  Skólahópum boðið á sýningu, syngja jólalög og fara í leiki Verjendur Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand kröfðust þess í gær að fallið yrði frá þeim hluta ákæru gegn þeim sem tengist fjárkúgun vegna meintrar nauðgunar. Fyrirtaka í fjárkúgunarmálum systranna, sem m.a. beindust gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrverandi forsætisráðherra, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjandi Hlínar hafði farið fram á lokað réttarhald vegna þess ákæruliðar sem snýr að meintri nauðgun. Vegna frávísunarkröf- unnar var aftur á móti ákveðið að bíða með úrskurð um lokað rétt- arhald þangað til í lok janúar. Ekki þykja líkur á að óskað verði eftir því að Sigmundur Davíð beri vitni. Vildu frávísun í máli Malínar og Hlínar  Fyrirtaka í fjárkúgunarmáli í gær Morgunblaðið/Eggert Frávísun Farið var fram á frávísun eins ákæruliðar gegn systrunum. Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða starfsmann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.