Morgunblaðið - 15.12.2016, Side 8

Morgunblaðið - 15.12.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Það er erfitt að lýsa framgönguýmissa á vinstrivængnum á annan hátt en þann að þeir stjórn- ist af pólitískri heift.    Væru þeir á hægrivængnumfengju þeir sjálfsagt stimp- ilinn öfgamenn.    Álfheiður Inga-dóttir, fyrr- verandi þingmað- ur Vinstri grænna og heilbrigð- isráðherra, hafnar því til dæmis al- farið að flokk- urinn fari í stjórn með Sjálfstæð- isflokknum.    Þann flokk uppnefnir hún„brennuvarginn“ í viðleitni til að rökstyðja heiftina.    Vinstri grænir og Samfylkingstóðu fyrir pólitískum rétt- arhöldum fyrir fáeinum árum, höguðu atkvæðagreiðslu um ákæru þannig að þeirra ráðherrar slyppu en sá sem gegndi embætti formanns Sjálfstæðisflokksins ekki.    Þetta var fordæmislaust ogþarna var heiftin ráðandi.    Þrátt fyrir þessi ógeðfelldu póli-tísku réttarhöld hefur Sjálf- stæðisflokkurinn ekki hafnað því að eiga stjórnarsamstarf við þá sem fyrir þeim stóðu.    Þar á bæ, og á sumum öðrumbæjum sem betur fer, ræður heiftin ekki för.    Heiftin hefur átt þátt í aðhindra stjórnarmyndun nú. Er ekki mál að linni? Álfheiður Ingadóttir Pólitísk heift STAKSTEINAR Veður víða um heim 14.12., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 4 rigning Akureyri 5 skýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 8 rigning Ósló -9 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki -3 skýjað Lúxemborg 5 þoka Brussel 8 þoka Dublin 6 rigning Glasgow 9 rigning London 10 þoka París 7 heiðskírt Amsterdam 8 þoka Hamborg 5 þoka Berlín 4 skýjað Vín 1 rigning Moskva -8 snjóél Algarve 17 léttskýjað Madríd 9 þoka Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 14 léttskýjað Aþena 3 heiðskírt Winnipeg -22 léttskýjað Montreal -5 snjóél New York 3 léttskýjað Chicago -10 alskýjað Orlando 20 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:17 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:03 14:54 SIGLUFJÖRÐUR 11:48 14:35 DJÚPIVOGUR 10:56 14:50 Tilbúnar smákökur og tilbúið smá- kökudeig seljast betur fyrir þessi jól en áður. Þrátt fyrir það taka al- mennar bökunarvörur líka sölukipp svo allt bendir til þess að fólk standi enn í heimabakstri fyrir hátíðina. „Möndlumjöl er mjög vinsælt í ár auk þessara klassísku grunnvara eins og suðusúkkulaðis, hveitis og daðla. Það selst alltaf vel af hráefn- um í sörur og lakkrísmarengs- toppa,“ segir Ósk Heiða Sveinsdótt- ir, markaðsstjóri Krónunnar, spurð hvaða bökunarvörur seljist best núna. Hún segir söluna í bökunar- vörum svipaða núna og undanfarin ár en þau sjái hins vegar að fólk er að kaupa meira af tilbúnu smáköku- deigi enda sé líka orðið meira úrval af því. Krónan selur nú í fyrsta skipti tilbúið smákökudeig frá 17 sortum og hefur deig með piparbrjóstsykri og hvítu súkkulaði rokið út. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að lang- mesta salan sé í tilbúnum piparkök- um og sé hún meiri en í fyrra. „Bónus piparkökurnar kláruðust í byrjun desember en magnið hefði venjulega átt að duga fram að jólum. Innflutningur er líka á betra verði en í fyrra og það virðist skipta máli,“ segir Guðmundur, piparkökudeigið sé líka vinsælast í tilbúna kökudeig- inu. „Bökunarvörusalan sýnir að fólk er enn að baka fyrir jólin en ég er búinn að vera í þessu lengi og þegar ég var að byrja í Bónus var ekki svona mikil sala í tilbúnum kökum. Þá var fólk miklu meira að baka en í dag, en nú er innflutningur og til- búnar kökur orðnar stór partur af þessu.“ Munnbitar með kaffinu Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnaskólans í Reykjavík, seg- ir að fólk virðist alltaf halda í þá hefð að baka fyrir jólin þó að magnið sé kannski ekki það sama og áður. Hún hefur ekki orðið vör við að það sé ein smákökutegund vinsælli fyrir þessi jól en önnur en segir þó sörur og lakkrístoppa alltaf vinsæla. Hún lít- ur þó á þær tegundir meira sem sæl- gæti en kökur. Margrét segir að sú hefð virðist vera hverfandi að fólk sé með stór kökuhlaðborð yfir jólahátíðina, enda maturinn svo mikill, og því sé gott að eiga litlar smákökur til að stinga upp í sig með kaffinu. ingveldur@mbl.is Smákökudeig ryður sér til rúms  Margir baka smákökur fyrir jólin  Efni í sörur og lakkrístoppa selst alltaf vel Morgunblaðið/Ófeigur Bökunarvörur Talsvert úrval er af tilbúnum smákökum og tilbúnu deigi. Frístundakort Reykjavíkurborgar sem verið hefur 35.000 krónur hækkar í 50.000 krónur nú um ára- mótin. Frístundakortið er styrkja- kerfi í frístundastarfi fyrir 6-18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík. Hægt er að nýta sér styrkinn fyrir íþrótta-, lista og tóm- stundastarf. Í tilkynningu frá borg- inni kemur fram að Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri og Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, hafi und- irritað samninginn í gær og tekur hann gildi 1. janúar. Þar segir einnig að nýting frí- stundakortsins sé góð og nýta lið- lega 80 prósent ungmenna í Reykja- vík sér styrkinn til tómstunda- iðkunar. Í samningnum kemur fram að íþróttafélögin muni leita allra leiða til að vinna gegn því að efna- hagsleg staða barna og fjölskyldna þeirra ráði því hvort börn geti tekið þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Frístundastyrkur hækkar í borginni  Fer úr 35 í 50 þúsund krónur Morgunblaðið/Kristinn Hækkaður Frístundastyrkur verð- ur 50 þúsund krónur eftir hækkun. Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða öryggisvörð?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.