Morgunblaðið - 15.12.2016, Side 25

Morgunblaðið - 15.12.2016, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Gerðu jólakaupin i´ friði og ró Næg bílastæði Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Jólahátíð Hróksins er nokkurs kon- ar uppskeruhátíð þar sem við fögn- um frábæru starfsári og komum saman til að gleðjast í tilefni jólanna,“ segir Hrafn Jökulsson, for- seti Hróksins, um jólahátíðina sem haldin verður laugardaginn 17. desember milli klukkan 14 og 17 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11, við Reykjavíkurhöfn. „Vert er að nefna að af þeim sem standa að þessari hátíð með okkur eru stórvinkonur okkar í prjóna- hópnum í Gerðubergi og verða þær í stóru hlutverki á hátíðinni, en þær hafa síðustu ár prjónað ógrynni af vönduðum fatnaði fyrir börn á Grænlandi og eru orðnar mjög virk- ar í starfi Hróksins,“ segir Hrafn um leið og hann minnir á fjölda ferða Hróksins til Grænlands á árinu. „Við höfum upplifað hvern há- punktinn á fætur öðrum í félaginu. Allir viðburðir, hvort sem þeir eru stórir eða litlir að umfangi, eru jafn mikilvægir í okkar huga. Við höfum t.d. farið sex sinnum til vina okkar á Grænlandi á þessu ári og haldið þar fjölmargar hátíðir sem ótal börn og fullorðnir hafa tekið þátt í. Við höf- um einnig haldið áfram að standa fyrir viðamikilli fatasöfnun í þágu barna og ungmenna á Grænlandi sem mikill fjöldi einstaklinga, fyrir- tækja og samtaka hefur hjálpað okk- ur með.“ Jafnframt segir Hrafn félagið stolt af því að hafa safnað þremur milljónum króna til styrktar flótta- börnum frá Sýrlandi með skákmara- þoni og haldið þeirri hefð að sækja barnaspítala Hringsins heim í hverri viku til að tefla við skákþyrst börn. Á hátíðinni á laugardaginn verða margir góðir gestir og skemmti- kraftar og mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðra gesti með nærveru sinni. „Hann ætlar að gefa sér tíma frá stjórnarmyndunarstússi til að gleðj- ast með okkur.“ Jólahátíð Hróksins  Forseti Íslands og aðrir góðir gestir verða á jólahátíð Hróksins  Prjónahópurinn í Gerðubergi verður með basar Skák Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ásamt forseta Hróksins, Hrafni Jöklussyni, við talfborðið að takast í hendur fyrir forsetaeinvígið. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef verið um þetta leyti í desem- ber í vegavinnu í 22 stiga gaddi en nú er hitinn hér 4-5 gráður. Tíðarfarið nú er einstakt og verkið gengur því vel,“ segir Valdimar Guðmundsson, verkstjóri hjá Borgarverki. Starfs- menn fyrirtækisins hafa með hönd- um gerð nýs vegar yfir Bassastaða- háls í Strandasýslu, það er milli Steingrímsfjarðar og Bjarnarfjarð- ar. Þetta er 7,4 kílómetra langur kafli en vegurinn sem þarna er nú er barn síns tíma og ekki í samræmi við kröfur dagsins. Nú er vegstæðið bætt og hærri vegur með mikilli fyll- ingu byggður upp. Hvergi betra í heiminum Morgunblaðið var á ferðinni í Strandasýslu á þriðjudaginn og kynnti sér stöðu mála. Framkvæmd þessi var boðin út á síðasta ári og átti Borgarverk hf. lægsta tilboðið, sem var upp á 338 milljónir króna. Það var þó vel yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, sem var 281 millj- ón króna. Verktíminn er alls um tvö ár, Borgarverksmenn hófust handa fyrir rúmu ári og eiga að skila verk- inu af sér í sumarlok á næsta ári. Stórvirkar vélar, vélskóflur, jarðýt- ur og bílar eru á verkstað. „Þetta er stórt verkefni enda er framkvæmdatíminn rúmur. Hve vel viðrar hjálpar okkur mikið. Beina- grindin að veginum nýja er komin alla leið, fyrir utan tvo stutta spotta,“ segir Valdimar. „Hér er líka góður mannskapur, tíu karlar sem hafa mikla reynslu af svona verkefnum. Við höldum til í vinnuskúrum á Bassastöðum og erum í fæði hjá hjónunum þar, þeim Guðbrandi Sverrissyni og Lilju Jóhannsdóttir. Sennilega er hvergi í heiminum betra að vera í fæði en hjá þeim.“ Langþráð samgöngubót Bygging vegarins nýja yfir Bassa- staðaháls – sem aðrir kenna við Bjarnarfjörð – er langþráð sam- göngubót sem til dæmis greiðir leið- ina norður í Árneshrepp til mikilla muna. Þá teppist vegur þessi gjarn- an í vetrarsnjóum og því ekki van- þörf að bæta úr með betri vegi. Vegagerð á Ströndum í einstakri tíð á aðventu  Allt á áætlun á Bassastaðahálsinum  7,4 km nýr vegur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Brekka Hér sjást aðstæður á hálsinum að sunnan, Steingrímsfjarðarmegin, þar sem vegurinn liggur. Með nýju vegstæði verða aðstæður betri en nú. Framkvæmdir „Hér er líka góður mannskapur, tíu karlar sem hafa mikla reynslu,“ segir Valdimar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.