Morgunblaðið - 15.12.2016, Page 28

Morgunblaðið - 15.12.2016, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Við höfum lækkað vöruverð í samræmi við tolla og gengi ÞAÐ ER OPIÐTIL KL. 22ÖLL KVÖLD TIL JÓLA Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Einkasafn Hilmars Foss í húsnæði sem hann og Ingvar Gissurarson eru að gera upp í Garði minnir á ævintýraheim, þar sem sjá má sitt lítið af hverju. Allt frá flugvélum niður í bréfaklemmur. Á gólfi stendur Cessna 150 flug- vél frá 1969. „Ég hef fengið marga hluti frá þeim ágæta manni, Jóni Magnússyni, flugvélstjóra hjá Loft- leiðum, meðal annars þessa vél sem hann keypti í Bandaríkjunum,“ seg- ir Hilmar. Við vélina stendur uppáklædd gína sem Hilmar keypti þegar verslunin Elfur hætti. „Þetta var á laugardegi og ég þurfti að halda á henni niður Laugaveginn. Hún var í rauðum blúndunærbuxum og vakti ferð okkar töluverða athygli veg- farenda.“ Heimilismunir Margt er úr fórum foreldra hans. Strokkur, sem hestur hefur nartað í, gnæfir upp úr tækjum og tólum. „Mamma fann hann einhvers staðar úti í móa fyrir austan,“ segir Hilm- ar. „Litið var á hana sem undarlega konu úr Reykjavík að hirða rusl úti í sveit.“ Í þar til gerðu boxi er gasgríma, sem föður hans var gert að hafa á stríðsárunum í London, en þurfti þó aldrei að nota hana. Boxið er merkt honum og heimilisfangi hans í London. Fjölskyldan bjó á efstu hæð í Hafnarstræti 11 í Reykjavík og þar var amma Hilmars, Elísabet Foss, með Lífstykkjabúðina á jarðhæð- inni. Skömmu fyrir jól 1941 skemmdist húsnæðið í eldsvoða. Mannbjörg varð en nær allt innbú varð eldi að bráð. Tvær bækur sluppu að mestu við eldinn og er önnur þeirra í safni Hilmars, Núma rímur eftir Sigurð Breiðfjörð. „Eins og sjá má er kápan sviðin og bruna- lyktin segir sína sögu,“ segir Hilm- ar. Við bókahillurnar er stóllinn sem langafi Hilmars, Kristján Jónsson, háyfirdómari og Íslandsráðherra, sat í þegar hann skrifaði dóma. „Skrifborðið er heima,“ segir Hilm- ar. Ritvélin sem Hilmar Foss notaði í vinnunni er þarna sem og kúlu- ritvélin sem tók við af þeirri gömlu. „Þetta er önnur kúluritvélin sem var seld á Íslandi. Otto Michelsen fékk þá fyrstu,“ segir Hilmar, en safnið verður hugsanlega almenn- ingi til sýnis í náinni framtíð enda sjón sögu ríkari. Morgunblaðið/RAX Blúndan falin Ingvar, gínan og Hilmar framan við Cessna 150 flugvél frá 1969. Skiltin vísa veginn. Núma rímur Bókin slapp að mestu í brunanum í Hafnarstræti 1941. Smáhlutir Númerin eiga sér merka sögu í verkamannabústöðunum. Ævintýraheimur Hilmars í Garðinum  Óvenjulegt safn merkilegra muna  Flugvélar niður í bréfaklemmur Sögulegir munir Stígvélin og taskan eiga sér merka sögu. Hringir Margt er hringlaga eins og hjól og skilti. Til forsetans Sveinn Björnsson fékk sendar vörur í boxinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.