Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Við höfum lækkað vöruverð í samræmi við tolla og gengi ÞAÐ ER OPIÐTIL KL. 22ÖLL KVÖLD TIL JÓLA Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Einkasafn Hilmars Foss í húsnæði sem hann og Ingvar Gissurarson eru að gera upp í Garði minnir á ævintýraheim, þar sem sjá má sitt lítið af hverju. Allt frá flugvélum niður í bréfaklemmur. Á gólfi stendur Cessna 150 flug- vél frá 1969. „Ég hef fengið marga hluti frá þeim ágæta manni, Jóni Magnússyni, flugvélstjóra hjá Loft- leiðum, meðal annars þessa vél sem hann keypti í Bandaríkjunum,“ seg- ir Hilmar. Við vélina stendur uppáklædd gína sem Hilmar keypti þegar verslunin Elfur hætti. „Þetta var á laugardegi og ég þurfti að halda á henni niður Laugaveginn. Hún var í rauðum blúndunærbuxum og vakti ferð okkar töluverða athygli veg- farenda.“ Heimilismunir Margt er úr fórum foreldra hans. Strokkur, sem hestur hefur nartað í, gnæfir upp úr tækjum og tólum. „Mamma fann hann einhvers staðar úti í móa fyrir austan,“ segir Hilm- ar. „Litið var á hana sem undarlega konu úr Reykjavík að hirða rusl úti í sveit.“ Í þar til gerðu boxi er gasgríma, sem föður hans var gert að hafa á stríðsárunum í London, en þurfti þó aldrei að nota hana. Boxið er merkt honum og heimilisfangi hans í London. Fjölskyldan bjó á efstu hæð í Hafnarstræti 11 í Reykjavík og þar var amma Hilmars, Elísabet Foss, með Lífstykkjabúðina á jarðhæð- inni. Skömmu fyrir jól 1941 skemmdist húsnæðið í eldsvoða. Mannbjörg varð en nær allt innbú varð eldi að bráð. Tvær bækur sluppu að mestu við eldinn og er önnur þeirra í safni Hilmars, Núma rímur eftir Sigurð Breiðfjörð. „Eins og sjá má er kápan sviðin og bruna- lyktin segir sína sögu,“ segir Hilm- ar. Við bókahillurnar er stóllinn sem langafi Hilmars, Kristján Jónsson, háyfirdómari og Íslandsráðherra, sat í þegar hann skrifaði dóma. „Skrifborðið er heima,“ segir Hilm- ar. Ritvélin sem Hilmar Foss notaði í vinnunni er þarna sem og kúlu- ritvélin sem tók við af þeirri gömlu. „Þetta er önnur kúluritvélin sem var seld á Íslandi. Otto Michelsen fékk þá fyrstu,“ segir Hilmar, en safnið verður hugsanlega almenn- ingi til sýnis í náinni framtíð enda sjón sögu ríkari. Morgunblaðið/RAX Blúndan falin Ingvar, gínan og Hilmar framan við Cessna 150 flugvél frá 1969. Skiltin vísa veginn. Núma rímur Bókin slapp að mestu í brunanum í Hafnarstræti 1941. Smáhlutir Númerin eiga sér merka sögu í verkamannabústöðunum. Ævintýraheimur Hilmars í Garðinum  Óvenjulegt safn merkilegra muna  Flugvélar niður í bréfaklemmur Sögulegir munir Stígvélin og taskan eiga sér merka sögu. Hringir Margt er hringlaga eins og hjól og skilti. Til forsetans Sveinn Björnsson fékk sendar vörur í boxinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.