Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 30

Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur og vökvamótora Sala - varahlutir - viðgerðir BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þarna er margslungið samspil og við þekkjum ekki tengslin á milli allra þátta,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur á Haf- rannsóknastofnun, um lífið í hafinu í Austurdjúpi, hafsvæðinu á milli landgrunnsbrúna Íslands, Noregs og Færeyja. Hafsvæðið er víð- áttumikið og einkennist af hárri framleiðni sem hefur ekki einungis mikla vistfræðilega þýðingu heldur einnig mikla efnahagslega þýðingu sem eitt aðalfæðusvæði þriggja stærstu uppsjávarfiskistofna í Norðaustur-Atlantshafi, þ.e. kol- munna, makríls og norsk- íslenskrar síldar. Á málstofu Hafrannsóknastofn- unar í síðustu viku fluttu Guð- mundur og Hildur Pétursdóttir, sérfræðingur á Hafrannsókna- stofnun, erindi sem nefnist: Yfirlit rannsókna á vistkerfi Austurdjúps og áskoranir. Í ágripi segir að rannsóknir á umhverfi og vistkerfi Austurdjúps og nærliggjandi haf- svæða sýni að miklar breytingar hafi átt sér stað síðustu tvo ára- tugi. Meðal þeirra þátta sem hafi ver- ið að breytast séu hitastig sjávar sem hafi hækkað, átustofnar hafi minnkað, lífmassi uppsjávar- fiskistofna hafi aukist og út- breiðsla, vöxtur og þyngd uppsjávarfiska hafi tekið breyt- ingum. Margvíslegar rannsóknir sýna breytingar á vistkerfi Guðmundur segir í samtali við Morgunblaðið að þau hafi kynnt niðurstöður fjölmargra rannsókna sem hafi sýnt þessar breytingar. Þær þurfi að skoða í samhengi til að geta skilið vistkerfið betur. „Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu hafsvæði í samvinnu Norðmanna, Íslend- inga, Færeyinga, Rússa og Evr- ópusambandsins,“ segir Guð- mundur. „Síðustu 22 ár hefur Hafrann- sóknastofnun farið í svokallaðan maíleiðangur í Austurdjúp þar sem magn og dreifing síldar og ann- arra uppsjávarfiska er skoðað, en leiðangurinn er einnig mikilvægur liður í langtímavöktun á ástandi sjávar og átu á hafsvæðinu. Verk- efnum hefur verið bætt inn í þenn- an leiðangur, svo sem mælingum á næringarefnum og stórátu, og hann er í stöðugri þróun. Stór vistfræðileg líkön Árið 2007 hófst síðan nýtt sam- eiginlegt verkefni þriggja fyrst- nefndu þjóðanna þar sem megin- markmiðið var að mæla í júlí- mánuði magn og útbreiðslu makríls og þar hefur því bæst við ný mælisería, sem nær yfir fyrr- nefnda þætti og sömu fiskteg- undir. Með þessum rannsóknum höfum við fengið mikilvægar upp- lýsingar sem vonandi verða til þess einn daginn að við náum að skilja samhengið betur. Upplýsingarnar hafa meðal ann- ars verið settar inn í stór vist- fræðileg líkön til að reyna að líkja eftir því sem er að gerast í hafinu til að reyna að skilja betur hvað stjórnar breytileikanum, og þeirri úrvinnslu gagna þarf að halda áfram.“ Átutegundir hafa gefið eftir Rauðáta er ein tegund krabba- flóa og er ein algengasta fæða síld- ar og makríls og er helsta fæða rauðátu enn smærri svifdýr og svifþörungar, einkum kísil- og skoruþörungar. Þessar átuteg- undir hafa gefið eftir í Noregshafi á síðustu árum og segir Guð- mundur að ekki liggi fyrir hvað valdi því. Hvort það sé vegna af- ráns uppsjávartegunda eða hvort framleiðni sé minni í hafinu. Aðspurður segir hann að með hlýnun sjávar aukist framleiðni að öllu jöfnu, en hér þurfi líka að hafa í huga að stóráta, svo sem ljósáta og sviflægar marflær, sé talin vera mun stórtækari afræn- ingi á rauðátu en uppsjávarfiskar. Árlegur breytileiki í stærð stór- átustofnanna sé hinsvegar nánast óþekktur en öflun þekkingar þar sé eitt af nýrri verkefnum maí- leiðangursins. Á móti komi að hlýnuninni hafi fylgt minnkun kísils sem sé mikil- vægt næringarefni fyrir kísil- þörunga, og hún hafi komið fram á svipuðum tíma og átan hafi minnkað. Núna séu gerðar tvær mælingar á átu, að vori og sumri, en mörgu sé ósvarað um fram- leiðni, fjölda kynslóða á sumri og breytileika, þroskun og tegunda- samsetningu átu á milli ára. Hugsanlega megi gera fjölbreytt- ari rannsóknir með stórum reikni- líkönum með fyrirliggjandi upp- lýsingum. Enn og aftur vanti skilning á því hvernig þættirnir tengist innbyrðis. Síldin hopar í vesturátt fyrir makrílnum Spurður hvort síld, makríll og kolmunni hafi ekki braggast ágæt- lega í úthafinu síðustu ár segir hann að vissulega hafi þeir gert það þrátt fyrir þrjá stóra stofna. Þeir hafi þó gert það með aðeins ólíkum hætti. „Hjá síldinni höfum við ekki séð góða nýliðun frá 2004,“ segir Guðmundur. „Hún hefur hins vegar braggast vel að því leyti að hún heldur vel sinni þyngd og vaxtarhraða. Hjá makrílnum er góð nýliðun ár eftir ár, en vaxtarhraði og meðalþyngd mak- ríls hefur farið minnkandi enda hefur þéttleikinn verið mikill. Við höfum ekki eins góða sam- antekt á gögnum um kolmunna, en meðalþyngd virðist hafa hald- ist þokkaleg og árgangar 2013 og 2014 eru sterkir þannig að nýliðun virðist hafa verið góð. Vísbendingar um vetursetu Síldin hefur verið að hopa fyrir makrílnum á síðustu árum og dregið sig vestar. Hún hefur meira verið á Færeyja-Íslands- svæðinu og norðan við Ísland, sem er mikil breyting frá árunum fram til um 2004. Við vitum ekki til þess að hún sé farin að hafa vetursetu úti af landgrunninu fyrir austan land og höfum ekki orðið varir við hana á Rauða torginu út af Austfjörðum, þar sem hún hafði vetursetu á ár- um áður. Við þurfum að huga bet- ur að þessu því undanfarnar vikur hafa íslensk og færeysk skip veitt síld á alþjóðasvæðinu í Noregs- hafi, en við vitum hvorki magnið þar né um dreifinguna. Vísbendingar eru um að eitt- hvað af síld hafi haft vetursetu úti í hafinu og það er æskilegt að fá meiri upplýsingar um dreifingu síldar að vetri til,“ segir Guð- mundur J. Óskarsson að lokum. Margslungið og flókið samspil  Eitt helsta fæðusvæði þriggja stærstu uppsjávarfiskistofna í NA-Atlantshafi er í Austurdjúpi  Breytingar á vistkerfi  Léleg nýliðun síldar sem leitað hefur í vestur  Minni meðalþyngd makríls Breytingar Verulegar breytingar hafa orðið á útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og makríls á síðustu árum. Á kort- inu má sjá gróflega hvernig útbreiðsla síldarstofnsins hefur breyst í NA-Atlantshafi og síldin leitað lengra í vestur. Útbreiðsla norsk-íslensku síldarinnar ÍSLAND NO RE GU R GRÆNLAND Norsk-ísl. síld 1990-2003 Norsk-ísl. síld ~2016 Nýr Aðalsteinn Jónsson, áður Libas, lauk vertíð ársins á norsk-íslenskri síld aðfaranótt sunnudags er skipið kom til Eskifarðar með um 850 tonn. Aflinn fékkst í Síldarsmugunni djúpt austur af landinu. Vinnslu lauk á mánudag í nýju uppsjávarfrystihúsi Eskju og tók vinnsl- an aðeins 36 klukkutíma. Alls er búið að landa 48.640 tonnum af norsk- íslenskri síld á þessu ári. Langmest af aflanum hefur verið veitt í íslenskri lögsögu og fyrstu 11 mánuði árs- ins nam hlutfallið 99,8% samkvæmt yfirliti Fiskistofu. Kolmunnaafli ársins er 183.143 tonn. Mest af aflanum hefur fengist í lögsögu Færeyja eða alls 154,6 þúsund tonn. Í íslenskri lögsögu fengust um átta þúsund tonn. Makrílvertíð lauk undir lok september en í október Síðasta síldarskammtinum landað á Eskifirði MIKILL AFLI AF MAKRÍL, KOLMUNNA OG NORSK-ÍSLENSKRI SÍLD Á ÁRINU kom 1.341 tonn sem meðafli við síldveiðar austur af landinu. Heildarafli íslenskra skipa til nóvemberloka losaði 170 þúsund tonn. Alls komu 152,6 þúsund tonn úr íslenskri lögsögu, 11,4 þúsund tonn úr alþjóðlegu hafsvæði og 6,8 þúsund tonn úr grænlenskri lögsögu. Hildur Pétursdóttir Guðmundur J. Óskarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.