Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 46

Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Jóla skreytingar fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki Skoðum og gerum tilboð endurgjaldslaust Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mannskæð átök blossuðu upp að nýju í austurhluta Aleppo í Sýrlandi í gær og fyrirhuguðum flutningum á fólki úr borgarhlutanum var frestað. Daginn áður hafði náðst sam- komulag um vopnahlé til að hægt yrði að flytja íbúa og uppreisnar- menn á brott. Margar fjölskyldur söfnuðust saman á götunum í fyrri- nótt í von um að komast í burtu og biðu þar klukkustundum saman þrátt fyrir kulda, hvassviðri og rign- ingu. Stefnt var að því að flutning- arnir hæfust klukkan fimm um morguninn að staðartíma en af því varð ekki og nokkrum klukkustund- um síðar hófust átökin að nýju. Skelfingu lostnir íbúar hlupu um göturnar í árangurslausri leit að öruggu skjóli. „Sprengjuárásir eru gerðar núna og enginn getur farið um göturnar. Allir eru í felum og skelfingu lostn- ir,“ hafði fréttaveitan AFP eftir Sýr- lendingi í austurhluta Aleppo. „Sært fólk liggur innan um lík á götunum. Enginn þorir að reyna að fjarlægja líkin.“ Neyð vegna umsáturs Hörð átök hafa geisað í austur- hlutanum síðan uppreisnarmenn náðu honum á sitt vald fyrir fjórum árum. Mikill skortur er þar á mat- vælum og lyfjum vegna umsáturs sem her einræðisstjórnar Sýrlands hóf fyrir fimm mánuðum og sjúkra- hús hafa verið lögð í rúst. Herinn hóf mikla sókn að uppreisnarmönnunum fyrir nokkrum vikum og aðeins um fimm ferkílómetra svæði er nú á valdi þeirra, að sögn fréttaritara AFP. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna efndi til neyðarfundar um mál- ið í fyrrakvöld og sendiherra Rúss- lands sagði þá að átökunum um borgina væri lokið með sigri stjórnarhers Sýrlands sem hefði náð um 90% af yfirráðasvæðum upp- reisnarmanna. Margir íbúanna kveiktu í bílum sínum eftir að vopnahléssamkomu- lagið náðist til að koma í veg fyrir að stjórnarherinn gerði þá upptæka. Uppreisnarmenn kveiktu einnig í vopnum sínum, að sögn fréttamanns AFP sem sagði að andrúmsloftið minnti á jarðarför. „Allir í kringum mig eru grátandi,“ sagði hann. Stjórnvöld í Rússlandi, sem hafa stutt einræðisstjórnina, sögðu að stjórnarherinn hefði hafið sprengju- árásir að nýju á austurhluta Aleppo eftir að uppreisnarmenn hefðu brot- ið vopnahléssamkomulagið. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, sagði að búist væri við því að mótspyrnu uppreisnarmannanna lyki innan tveggja til þriggja daga. Uppreisnarmenn sögðu að flutn- ingum á fólki úr borginni hefði verið frestað vegna nýrra krafna einræðis- stjórnarinnar sem vildi tengja vopnahléssamkomulagið við önnur mál, m.a. umsátur uppreisnarmanna um bæi sem eru á valdi stjórnarhers- ins. Stjórnvöld í Tyrklandi sökuðu einnig sýrlensku stjórnina og Írana, sem styðja hana, um að koma í veg fyrir vopnahlé. Hermt er að um 50.000 til 100.000 manns séu enn á yfirráðasvæði upp- reisnarmannanna. Þeir eru sagðir vera um 1.500 og talið er að um 30% þeirra séu liðsmenn íslömsku hreyf- ingarinnar Jabhat Fateh al-Sham sem hét áður al-Nusra og tengdist al-Qaeda. Hryllingurinn hófst aftur  Blóðug átök blossuðu upp í Aleppo að nýju eftir stutt hlé  Flutningi á íbúum og uppreisnarmönnum frestað  Sært fólk liggur innan um lík á götunum  Skelfingu lostnir borgarbúar finna hvergi skjól AFP Ekkert lát á blóðsúthellingunum Sýrlendingur heldur á barni sínu í austurhluta Aleppo. Að minnsta kosti 465 óbreyttir borgarar, þeirra á meðal 62 börn, hafa látið lífið í átökunum í borgarhlutanum frá því að her einræðisstjórnar Sýrlands hóf mikla sókn gegn uppreisnarmönnum fyrir nokkrum vikum. AFP Neyð Íbúar yfirráðasvæðis uppreisnarmanna í austurhluta Aleppo reyna að komast á svæði sem stjórnarher Sýrlands náði á sitt vald eftir hörð átök. Sakaðir um stríðsglæpi » Nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem rannsakar ásakanir um stríðsglæpi í Sýrlandi, kvaðst í gær hafa fengið upplýsingar um að uppreisnarmenn í austurhluta Aleppo hefðu not- að óbreytta borgara sem skildi til að verjast árásum og mein- að þeim að flýja. » Nefndin nefndi sérstaklega íslömsku hreyfinguna Jabhat Fateh al-Sham. » Embættismenn SÞ hafa einnig fengið upplýsingar um að stjórnarhermenn hafi skotið a.m.k. 82 óbreytta borgara til bana í borgarhlutanum, þ.á m. þrettán börn og ellefu konur. Forseti Filipps- eyja, Rodrigo Du- terte, segir að hann hafi sjálfur drepið fólk sem var grunað um saknæmt athæfi þegar hann var borgarstjóri í Davao. „Í Davao var ég vanur að gera þetta sjálf- ur. Bara til að sýna ykkur, strákar, að ef ég get þetta ættuð þið að geta það líka,“ sagði Duterte í ræðu sem hann flutti á fundi með kaupsýslu- mönnum á mánudagskvöld. Þar ræddi hann blóðuga baráttu sína gegn fíkniefnasölu í landinu. Lög- reglan og dauðasveitir hafa drepið þúsundir íbúa landsins frá því að Du- terte varð forseti 30. júní. Duterte var borgarstjóri Davao í nær 20 ár og beitti þá sömu aðferð- um í baráttunni gegn fíkniefnasölu og segist hafa tekið þátt í drápunum. FILIPPSEYJAR Forsetinn segist hafa drepið fólk Rodrigo Duterte
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.