Morgunblaðið - 15.12.2016, Page 46
46 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016
Jóla skreytingar
fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki
Skoðum og gerum tilboð
endurgjaldslaust
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Mannskæð átök blossuðu upp að
nýju í austurhluta Aleppo í Sýrlandi í
gær og fyrirhuguðum flutningum á
fólki úr borgarhlutanum var frestað.
Daginn áður hafði náðst sam-
komulag um vopnahlé til að hægt
yrði að flytja íbúa og uppreisnar-
menn á brott. Margar fjölskyldur
söfnuðust saman á götunum í fyrri-
nótt í von um að komast í burtu og
biðu þar klukkustundum saman
þrátt fyrir kulda, hvassviðri og rign-
ingu. Stefnt var að því að flutning-
arnir hæfust klukkan fimm um
morguninn að staðartíma en af því
varð ekki og nokkrum klukkustund-
um síðar hófust átökin að nýju.
Skelfingu lostnir íbúar hlupu um
göturnar í árangurslausri leit að
öruggu skjóli.
„Sprengjuárásir eru gerðar núna
og enginn getur farið um göturnar.
Allir eru í felum og skelfingu lostn-
ir,“ hafði fréttaveitan AFP eftir Sýr-
lendingi í austurhluta Aleppo. „Sært
fólk liggur innan um lík á götunum.
Enginn þorir að reyna að fjarlægja
líkin.“
Neyð vegna umsáturs
Hörð átök hafa geisað í austur-
hlutanum síðan uppreisnarmenn
náðu honum á sitt vald fyrir fjórum
árum. Mikill skortur er þar á mat-
vælum og lyfjum vegna umsáturs
sem her einræðisstjórnar Sýrlands
hóf fyrir fimm mánuðum og sjúkra-
hús hafa verið lögð í rúst. Herinn hóf
mikla sókn að uppreisnarmönnunum
fyrir nokkrum vikum og aðeins um
fimm ferkílómetra svæði er nú á
valdi þeirra, að sögn fréttaritara
AFP. Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna efndi til neyðarfundar um mál-
ið í fyrrakvöld og sendiherra Rúss-
lands sagði þá að átökunum um
borgina væri lokið með sigri
stjórnarhers Sýrlands sem hefði náð
um 90% af yfirráðasvæðum upp-
reisnarmanna.
Margir íbúanna kveiktu í bílum
sínum eftir að vopnahléssamkomu-
lagið náðist til að koma í veg fyrir að
stjórnarherinn gerði þá upptæka.
Uppreisnarmenn kveiktu einnig í
vopnum sínum, að sögn fréttamanns
AFP sem sagði að andrúmsloftið
minnti á jarðarför. „Allir í kringum
mig eru grátandi,“ sagði hann.
Stjórnvöld í Rússlandi, sem hafa
stutt einræðisstjórnina, sögðu að
stjórnarherinn hefði hafið sprengju-
árásir að nýju á austurhluta Aleppo
eftir að uppreisnarmenn hefðu brot-
ið vopnahléssamkomulagið. Sergei
Lavrov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, sagði að búist væri við því að
mótspyrnu uppreisnarmannanna
lyki innan tveggja til þriggja daga.
Uppreisnarmenn sögðu að flutn-
ingum á fólki úr borginni hefði verið
frestað vegna nýrra krafna einræðis-
stjórnarinnar sem vildi tengja
vopnahléssamkomulagið við önnur
mál, m.a. umsátur uppreisnarmanna
um bæi sem eru á valdi stjórnarhers-
ins. Stjórnvöld í Tyrklandi sökuðu
einnig sýrlensku stjórnina og Írana,
sem styðja hana, um að koma í veg
fyrir vopnahlé.
Hermt er að um 50.000 til 100.000
manns séu enn á yfirráðasvæði upp-
reisnarmannanna. Þeir eru sagðir
vera um 1.500 og talið er að um 30%
þeirra séu liðsmenn íslömsku hreyf-
ingarinnar Jabhat Fateh al-Sham
sem hét áður al-Nusra og tengdist
al-Qaeda.
Hryllingurinn hófst aftur
Blóðug átök blossuðu upp í Aleppo að nýju eftir stutt hlé Flutningi á íbúum og uppreisnarmönnum
frestað Sært fólk liggur innan um lík á götunum Skelfingu lostnir borgarbúar finna hvergi skjól
AFP
Ekkert lát á blóðsúthellingunum Sýrlendingur heldur á barni sínu í austurhluta Aleppo. Að minnsta kosti 465 óbreyttir borgarar, þeirra á meðal 62 börn,
hafa látið lífið í átökunum í borgarhlutanum frá því að her einræðisstjórnar Sýrlands hóf mikla sókn gegn uppreisnarmönnum fyrir nokkrum vikum.
AFP
Neyð Íbúar yfirráðasvæðis uppreisnarmanna í austurhluta Aleppo reyna að
komast á svæði sem stjórnarher Sýrlands náði á sitt vald eftir hörð átök.
Sakaðir um stríðsglæpi
» Nefnd Sameinuðu þjóðanna,
sem rannsakar ásakanir um
stríðsglæpi í Sýrlandi, kvaðst í
gær hafa fengið upplýsingar
um að uppreisnarmenn í
austurhluta Aleppo hefðu not-
að óbreytta borgara sem skildi
til að verjast árásum og mein-
að þeim að flýja.
» Nefndin nefndi sérstaklega
íslömsku hreyfinguna Jabhat
Fateh al-Sham.
» Embættismenn SÞ hafa
einnig fengið upplýsingar um
að stjórnarhermenn hafi skotið
a.m.k. 82 óbreytta borgara til
bana í borgarhlutanum, þ.á m.
þrettán börn og ellefu konur.
Forseti Filipps-
eyja, Rodrigo Du-
terte, segir að
hann hafi sjálfur
drepið fólk sem
var grunað um
saknæmt athæfi
þegar hann var
borgarstjóri í
Davao. „Í Davao
var ég vanur að
gera þetta sjálf-
ur. Bara til að sýna ykkur, strákar,
að ef ég get þetta ættuð þið að geta
það líka,“ sagði Duterte í ræðu sem
hann flutti á fundi með kaupsýslu-
mönnum á mánudagskvöld. Þar
ræddi hann blóðuga baráttu sína
gegn fíkniefnasölu í landinu. Lög-
reglan og dauðasveitir hafa drepið
þúsundir íbúa landsins frá því að Du-
terte varð forseti 30. júní.
Duterte var borgarstjóri Davao í
nær 20 ár og beitti þá sömu aðferð-
um í baráttunni gegn fíkniefnasölu
og segist hafa tekið þátt í drápunum.
FILIPPSEYJAR
Forsetinn segist
hafa drepið fólk
Rodrigo
Duterte