Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 56
1
Frá því fyrst kviknaði líf í sjó og
þar til Hugo Aasjord hringdi í mig
seint á laugardagskvöldi í júlí, munu
vera liðnir þrír og hálfur milljarður
ára. Ég var þá staddur í fjörugu mat-
arboði í miðborg Óslóar
– Ertu búinn að sjá veðurspána
fyrir næstu viku? spurði hann. Við
höfðum beðið lengi eftir ákveðnu
veðri. Ekki sól eða hita, hvað þá
regnleysi. Okkar óskabyr var að
vindurinn héldi sig nær alveg til hlés
á hafsvæðinu milli Bodø og Lófótar,
nánar tiltekið í Vesturfirði. Sá sem
bíður eftir slíkri ládeyðu þar um slóð-
ir verður að sýna mikið langlund-
argeð. Ég hafði fylgst með veð-
urfregnum vikum saman. Vindur var
sagður strekkingsrok eða bara
strekkingur, aldrei aðeins gjóla, gola
eða logn. Að lokum tapaði ég næst-
um þræði og lét berast með slævandi
sumarmollunni í Ósló, heita daga og
mildar nætur.
Þegar ég heyrði að þetta var eng-
inn annar en Hugo, sem hefur megn-
ustu óbeit á símum og hringir aðeins
þegar mikið liggur við, vissi ég að
stundin langþráða væri loks runnin
upp.
– Ég kaupi miðann á morgun og
verð komin til Bodø síðdegis á mánu-
daginn, svaraði ég.
– Frábært, sjáumst.
Í flugvélinni til Bodø mændi ég út
um gluggann og niður á það sem í
mínum huga var land að gægjast upp
úr hafinu. Fyrir örfáum milljörðum
ára var öll jarðarkringlan á kafi í sjó,
kannski að stöku eyja rétt styngi upp
kolli en það var undantekning og
óravegur á milli þeirra.
Enn í dag þekur hafið
yfir sjötíu prósent af yf-
irborði jarðar. Ein-
hvers staðar sá ég skrif
um að Jörð væri ekki
réttnefni plánetunnar.
Hún ætti að heita Haf.
Fyrir neðan mig voru
fjöll, skógar og land-
flæmi alveg þar til kom-
ið var upp í Helgeland.
Þar skárust firðir inn í
landið og göptu á móti
hafi sem náði alveg út
að ystu sjónarrönd í
vestri og hvarf þar í
grámóðu sjóndeildarhringsins eins
og fuglsfjöður sem þyrlast út í busk-
ann. Í hvert sinn sem ég yfirgef Ósló
og held norður, verð ég gagntekinn
sömu frelsistilfinningunni við að
losna úr viðjum landsins með öllum
sínum ám og vötnum, þar sem barri
rignir yfir iðandi mauraþúfur, og
komast út á sjó. Gefa sig á vald þessu
vaggandi ómælisdjúpi, lofsungnu í
gömlu sjómannasöngvunum allt frá
skútuöldinni og ómað hafa um
heimsins höf og stærstu hafnir í
borgum eins og í Marseilles, Liver-
pool, Singapúr eða Montevídeó til að
létta áhöfnum það verk að vinda,
slaka eða rifa seglin.
Sjómenn sem gerst hafa land-
krabbar minna
stundum á friðlausar
afturgöngur.
Kannski hafa þeir
kvatt hafið fyrir fullt
og allt en þó má lesa
úr öllu þeirra fasi að
þeir hafi bara rétt
skroppið í land. Þeir
losna aldrei við hafið
sem lætur ekki af
hrópum sínum á þá
en verður nú að gera
sér að góðu loðin
andsvör.
Langalangafi
minn hlýtur að hafa
verið ofurseldur þessari frumhvöt
þegar hann fór að þvælast vestur yfir
sænska dali og fjöll. Eins og laxinn
gekk hann eftir stórum ám, fyrst á
móti straumi og síðan með, allt þar til
hann náði til hafs. Hann gaf enga
skýringu á þvælingi sínum aðra en
þá að hann yrði að sjá hafið með eigin
augum. En hann hafði tæplega nein
áform um að snúa aftur. Kannski af-
bar hann ekki tilhugsunina um að
eiga eftir að kjaga lotinn um grýttar
sænskar heiðar það sem eftir lifði.
Hann hefur áreiðanlega verið stemn-
ingsmaður, draumóramaður með
krafta í kálfum, því hann komst á
tveimur jafnskjótum alla leið út að
ströndinni hérna. Hér stofnaði hann
fjölskyldu og réð sig þvínæst á
fraktskútu. Hún tók niðri í Kyrrahaf-
inu og allir um borð drukknuðu. Það
mætti halda að maðurinn hafi komið
af hafsbotni og orðið að komast
þangað aftur. Eins og til að vitja
þeirra heimkynna sem hann hafði
allan tímann vitað sig eiga. Það er
mín kenning um hann.
Það var hafið sem leysti ljóð Arth-
urs Rimbaud úr læðingi. Hafið varð
lykillinn að þeirri útvíkkun tungu-
málsins sem fleytti honum og sjálfri
ljóðlistinni inn í árroða módernism-
ans með ljóðinu „Le Bateau ivre“
(Drukkna skipið, 1871). Ljóðmæl-
andinn, sjálft skipið, er gömul fragt-
skúta sem flýtur stjórnlaust niður
heljarinnar fljót þar til hún nær ósi
og kemst út á opið haf. Skútan lendir
í foráttuveðri og sekkur til botns og
lifir framhaldslífi í djúpinu: Eftir það
var ég hafsins ljóði laugað, / þar var
sem áfir í strokk af stjörnum fyllt, /
gleypandi heiðið grænt, þar kunni
augað / drukknaðan sjá er flaut sem
rekald villt.
Í flugvélinni reyndi ég að rifja upp
eitthvað fleira úr „Drukkna skipinu“.
„Við friðlausar dunur sjávarfalla á
söndum.“ Og á hafsbotni úldnar
hvalurinn Leviatan í sefi og svört
angan leggst yfir drukkna skipið.
Það fær að heyra náhljóð búrhvals-
ins langt ofan í iðrum hafsins innan
um lúsétna og tröllvaxna orma, gull-
og söngfiskaspil – skynja það sem
fólk má aðeins telja sig hafa séð …
Það er sem „óráðshimnar“ hafi
opnað hlið sín og skipið upplifir ægi-
krafta hafsins, þrúgandi og frelsandi
í senn, þar til það mettast smám-
saman og sljóvgast. Þá fer það að
langa aftur í land. Til æskuslóðanna.
Þó ekki nema til að sjá dreng ýta
„bátkríli landi frá“.
Rimbaud hafði aldrei séð hafið
þegar hann samdi ljóðið sextán ára
gamall.
16
Bráð verður ekki spennandi fyrr
en hún fer að engjast á önglinum.
Því lengri tími sem líður uns að því
kemur, þeim mun minni spenna.
Við förum daglega út að vitja um
bráðina, bæði kvölds og morgna. Og
með hverjum deginum sem líður,
minnka líkurnar á að til tíðinda
dragi. Nokkrum sinnum hölum við
upp krókinn til að athuga hvort
spikið hangi enn á. Það sjást engin
bitför, aðeins nokkur skriðkvikindi
af botninum. Fúlsa hákerlingar við
eldislaxi? Hefur einhver annar ver-
ið fyrri til að svala hungri sínu,
kannski heimskautasugan? Það
skaðræði getur sogið innan úr heilli
lúðu á fáeinum klukkutímum ef hún
er látin hanga of lengi á línunni og
þá er ekkert nema hamurinn eftir
þegar dregið er upp. Eða er hval-
spikið kannski svo hreint og lykt-
arlaust að hákerlingin getur
ómögulega þefað það uppi?
Vitinn í Skrova blasir alltaf við
okkur þegar við erum úti á sjó, tein-
réttur og stoltur. Við siglum nærri
honum bæði á útleið og heimleið. Á
þriðja degi fæ ég það á tilfinninguna
að vökult auga vitans sé farið að
þrástara á okkur.
Við hefðum næstum getað gengið
þar á land en vegna straumanna
þarna í sundinu er það hægara sagt
en gert. Það er varla unnt að leggj-
ast þarna að á litlum báti nema
draga hann með sér upp.
Vitinn var byggður árið 1922.
Fyrstu tíu árin þar á eftir bjuggu
tvær fjölskyldur í vitanum sam-
tímis. Kannski var öruggast að hafa
þann háttinn á því alþekkt er að
vitaverðir sem búa einir í langan
tíma geta misst vitið. Margir héldu
ekki einangrunina út. Vitamála-
yfirvöld höfðu vit á að koma upp
farandbókasöfnum sem send voru á
milli vita, kannski í geðheilsuvernd-
arskyni. Fyrir hreina tilviljun hafa
nokkrar af bókunum endað í mínu
eigin bókasafni, meðal annars
nokkrar Íslendingasögur. Þegar ég
opna eina af þessum bókum og sé
merki vitamálastjórnar á innsíð-
unni hugsa ég til þess að bókin hafi
komið við í öllum vitum Noregs á
meðan þeir voru mannaðir. Ég sé
fyrir mér vitaverðina sitja með nef-
ið ofan í Íslendingasögunum á köld-
um vetrardögum þegar stormurinn
barði rúðurnar og lífið í vitanum var
orðið viðþolslaust af löngunum og
þrám.
Þokan hlýtur að hafa valdið
auknu álagi en frá árinu 1959 voru
þokulúðrar notaðir eins og sírenur í
vitanum. Hann sendi frá sér djúpt
væl sem nísti í gegnum merg og
bein og barst marga kílómetra
Í stríðinu yfirtóku Þjóðverjarnir
vitann í Skrova. Hermaður að nafni
Kurt átti að hafa hengt sig í vit-
anum ef marka má munn-
mælasagnir í Skrova sem ekki hafa
gleymst enda þótt þær séu kannski
hreinn tilbúningur ...
Hugleiðingar um hafið og hákerlingar
Í Hafbókinni, sem er með undirtitilinn Eða listin að veiða risaháfisk á gúmmíbáti fyrir opnu hafi árið um kring, segir norski blaðamaðurinn og
rithöfundurinn Morten A. Strøksnes frá því þegar gamlir vinir ásetja sér að veiða hákerlingu, sem heldur sig í djúpunum úti fyrir Skrova í
Lófóten í Noregi. Leiðangur þeirra verður jafnframt uppspretta hugleiðinga um töfra fiskveiða og sögu hafsins, upprifjun ævintýra úr heimi
sjóferða og sjómennsku og miðlar einnig fróðleik, ljóðlist og goðsögnum. Hér birtist hluti fyrsta kafla bókarinnar og hluti úr þeim sextánda.
Ljósmynd/Baard Henriksen
Veiðiferð Morten A. Strøksnes
BÆKUR