Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 62

Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Stríðsminjar í Elliðaárdal Í síðari heimsstyrjöldinni, 1940- 1945, var kömpum, þ.e. bragga- þyrpingum setuliðsins, komið upp nánast alls staðar í borgarlandinu þar sem því varð við komið. Þar á meðal voru nokkrir í Elliðaárdal. Kampar og stríðsminjar í landi Ártúns Fimm herkampar voru í landi Ár- túns, þar af þrír á því landi sem nú er undir borgarvernd og einn í jaðri þess. Tveir kampar voru sitt hvor- um megin við bæjarhólinn. Camp Alabaster (Camp Pers- hing) var skammt frá Elliðaárstöð. Þar voru aðalstöðvar breska setu- liðsins eftir að þær voru fluttar úr Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu. Alabaster var nafn á hernaðaráætlun Breta við töku Ís- lands. Þann 13. maí 1942 flutti bandaríska setuliðið hluta af að- alstöðvum sínum eða „Iceland Base Command HQ“ í þennan kamp. Breyttu þeir nafni hans í Camp Pershing. Camp Battle var norðan við Camp Alabaster/Pershing, hinum megin við bæjarhól Ártúns. Camp Hickham var í Ártúns- brekku, þar sem jarðhýsin eru nú, reistur af bandaríska setuliðinu. Camp Fenton Street var á þeim slóðum sem bílaumboðið BL er nú. Þann 22. apríl 1942 tóku Banda- ríkjamenn við yfirstjórn hers bandamanna á Íslandi úr höndum Breta. Af því tilefni fór herforingi Breta af landi brott en við yf- irstjórn breska hersins hér tók fylk- isforingi og voru aðalstöðvar hans í Camp Fenton Street. Auk þessa var einn kampur á Ár- túnshöfða (Camp Ártún) og tveir kampar voru vestan við Elliðaár, á móts við Ártún (Camp Pony og Camp New Merc- ur). Eins og nærri má geta höfðu kamp- arnir mikil áhrif á líf fólksins á svæð- inu. Til að mynda var öryggisgæsla svo ströng að jafn- vel börnin þurftu vegabréf til að komast heim til sín. Eftirminnilegt þótti að Elliðaárstöðin var máluð í felulitunum á stríðsárunum, ekki hvít eins og alltaf. En svo var raun- ar um ýmis önnur mannvirki einnig. Þegar setuliðið hvarf af landi brott í stríðslok fluttust íslenskar fjölskyldur inn í Camp Fenton Street og fékk hann þá nafnið Elliðaárhverfi. En nú hafa nær öll hernaðarmannvirki verið fjarlægð úr landi Ártúns. Einu ummerkin eru í Ártúnsbrekkunni. Annars veg- ar er það dæld eftir sandpokavígi sem nú er að mestu fallið saman. Hin ummerkin eru undir yfirborði jarðar, neðanjarðarbyrgi, sem búið er að hylja munnann á með jarð- vegi. Camp Baldurshagi Hann var þar sem nú er skeið- völlur hestamannafélagsins Fáks á Víðivöllum. Þetta var stór kampur með um 100 bröggum sem breska setuliðið reisti. Fyrst voru þarna breskir hermenn úr Duke of Wellington hersveitinni. Síðar, þegar landgöngu- liðar bandaríska sjóhersins komu til landsins, 7. júlí 1941, fengu þeir þar inni. Bretarnir fluttust þá að Geit- hálsi þar sem þeir reistu nýjan kamp. Ummerkin sem nú sjást eftir Camp Baldurshaga eru leifar af braggagólfum og sökklum. Enn- fremur var eitt húsið úr kampinum flutt í Seláshverfi og gert að íbúðar- húsi. Nafnið á kampinum er raunar villandi því að hinn upphaflegi Bald- urshagi er við Suðurlandsveg. Meðal íbúa í Camp Baldurshaga árið 1941 var Ralph Hannam, sem eftir stríðið settist að í Elliðaárdal. Skotbyrgi Í Breiðholtshvarfi, ofan við Ár- bæjarlón, er steypt skotbyrgi af þeirri gerð sem algeng var á stríðs- árunum og finnast enn m.a. í Öskju- hlíð. Þetta er steinkassi, um 3 m á hvern veg, og hefur verið skotrauf framan á honum. Þakplata byrg- isins er steypt og hefur lítið látið á sjá. Veggir eru hins vegar hlaðnir úr holsteini og eru þeir farnir að molna nokkuð. Börnin þurftu vegabréf til að komast heim Elliðaárdalur er stærsta græna svæðið innan Reykjavíkur, hluti af um- hverfi og menningarsögu borgarinnar og eitt vin- sælasta útivistarsvæði höfuðborgarinnar. Í nýrri bók um Elliðaárdalinn, Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur, er fjallað um gróðurfar, fuglalíf og fjölbreytilega jarðfræði dalsins og einnig sögu- staði og friðlýstar minjar. Í eftirfarandi kafla úr bókinni er í máli og myndum gerð grein fyrir ýmsum minjum frá stríðsárunum síðari. Ljósmynd/Leifur Þorsteinsson Minjar Skotbyrgi frá stríðsárunum í Breiðholtshvarfi. Myndin er tekin árið 1998 en nú er byrgið hulið trjágróðri. Ljósmynd/Imperial War Museum Hernám Camp Baldurshagi við Elliðaár ofan Vatnsveitubrúar, þar sem nú er skeiðvöllur Fáks á Víðivöllum. Myndin er tekin í átt að Breiðholti. BÆKUR ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.