Morgunblaðið - 15.12.2016, Side 65

Morgunblaðið - 15.12.2016, Side 65
eykur meðal annars framleiðslu á köfnunarefnisoxíði (NO), dregur úr tilhneigingu til segamyndunar, lækkar blóðþrýsting og blóðsykur og eykur HDL í blóði. Ekki þarf nauðsynlega mikla áreynslu til að hafa jákvæð áhrif á þessa þætti og mælt er með að nýta sér þau tæki- færi til hreyfingar sem bjóðast á hverjum degi, til dæmis með því að nota stiga frekar en lyftur, ganga stuttar vegalengdir frekar en að ferðast í bíl, og svo framvegis. Því meiri sem hreyfingin er, því betri áhrif á hjartaheilsuna. Regluleg þol- og styrktarþjálfun hefur enn frekari jákvæð áhrif og ber að hvetja alla til að stunda reglulega líkamsþjálfun til að stuðla að bættri heilsu. Kyrrseta er sjálfstæður áhættuþáttur kransæðasjúkdóma. Með meiri notkun tölvu og sjón- varps og alls kyns hjálpartækja við daglegt líf hefur kyrrseta í vest- rænum samfélögum aukist verulega síðustu áratugi. Vegna hinna skaðlegu áhrifa er oft talað um kyrrsetu sem „hinar nýju reykingar“ vestræns lífsstíls. Þann- ig er ekki nóg að hvetja fólk til að auka hreyf- ingu og líkamsþjálfun til að minnka áhættuna á hjarta- og æða- sjúkdómum, heldur er ráðlegt að minnka kyrr- setu eins og hægt er. Mataræði og áfengi Fjallað er ítarlega um mataræði í kafla 6. Í stuttu máli stuðlar aukin neysla á ávöxtum, grænmeti, hnet- um, trefjum og fiski að minni áhættu á æðakölkunarsjúkdómi. Einnig er mælt með að takmarka neyslu mettaðrar fitu en auka neyslu fjölómettaðrar fitu og grófs korns. Ef fituminnk- un leiðir hins vegar til meiri neyslu á fín- unnum kolvetnum verður enginn ávinn- ingur af mataræð- ismeðferðinni. Því er ráðlagt að takmarka neyslu einfaldra kol- vetna sem er í sykr- uðum drykkjum, sælgæti og sæta- brauði. Hollt mat- aræði minnkar lík- urnar á æðakölkunarsjúkdómi og lækkar blóðþrýsting sem hefur jákvæð áhrif á blóðfitur og sykurefnaskipti. Vegna tengsla saltneyslu við hækk- aðan blóðþrýsting er almennt ráð- lagt að takmarka magn salts í fæðu. Áfengi í hófi verndar gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Of- neyslu ber að varast þar sem hún eykur meðal annars áhættu á há- þrýstingi, hjartabilun og gáttatifi og mörgum öðrum sjúkdómum ut- an hjarta- og æðakerfisins. Sálrænir og félagslegir þættir Þeir sem standa höllum fæti fé- lagslega, eru atvinnulausir, hafa litla menntun og lágar tekjur, búa við streitu og álag í vinnu og einka- lífi eða lítinn stuðning fjölskyldu eru í aukinni hættu á að þróa með sér kransæðasjúkdóm. Eftir að þeir veikjast eru horfur þeirra sömu- leiðis verri en hinna sem ekki til- heyra þessum hópum. Þeir sem standa í lægri þrepum þjóðfélags- stigans eru líklegri en aðrir til að reykja, þeir búa við verra mataræði og eru síður líklegir til að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast til heilsu- samlegs lífs og einstaklingsmiðaðra forvarna. Þeir eru líklegri til að fylgja ekki meðferðarráðgjöf og hætta lyfjatöku oftar en þeir sem eru betur staddir félagslega. Þessu tengjast andleg vanlíðan og þung- lyndi sem sömuleiðis hefur áhrif á horfur (sjá kafla 16). Sykursýki, offita og kæfisvefn Ofþyngd (þyngdarstuðull 25-30 kg/m2) og offita (þyngdarstuðull >30 kg/m2) auka líkur á dauðs- föllum vegna hjarta- og æða- sjúkdóma. Áhrif ofþyngdar og of- fitu eru margvísleg og má þar nefna hækkaðan blóðþrýsting, verri blóðsykurstjórn, auknar líkur á sykursýki og kæfisvefni. Mælt er með þyngdarstjórnun hjá þeim sem eru yfir kjörþyngd til að hamla gegn þessum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Einstaklingar með sykursýki eru að minnsta kosti í tvöfaldri hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóm miðað við þá sem eru með eðlileg syk- urefnaskipti. Stór hluti þeirra sem eru með sykursýki, sérstaklega sykursýki 2, eru að auki með of há- an þyngdarstuðul. Aukning offitu og sykursýki 2 hefur dregið tals- vert úr þeim árangri sem náðst hef- ur á flestum Vesturlöndum í fækk- un tilfella kransæðastíflu og dauðsfalla af hennar völdum. Að óbreyttu má búast við að þessi þró- un ásamt öldrun íslensku þjóð- arinnar leiði til þess að dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma fari aft- ur fjölgandi á komandi áratugum. Sjúklingar með sykursýki eru í mikilli hættu á æðakölkunar- sjúkdómi og eru meðhöndlaðir samkvæmt því með blóðfitulækk- andi lyfjum, strangri blóðþrýst- ingsstjórn og blóðsykurlækkandi meðferð. Hornsteinn meðferð- arinnar er þó lífsstílsmeðferð þar sem áhersla er lögð á þyngd- arstjórnun, hreyfingu, hollt mat- aræði og reykleysi. Kæfisvefn (obstructive sleep ap- nea) er algeng svefntruflun þar sem öndun truflast af samfalli önd- unarvega. Þessi sjúkdómur er til staðar hjá um 9% kvenna og 24% karla og er sterklega tengdur bæði offitu og sykursýki 2. Kæfisvefn eykur hlutfallslega hættu á hjarta- og æðasjúkdómi um 70%. Við önd- unarstopp hækkar blóðþrýstingur og súrefnismettun lækkar sem stuðlar að losun bólgusameinda, truflun á starfsemi æðaþels og þró- un æðakölkunarsjúkdóms. Kæfi- svefn tengist einnig háþrýstingi, gáttatifi, hjartabilun og heila- áföllum. Langvinnir sjúkdómar Ýmsir langvinnir sjúkdómar eru tengdir aukinni áhættu á æðakölk- unarsjúkdómi, þar með talin nýrna- bilun, skjaldkirtilssjúkdómar, lang- vinnir lungnasjúkdómar og liðagigt. Tengslin eru flókin og margþætt og spila þar inn í meðal annars sameiginlegir áhættuþættir (reykingar, hreyfingarleysi, há- þrýstingur, sykursýki og fleira), bólga, vanstarfsemi í storkukerfi líkamans, hormónaójafnvægi og erfðafræðilegir þættir. Áhætta Helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóms eru vel þekktir, til að mynda aldur og kyn og ættarsaga. 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Á lóðinni stendur veglegt timburhús reist af Sjúkrahúsfélagi Reykjavíkur á árunum 1882-1884 úr timbri á hlöðnum kjallara. Inngangar með stigahúsum eru bæði í suður og norðurhluta hússins. Húsið er klætt með bárujárni og timbri. Um er að ræða kjallara, tvær hæðir og ris. Á tillögu að deiluskipulagi, dagsett 25. okt. 2016, verður húsið skilgreint íbúðarhús/fjölbýli og heimilað er að skipta húsinu upp í allt að fjórar íbúðir samtals 628 fm. Lóð verður minnkuð og verður eftir breytingu 280 fm. Óheimilt verður að reka gististarfsemi í húsinu. Byggingarreitur (96 fm). Á lóðinni er einnig gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja hús á tveimur hæðum með risi og kjallara samtals 186 fm. Íbúðarhús og/eða hreinleg atvinnustarfsemi, þó engin gististarfsemi. Ekki mega vera fleiri íbúðir í húsinu en ein. Þetta verður Þingholtsstræti 25b 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA Þingholtsstræti 25 Farsóttarhúsið - 101 Reykjavík Kjartan Hallgeirsson Löggiltur fasteignasali kjartan@eignamidlun.is 824 9093 Úlfar Þór Davíðsson Löggiltur fasteignasali ulfar@fastborg.is 844 6447 NÝTT Í SÖLU Húsið verður til sýnis þriðjudaginn 20. desember milli kl. 16 0g 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.