Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Mánudagur 27. júní Stærsti dagurinn í sögu íslenskrar knattspyrnu er runninn upp. Alla- vega hvað karlalandsliðið okkar varðar. Þetta var líka hægt að segja fyrir leikinn gegn Portúgal, fyrir leikinn gegn Ungverjalandi og fyrir leikinn gegn Austurríki. Og það var allt saman rétt. En nú er Ísland í þann veginn að fara að mæta Eng- landi í sextán liða úrslitunum á EM. Einhvern tíma hefðu væntingar um slíkan leik verið kallaðar óraunhæfar skýjaborgir – en ekki lengur. Þetta er að gerast, hér og nú. Í hinni fal- legu Nice þar sem flautað er til leiks klukkan 21 að staðartíma í kvöld ... Hérna vorum við Hlín Baldursdóttir eiginkona mín í sum- arfríi fyrir tveimur ár- um og hingað ætlum við aftur í ágúst. Það er því skemmtilegur bónus að vera mættur til Nice í þessum erindagjörðum. Fjalla um þessa við- ureign Íslands og Eng- lands. Hreinustu forréttindi eins og svo margt annað í þessu starfi. Ég væri ekki búinn að koma til allra þessara landa, borga og staða á und- anförnum þremur áratugum ef ekki væri fyrir allar vinnuferðirnar. Dagurinn er tekinn snemma. Það er ekki hægt að koma hingað öðru- vísi en að gefa sér tíma til að hugsa um annað en vinnuna, ganga niður í miðbæinn og njóta lífsins í nokkra klukkutíma. Hingað er mætt svo vösk viðbótarsveit til vinnu úr Há- degismóunum til að fjalla um allt mannlífið í kringum þennan stóra viðburð að stutt frí er algjörlega leyfilegt. En sá sem starfar sem blaðamaður er alltaf í vinnunni. Þannig er það bara. Á letilegri göngu fyrir ofan ströndina skemmtilegu, meðfram götunni rómuðu Prome- nade des Anglais, fer ég að rekast á fólk sem er að selja miða á leikinn í kvöld. Það gengur um með pappa- spjöld með skilaboðum um að miðar séu til sölu. Enskt par, á að giska um sextugt, situr á einu handriðanna með auglýsingu um að fjórir miðar séu til sölu á Ísland – England. Ég get ekki stillt mig um að byrja að taka myndir út í loftið, eina „alveg óvart“ af parinu, og flýti mér síðan í skugga af næsta tré. Sendi myndina það- an heim beint úr síman- um – og viti menn: Hún er komin á mbl.is eftir örfáar mínútur með frétt um að verið sé að selja miða á svörtu á ströndinni í Nice. Svona er fjölmiðlunin í dag! Þegar við vorum í París, fyrir leik- inn gegn Austurríki, hittum við einn besta knattspyrnudómara landsins um árabil, Kristin Jakobsson fyrr- verandi milliríkjadómara, sem er Kópavogsbúi og ÍK-ingur að upp- runa. Kristinn er í eftirlitsstörfum á vegum UEFA á mótinu auk þess að vera með fjölskyldunni í fríi. Þá kvöddumst við með orðunum: Sjáumst í Nice. Í verslunargötu í Nice rekst ég aftur á Kristin sem er fljótur að minna á það sem okkur fór á milli síðasta miðvikudag. Við kveðjumst að sjálfsögðu með orð- unum: Sjáumst í París á sunnudag- inn! Aðalmáltíð dagsins er snædd um tvöleytið í gamla bænum, sem er enn einn skemmtilegur hluti borg- arinnar. Þröngar götur að hætti Suð- ur-Evrópu og allt fullt af veit- ingastöðum og verslunum. Svo er haldið á hótelið til að undirbúa vinnu kvöldsins og slaka aðeins á. Fyrir ut- an það og í götunum í kring er fullt af Íslendingum en miðar sem fengust í gegnum KSÍ voru afhentir í næsta húsi við hótelið. Þarna rekumst við meðal annars á Ásgeir Sigurvinsson sem missti af Austurríkisleiknum í París en þennan gat hann ekki fyrir nokkurn mun látið framhjá sér fara. Ásgeir er tvímælalaust einn af betri knattspyrnumönnum sögunnar sem ekki fengu tækifæri á stórmóti. Gummi félagi minn var fyrr um dag- inn búinn að hitta tvo fyrrverandi formenn KSÍ, Ellert B. Schram og Eggert Magnússon, sem ekki gátu heldur hugsað sér að sitja heima ... Þegar við erum að gera okkur klára í rútuferðina frá hótelinu á völlinn klukkan 17.30 berast þær fréttir að það muni taka um 90 mín- útur að komast þessa sex kílómetra leið að leikvanginum. Búið sé að loka öllum aðalgötum á leiðinni, sem sé gert til þess að sem flestir nýti sér almenningssamgöngur til að fara á völlinn. Bílastæði í nágrenni hans ráði engan veginn við 35 þúsund manna leiki. Þetta er ekki sérlega uppörvandi. En við erum með And- raz sem fararstjóra og hann á tromp uppi í erminni. Slóveninn fer og ræð- ir við lögregluna sem er í kringum hótelið og nær að sannfæra þá um að við séum það mikilvægir að tveir lög- regluþjónar á mótorhjólum séu sendir með okkur eftir lokuðu göt- unum til vallarins. Snillingur hann Andraz. Við rennum af stað í lög- reglufylgd, brunum eftir auðum að- algötum með þessa tvo á undan okk- ur, og erum bara 20 mínútur upp á völl. Þá passar það til að um það leyti sem við setjumst við borðin í nær troðfullri fréttamannamiðstöðinni er flautað til leiks hjá Spánverjum og Ítölum á Stade de France í París. Þessar tvær stórþjóðir þurfa að kljást strax í sextán liða úrslitum. Ítalir fá ekki nein sérstök verðlaun fyrir að vinna sinn riðil því spænsku Evrópumeistararnir urðu í öðru sæti í sínum riðli og eru þessvegna mót- herjar þeirra í fyrri leik dagsins, Lygilegt afrek á Allianz Riviera Í bókinni HÚH! - Ísland á EM 2016 segir Víðir Sigurðsson frá ævintýralegri þátttöku íslenska karlalandsliðsins í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Víðir hélt til í sömu borg og landsliðið, Annecy, og fór þaðan í leikina fimm í St. Étienne, Marseille, París og Nice, og skrifaði bókina jafnóðum, frá degi til dags, á meðan keppnin stóð yfir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stuðningsmenn Íslenska liðið fékk gríðarlega góðan stuðning á leiknum í Nice, eins og í öðrum leikjum sínum í Evrópukeppninni. BÆKUR GEFÐU GÓÐA GJÖF UM JÓLIN Oakley bretta- og skíðagleraugu, margar gerðir. Oakley bretta- og skíðahjálmar, margir litir, frá kr. 25.900.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.