Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 82

Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 82
Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa ákveðið að binda enda á herferð þar sem teiknimyndaofurhetjan Won- der Woman, eða Ofurkonan, er í for- svari. Frá þessu er greint á vef BBC. Innan við tveir mánuðir eru síðan Of- urkonan var gerð að velgjörðar- sendiherra SÞ í þeim tilgangi að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Ákvörðunin mætti strax mikilli gagnrýni, en margir töldu óviðeig- andi að velja sem velgjörðar- sendiherra konu sem væri hlutgerð kynferðis síns vegna. Undir- skriftasöfnun var hrundið af stað og rituðu 45 þúsund einstaklingar nafn sitt í mótmælaskyni við ákvörðunina. Ekki hafa fengist neinar opinber- ar skýringar frá SÞ um endalok her- ferðarinnar, en Jeffrey Brez, tals- maður SÞ, sagði við Reuters ekkert óeðlilegt við það að herferðir með skálduðum per- sónum entust að- eins í nokkra mánuði. Talsmenn DC Entertainment, sem gefur út teikni- myndablöðin með Ofurkonunni, sögðust ánægðir með að ofurhetjan hefði lagt sitt að mörkum í þágu góðs málefnis. Bæði DC Entertain- ment og Warner Bros gerðu samn- ing við SÞ og UNICEF til eins árs vegna verkefnis sem stuðla á að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Ekki lengur velgjörðarsendiherra 82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Á UNGA FÓLKIÐ Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Afgreiðum samdægurs Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Það má segja að eitt umfjöllunar- efnið í þessum verkum sé lífið, dauð- inn og tíminn – grundvallaratriði í mannlegri tilvist. Þetta eru stóru spurningarnar,“ segir Elín Hans- dóttir myndlistarkona þar sem við stöndum í sýningunni sem hún kall- ar Simulacra og verður opnuð í i8 galleríi við Tryggvagötu í dag kl. 17. Þetta er innsetning í sal gallerís- ins hvar níu innrammaðar myndir eru á veggjum; ámálaðar ljósmyndir sem augsýnilega eru teknar þarna í salnum sem Elín breytir á róttækan hátt. Í stað voldugrar burðarsúl- unnar í salnum miðjum er kominn stöpull í myndunum og yfir honum hangir voldugur og litríkur blóm- vöndur, vöndur sem visnar eftir því sem líður á myndröðina og sjónar- hornin breytast; laufin taka að falla af stilkunum þegar tíminn líður. Latneskt heiti sýningarinnar vís- ar í yfirborðslegar líkingar og óljósa svipi. Við gerð myndanna segist El- ín hafa notast við sjónræna brellu- aðferð sem er þekkt frá kvikmynda- gerð fyrri tíma, og var í raun beitt alveg fram undir nýliðin aldamót. Tvívíð mynd breytir skynjun „Aðferðin byggir á því að stórri glerplötu var stillt upp fyrir framan kvikmyndavélina og raunsæisleg málverk máluð á glerið. Þau bættu einhverju við landslagið eða arki- tektúrinn sem var verið að kvik- mynda,“ segir Elín og nefnir sem dæmi eftirminnilega lokasenu kvik- myndarinnar Apaplánetunnar frá 1968, þar sem aðalpersónan, sem hefur talið sig vera á óþekktri plán- etu, kemur að Frelsisstyttunni sem er þar skökk og hálfgrafin í sand. Styttan var sett á slíku glermálverki fyrir framan tökuvélina. „Ég heillaðist af þessari aðferð,“ segir Elín, „og beiti henni í þessum verkum hér. Á sínum tíma sparaði þetta mikinn kostnað við kvik- myndagerð, auk þess sem hægt var að skapa umhverfi og mannverki sem ekki var hægt að byggja. Það heillaði mig að með þessari tækni mætti breyta með ótrúlega einföld- um hætti ramma og því sem maður sér – einfaldlega með því að mála á gler. Gera tvívíða mynd sem breytir skynjun okkar á þrívíðum heimi.“ Við samþykkjum blekkinguna – Í dag gætir þú valið að vinna þessar myndir með stafrænni tækni, taka þær inn í sýndarveru- leika, en þess í stað tekur þú upp þennan hefðbundna miðil, mál- verkið. „Í því vali felst ákveðinn ófull- komleiki – þetta er á vissan hátt ómögulegt verkefni. Verkin eru ekki fullkomin, menn vita og sjá að þau eru máluð, en ég hef áhuga á augna- blikinu þegar áhorfandinn ákveður að líta framhjá göllunum og gangast við sjónblekkingunni. Þetta má ekki vera of fullkomið! Við sjáum öll að þetta er ófullkomið en samþykkjum samt blekkinguna. Hún skiptir ekki máli,“ segir hún og við veltum fyrir okkur hvort það sé ekki aftur tákn fyrir lífið, það verð- ur aldrei fullkomið. – Auk þess að beita tækni sem var notuð þar til tölvurnar tóku yfir málar þú blómvöndinn sem verður að tákni fyrir tímann. Í níu römm- um sjáum við blómin sölna í þessari gerviuppstillingu. Í því er sterk list- söguleg vísun. „Vissulega. Og tengist hefð- bundnum kyrralífsmyndum, en ég hef skoðað mikið af slíkum verkum frá 17. og 18. öld, sérstaklega holl- enskum. Þau voru á sínum tíma tal- in neðst í virðingarstiga myndlistar en fyrir því voru trúarlegar ástæð- ur; Guð skapaði manninn og sá sem gat málað manninn á raunsæislegan hátt var nær Guði sem sá sem mál- aði plöntur. Kyrralífsmyndir voru að vissu leiti ígildi plakatsins í dag. Og líklega er enn í dag smávegis lit- ið niður á blómauppstillingar – ég stend sjálfa mig að því að spyrja: Hva, ertu að mála blóm á gler!“ Óvissan er mikilvæg Veggir sýningarrýmisins eru hver í sínum lit og Elín segir þá þjóna þeim tilgangi að vera eins konar leiðarvísir. Blómvöndurinn sést síð- an í myndunum níu frá jafn mörgum sjónarhornum, þar sem farið er hringinn kringum vöndinn – og súl- una – í salnum. Þar kemur tímaþátt- urinn inn í myndröðina. Verkin og framsetningin mynda áhrifaríka heild og þegar Elín er spurð að því hvort útkoman sé eins og hún sá hana fyrir sér segir hún að engin verka sinna endi eins og hún ímyndaði sér þau í byrjun. „En mér finnst það gott, óvissan sem í því felst er mikilvæg. Ég sá þessa sýningu fyrst í gær sem eina heild. Þessi burðarsúla hér í rýminu miðju spilar stórt hlutverk og mér fannst áhugavert að taka hana í burtu og setja eitthvað lífrænt inn í salinn sem ynni gegn þyngdaraflinu. Blómvöndurinn svífur yfir stöpl- inum, hann er ekki í vasa.“ Ólík upplifun áhorfenda „Það eru aldrei verkin sjálf sem mér þykja skipta máli heldur hvað gerist milli áhorfandans og verksins sem hann upplifir; fólk kemur hér inn og áttar sig kannski ekki alveg á því hvað þetta er…“ segir Elín. – Er upplifun gestsins þá alltaf lykilatriði? Virkni áhorfandans? „Hún er það en er líka jafn mis- munandi og við erum öll ólík. Ég hef enga ákveðna hugmynd um hvað fólk eigi að upplifa. En ég hef áhuga á þessu augnabliki þar sem maður er beðinn um að staldra við og líta aðeins í kringum sig, þótt það séu ekki nema nokkrar sekúndur eða mínútur.“ – En varðandi málverkið; hefur þú eitthvað fengist við að mála? „Nei,“ segir hún og hlær. „En ég leita iðulega í eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Hópur fólks hefur aðstoðað mig að mála verkin og þar koma mismunandi stílbrigði inn.“ – Og þú velur ekkert auðveldan eða einfaldan vönd að mála? „Nei! Ég setti hann sjálf saman og var ekkert að gera mér verkefnið auðveldara. En varðandi kyrralífs- nálgunina fannst mér áhugavert að vendirnir í gömlu málverkunum eru oft ótrúverðugir, hvað það varðar að í þeim eru blóm mismunandi árs- tíða. Og stundum eru smáar plöntur óeðlilega stórar miðað við aðrar. Það er því verið að teygja veru- leikann til, sem þýðir að vendirnir eru ekki málaðir í rauntíma heldur samsettir. Í mörgum þessum verka er fjallað um lífið, dauðann og tímann, og á sama tíma er mörgum augnablikum skeytt saman í eina heild, ekki ósvipað og ég geri hér.“ Lífið, dauðinn og tíminn  Elín Hansdóttir opnar sýninguna Simulacra í i8 galleríi í dag  Beitir margreyndum blekkingum Morgunblaðið/Einar Falur Blómamálverk „Þetta má ekki vera of fullkomið,“ segir Elín Hansdóttir, sem stendur hér í innsetningu sinni, við súluna sem hún fjarlægir. Á veggjum eru níu myndverk sem sýna salinn og svífur blómvöndur í honum miðjum. Annað árið í röð vann Adele til tvennra verðlauna þegar tónlistar- verðlaun BBC voru afhent, en vegna anna sá hún sér ekki fært að mæta. Plata Adele, 25, var valin besta plata ársins og lagið „Hello“ besta lag ársins. Robbie Williams sló á létta strengi þegar hann tók við verð- laununum fyrir hönd Adele. „Halló, þetta er ég,“ sagði Williams og vís- aði þar í upphafslínu lagsins „Hello“. „Þið hafið væntanlega átt- að ykkur á því að ég er ekki Adele,“ sagði Williams og las í framhaldinu upp yfirlýsingu frá söngkonunni þar sem hún sagðist miður sín að geta ekki ver- ið á staðnum, en hún hefði þörf fyrir að vera heima hjá fjöl- skyldu sinni í Los Angeles eftir mikið tónleika- hald. „Það er mikill heiður að veita verðlaunum þínum viðtökur. Þetta er frábær plata og þú átt þetta skilið. Þú ert líka frábær mamma og leggur hart að þér. Til hamingju.“ Adele með bestu plötuna og besta lagið Adele
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.