Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 84

Morgunblaðið - 15.12.2016, Síða 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is Herslulykill 1/2" 18V Hámarks átak 400 Nm, 3 átaksstillingar 1,5 Ah rafhlaða og hleðslutæki fylgir ásamt lofttoppum 17, 19, 21mm. Kemur í tösku RB 5133002476 33.921 Tilboð Áður 37.690.- 10.990 Tilboð Áður 16.900.- Topplyklasett 1/2" 10-36mm Vandað topplyklasett frá RedTex. Toppar 10-36mm, skrall 1/2", framlengingar, átaksskaft og liður. Samtals 23 stk. RT MS423 Raspberry Pi 3 er gríðarlega vinsæl smátölva sem má t.d. nota sem margmiðlunarspilara, til stýringar, eftirlits og fjölda verkefna. Eigum eitt mesta úrval landsins af Raspberry Pi og Arduino aukahlutum. Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Raspberry PI 3 Verð frá 9.990 kr. Handskrifuð bók eftir J.K. Rowling sem gerist í galdraheimi Harrys Potter var seld á uppboði hjá Sothe- by’s í London fyrir 370 þúsund sterl- ingspund, sem samsvarar tæpum 53 milljónum ísl. kr. Frá þessu er greint á vef BBC. Bókin nefnist The Tales of Beedle the Bard (Sagan af barðanum Beedle), en minnst er á titilinn í loka- bók seríunnar um galdrastrákinn, Harry Potter og dauðadjásnin. Upp- haflega útbjó Rowling sjö eintök af bókinni árið 2007 sem hún handskrif- aði og myndskreytti, en sagan er um sex þúsund orð. Hún gaf sex völdum vinum eintak, en sjöunda eintakið var selt á uppboði hjá Sotheby’s og greiddi Amazon 1,95 milljónir sterl- ingspunda fyrir bókina árið 2007, sem var metverð fyrir bókmenntatexta úr samtímanum. Kaupverðið rann til góðgerðarfélagsins The Children’s Voice. Bókin var formlega gefin út í desember 2008 og rann ágóðinn einn- ig til góðgerðarmála. Eintakið sem slegið var hjá Sothe- by’s í vikunni var áður í eigu Barry Cunningham, sem fyrstur gerði út- gáfusamning við Rowling og greiddi þar með götu hennar að því að verða alþjóðlegur metsöluhöfundur. Ein- takið var selt með vitund og sam- þykki höfundar, en Cunningham hyggst láta hluta söluverðsins renna í góðgerðarsjóð hennar. Bókin var inn- bundinn í leður, skreytt silfurhaus- kúpu og ýmsum skrautsteinum. Ein- tak Cunningham áritaði Rowling með orðunum: „Til Barrys, mannsins sem taldi að allt of löng skáldsaga um galdrastrák með gleraugu gæti selst ágætlega… TAKK.“ Bók Rowling seld fyrir 53 milljónir króna Ljósmynd/Sotheby’s Skreytt Handskrifaður texti Rowl- ing á saurblaði bókarinnar. Fyrir ári kom út skáldsaganGeirmundar saga heljar-skinns, eftir rithöfundinnog fræðimanninn Berg- svein Birgisson sem býr og starfar í Noregi. Sagan hefur undirtitilinn Ís- lenzkt fornrit og er að öllu leyti sett upp eins og bók í útgáfu Fornrita- félagsins á Íslendingasögunum, með ítarlegum formála þar sem tekist er á við spurningar um verkið, rit- unartíma, mögulega höfunda og að- alpersónuna fyrir miðju, landnáms- manninn Geirmund heljarskinn sem nam norðanverðan Breiðafjörð og hluta Vestfjarða og bjó þar sem nú er Skarð á Skarðsströnd. Þetta er ein athygl- isverðasta skáldsaga sem út hefur komið hér á síðustu árum; unnið er frumlega með sagnaarfinn og af augsýnilegri þekk- ingu á söguefni, sagnaritun og sviðinu öllu – og frásögnin spriklandi skemmti- leg. Og víst þekkti Bergsveinn umfjöll- unarefnið vel því tveimur árum fyrr hafði komið út í Noregi og á norsku bók hans Svarti víkingurinn, um Geirmund heljarskinn. Hún vakti verðskuldaða athygli og hefur höf- undurinn nú, ásamt Evu Hauks- dóttur, þýtt bókina á íslensku og jafnframt aukið hana að vöxtum. Þetta er fræðirit en þó leyfir höf- undurinn sér eitt og annað sem les- endur hefðbundnari fræðiverka eiga ekki að venjast; hann er afar nálæg- ur í frásögninni þar sem hann gjarn- an sviðsetur og veltir vöngum, grein- ir frá tilgátum og leit að staðfestingu, er örvilnaður þegar illa gengur en kætist mjög þegar stoðum er rennt undir hugmyndir og kenningar um uppruna og líf Geirmundar helj- arskinns. Sjálfur segir Bergsveinn í athyglisverðum lokaorðum bókina „öðrum þræði formtilraun, viðleitni til að brúa bilið á milli fræðimanns og rithöfundar og nota bæði heilahvelin samtímis. Útkoman er blendingur, nokkurskonar „röksaga“ (eða argu- mentum eins og það hét) þar sem röksemdir fyrir mínum túlkunum eru reifaðar í aftanmálsgreinum. Bókin er drifin af ástríðu en öguð af lærdómi […] Ég lít á bókina sem vís- indalegt rit“ (328). Ekki er víst að allir skrifi undir þá hugmynd að ritið sé í alla staði vís- indalegt en víst er það listavel skrifað og afskaplega forvitnilegt, nánast hvernig sem á það er litið. Stundum gleymir höfundurinn sér í smáat- riðum og eltingarleiknum við menn og hugmyndir, en skriðþungi frá- sagnarinnar eykst sífellt er á líður og endar bókin sem hálfgildings spennusaga þar sem lesandinn vill svo gjarnan samþykkja allar hug- myndirnar um veru, völd og áhrif Geirmundar heljarskinns á Íslandi, þessa manns sem höfundurinn segir að hafi þegar fljótlega eftir dauða sinn verið skipulega skrifaður út úr þeirri Íslandssögu sem síðan hefur verið haldið að landsmönnum. Og ein meginástæðan sú að hann var öðru- vísi, „svartur“; af mongólskum upp- runa frá Bjarmalandi. Bergsveinn hefur í sjálfu sér ekki á mörgu að byggja þegar hann leggur í að skrifa þessa bók um sögu sem þó hefur lengi verið honum hugleikin. Í hinum fornu sögnum er afar lítið af Geirmundi að segja, hann er þó sagð- ur „göfugastur land- námsmanna“, hann ríður um sveitir með áttatíu vígamenn og sagður bæði dökkur og ljótur. Það er síðan aðdáunarvert hvernig höfundurinn notar þær heimildir og upplýsingar sem hann grefur upp, og styður við þær með kenningum og allrahanda rann- sóknum, um tungumál, erfðir og þær þjóðir sem byggðu Norðurlönd, Bretlandseyjar og Bjarmaland. Og ekki vantar skáldleg tilþrif í mál og stíl, eins og þegar höfðinginn leggst með einni keltnesku ambáttinni: „Það er hér sem þau mætast, nor- ræna sáðfruman og keltneska eggið. Erfðir beggja fléttast saman og mynda órofa örlagaþráð“ (256). Meginsvið sögunnar eru þrjú: Noregur fyrst, þar sem greint er frá uppvexti og bakgrunni Geirmundar – og hefði mátt stytta sviðsetningar frá ferð hans ungs með föður sínum og mönnum hans upp með strönd Nor- egs; þá Írland og loks Ísland, þar sem allt kemur saman með pæl- ingum um staðhætti, örnefni, þjóð- leiðir og heimildir. Bergsveinn færir ítarleg rök fyrir kenningum sínum um það veldi sem Geirmundur hafi byggt upp hér á landi, og hafi það ekki byggst á landbúnaði eins og sagnritarar hafi fullyrt, heldur þeirri reynslu sem hann aflaði sér meðal móðurfólksins, Bjarma, við að veiða og nýta rostunga, en bæði lýsið af þeim og húðirnar voru sæfarandi vík- ingum afar mikilvæg – og því unnt að efnast verulega á viðskiptum með vörurnar. Og telur Bergsveinn hann hafa haldið hér fjölda þræla sem unnu verkin og vígamenn sem gættu þeirra. Heilllandi er hvað höfundurinn leitar víða fanga, hvað hann vísar á margt og hvað hugurinn er frjór í endursköpun þessa forna heims; aftanmálsgreinar eru á sjöunda hundrað talsins, margar fróðlegar og aðrar bráðskemmtilegar – þær hefðu átt að vera neðanmáls á síðunum því sífelldar flettingar urðu hvimleiðar. En þetta er stórskemmtileg og hrífandi frásögn; persónulegar pæl- ingar um landnámið og landnáms- menn sem ögra ýmsum kenningum en hljóma afar sennilega, enda vel undirbyggðar og settar fram af aðdá- unarverðri ástríðu fyrir söguefninu – og um leið einbeittum vilja til að rétta hlut Geirmundar í þessari sögu allri. Morgunblaðið/Einar Falur Fræðimaður „Þetta er stórskemmtileg og hrífandi frásögn; persónulegar pælingar um landnámið og landnáms- menn sem ögra ýmsum kenningum en hljóma afar sennilega,“ segir um bók Bergsveins Birgissonar. Ástríðufull leit að Geirmundi heljarskinni Fræði Leitin að svarta víkingnum bbbbm Eftir Bergsvein Birgisson. Íslensk þýðing: Eva Hauksdóttir og Bergsveinn. Ný og aukin útgáfa byggð á Den svarte vikingen (2013). Bjartur, 2016. Innbundin, 416 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.