Morgunblaðið - 15.12.2016, Qupperneq 92
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 350. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Erfingjar vilja koma hreint …
2. Alan Thicke látinn
3. Bensínleysið býður upp á …
4. Stór skandall skekur Svíþjóð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Strengjasveit skipuð nemendum úr
Tónskóla Sigursveins leikur í Bóka-
safni Seltjarnarness í dag kl. 17 undir
stjórn fiðlukennarans Helgu Þór-
arinsdóttur. Fluttur verður Jóla-
konsert Corellis og þekkt jólalög á
borð við Nóttin var sú ágæt ein, Hvít
jól og fleiri sem koma gestum í
hátíðarskap. Aðgangur er ókeypis.
Strengjasveit leikur
jólatónlist í dag
Hrafnhildur
Gunnarsdóttir,
leikstjóri og fram-
leiðandi, hlýtur
heiðursverðlaun
WIFT (Samtaka
kvenna í sjónvarpi
og kvikmyndum)
sem veitt voru í
fyrsta sinn í til-
efni af tíu ára afmæli WIFT á Íslandi.
„Hrafnhildur hefur í verkum sínum
fjallað um mannréttindamál, jafn-
réttismál og baráttumál hinsegin
fólks. WIFT þakkar henni fyrir sitt
framlag til þessara mikilvægu mála á
ferli sínum, ásamt því að hvetja hana
áfram á sömu braut,“ segir í umsögn
samtakanna.
Hrafnhildur fær heið-
ursverðlaun WIFT
Samúel Jón Samúelsson Big
Band lætur lúðra hljóma jólalega í
bókahorni Sæmundar í spariföt-
unum á Kex Hosteli í kvöld kl. 21.
Þetta er í annað
skiptið sem þessi
14 manna stór-
sveit heldur jóla-
tónleika á Kex. Á
efnisskránni eru
jólalög í fönkbún-
ingi. Aðgangur er
ókeypis.
Jólalög í fönkbúningi
á Kex Hosteli í kvöld
Á föstudag
Gengur í suðvestan 13-20 m/s. Rigning eða slydda og síðar él.
Þurrt að kalla norðaustantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Gengur í suðaustan 15-23 m/s í dag með rigningu, en hægari og
úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Lægir á SV-horninu í kvöld.
VEÐUR
„Ég er búinn að velta þessu
mikið fyrir mér síðan í haust
og á endanum var það sú
hvatning og stuðningur sem
ég hef fundið fyrir sem gerði
gæfumuninn. Ég tel æskilegt
og eðlilegt að það sé reglu-
lega ákveðin endurnýjun í
forystu félagasamtaka eins
og KSÍ og tel að nú sé kom-
inn tími á slíka endurnýjun,“
segir Guðni Bergsson sem
býður sig fram í kjöri til for-
manns KSÍ. »2-3
Hvatning og
stuðningur
„Draumurinn var alltaf að vinna til
verðlauna á Evrópumeistaramóti. Sá
draumur rættist og meira að segja
heldur betur því verðlaunapening-
arnir urðu þrír á mótinu. Árangurinn
á þessu ári er mér mikil hvatning til
þess að gera enn bet-
ur, láta ekki hér við
sitja. Ég er ákveðin
í að reyna að gera
enn betur á næsta
ári,“ segir sund-
konan Hrafn-
hildur Lúthers-
dóttir sem
komst
líka í úr-
slit á
Ólymp-
íuleik-
unum.
»1
Draumurinn alltaf að
vinna verðlaun á EM
,,Belgíska deildin er mjög góð, það eru
stutt ferðalög í alla leiki og bestu liðin
hér eru mjög sterk. Ég fæ mikla
ábyrgð og þjálfararnir treysta á mig,
sem er mjög gott. Ég er bara ánægður
með frammistöðu mína til þessa og nú
vona ég bara að við förum að klífa upp
töfluna,“ segir Ari Freyr Skúlason sem
gekk til liðs við belgíska knatt-
spyrnuliðið Lokeren í sumar. »4
Vona bara að við förum
að klífa upp töfluna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hilmar Foss er kominn með vísi að
nokkurs konar þjóðminjasafni í sveit-
arfélaginu Garði. Þar eru bílar og
flugvélar fyrirferðarmest en lítil rit-
vélarkúla, sem notuð er undir bréfa-
klemmur, og aðrir smáhlutir leynast
víða og allt þar á milli. Allt hlutir með
mikla sögu.
„Ég hef gaman af gömlu dóti og
þetta er samspil af hlutum sem pabbi
og mamma áttu auk hluta sem hafa
ratað til mín á undanförnum áratug-
um,“ segir Hilmar um söfnunar-
áhugann og safnið. „Þetta er eins og
með blómin, þau eru öll falleg,“ held-
ur hann áfram og gerir ekki upp á
milli eignanna. „Ég safna líka undar-
legustu hlutum,“ bætir hann við og
bendir á umferðarljós, stöðumæli,
sem tekur við 50 kr. peningi, stöðu-
mælatösku fyrir þá sem tæma stöðu-
mæla og brunahana um leið og við
göngum um svæðið.
Hilmar flutti með fjölskyldu sinni í
Garðinn fyrir um tveimur og hálfu ári
og hefur síðan unnið að því að koma
safninu fyrir. „Það er eiginlega mér
að kenna að þau fluttu í Garðinn,“
segir Ingvar Gissurarson, sem hefur
aðstoðað Hilmar við smíðar og fleira í
húsnæðinu. „Hann bar ábyrgð á því
að kynna Jagúar fyrir mér og ég
svaraði með því að fá hann í Garð-
inn.“ Hilmar bætir við að veðrið hafi
líka haft áhrif því það sé mun betra
en í Reykjavík, lygnara og heitara.
Saga leikara og álfs
Sýningarsvæðið er í um 500 m²
húsnæði. Þar úir og grúir af ýmsum
hlutum sem öðlast nýtt líf á staðnum.
Í einu rýminu eru meðal annars
þrír bílar og þar af einn MG sem leik-
konan Hayley Mills átti á undan
Hilmari. Rósa, eiginkona Hilmars, sá
hann til sölu í London og þau skelltu
sér á hann. Síðar kynntust þau Peter
Hugo, sem er þekktur fyrir að leika
Karl Bretaprins og hefur útvegað
Hilmari nokkra Jagúarbíla, en þá
kom í ljós að hann og Hayley Mills
voru leiksystkin á yngri árum. Við
hliðina er Triumph sem guðmóðir
Peters Hugo átti. „Hún eignaðist bíl-
inn 65 ára og hætti að keyra 89 ára,“
segir Hilmar. „Hún hélt nákvæma
bók um rekstur bílsins, skrifaði allt
niður og þegar þú flettir bókinni
sérðu á skriftinni hvernig hún eldist.
Síðasta setningin, „End of Service“,
er greinilega skrifuð með mjög skjálf-
andi hendi.“
Uppi á vegg eru tignarleg stígvél.
„Pabbi átti þau og notaði þau meðal
annars þegar hann var leiðsögu-
maður í Langá í Borgarfirði,“ segir
Hilmar. „Þegar þau voru úti í búðinni
okkar í Hafnarstræti átti Magnús
Scheving leið um og vildi kaupa þau.
Þau voru ekki til sölu en hann fékk
þau lánuð og fór með þau til skósmiðs
sem smíðaði stígvél eftir þeim á
íþróttaálfinn.“
Hilmar segir að margir hafi nefnt
það við sig að hann ætti að opna safn-
ið fyrir gestum og segist hann ætla að
skoða það. „Það kemur í ljós hvað
verður,“ segir hann.
Sögunni haldið til haga
Sérstakt einka-
safn Hilmars
í Garðinum
Morgunblaðið/RAX
Forngripur Ingvar Gissurarson og Hilmar Foss við annan nýja Jagúarinn sem var fluttur inn til Íslands.
Tónlist Hilmar Foss setur djúkboxið úr Ólsen Ólsen í Keflavík í gang.
MÆvintýraheimur »28