Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016 Aðeins 48.930 kr. Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 69.900 kr. SILKEBORG hægindastóll30% AFSLÁTTUR Afgreiðslutími sjá www.dorma.is Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður Klikkuð opnunartilboð Komdu í Dorma Halló Zzzmáratorg Dormaverslanirnar eru þar með orðnar fjórar Sama verð á öllum stöðum Aðeins 99.900 kr. KOLDING hægindastóll Aðeins 79.900 kr. Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Rautt eða grátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 109.900 kr. KOLDING hægindastóll 28% AFSLÁTTUR Stillanlegur hægindastóll með skemli. Svart eða grátt leður. Fullt verð: 139.900 kr. 27% AFSLÁTTUR Ferða­ menn leysa dagleg vanda mál Ferðalög Einar Á. Sæ- mundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöll- um, tók meðfylgjandi myndir af ferðamönnum í þjóðgarðinum sem hafa leyst praktísk vandamál á afar fjölbreytilegan hátt. Þessir ferðamenn á Þingvöllum hafa leyst salernismálin án milligöngu íslenskra stjórnvalda. Og þessir puttaferðamenn virtust afar vel útbúnir í útivistarfatnaði með bakpoka. En það sem ekki kemst í bakpokann er væntanlega í tröllaukinni ferðatösku á hjólumr. Og þessir ferðamenn notuðu inn- kaupakerru við að ferja farangurinn milli Gullfoss og Geysis. Túrismi Þótt eyðsla ferða- manna sé innspýting inn í hagkerfið þá hefur hún langmest áhrif á ferða- mannagreinarnar sjálfar sem tútna út: Flutningar, bílaleigur, ferðaþjónusta, gisting og veitingahúsageir- arnir eru að verða að megin- stoðum íslensks atvinnulífs. Bara bílaleiga til útlendinga er orðinn mun veigameiri þáttur í hagkerfinu en mak- rílveiðar. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Ekkert bendir til að farið sé að draga út aukningu ferðamanna á Íslandi. Þvert á móti bendir flest til þess að aukningin í ár verði enn meiri en í fyrra. Og það á ekki bara við um fjölda ferðamanna heldur bendir greiðslukortanotkun er- lendra ferðamanna til þess að hver ferðamaður eyði meiri fjármunum á Íslandi í ár en í fyrra. Við fáum því fleiri túrista sem eyða meiru. Þar ræður mestu að ferðamönn- um frá Bandaríkjunum fjölgar mest. Þeir eyða miklum fjár- munum, langt yfir meðaltali. Að- eins Svisslendingar eyða meiru en Bandaríkjamenn. Í fyrra voru Bandaríkjamenn innan við 20 pró- sent af fjöldanum en þeir stóðu hins vegar að baki um 25 prósent af eyðslunni. Mest úr verðmætustu stofnunum Ef við litum á ferðamenn sömu aug- um og sjávarafla myndum við segja að mikilvægt væri að auka veiðar úr verðmætustu stofnunum. Það er því mikilvægt út frá hagsmun- um ferðaþjónustunnar, sem eru hratt að verða jafnframt hagsmun- ir þjóðarinnar, að ferðamenn frá Bandaríkjunum verða líklega í ár meira en sex sinnum fleiri en þeir voru árið 2010. Á sama tíma hef- ur ferðamönnum fjölgað rúmlega þrefalt. Bandaríkjamenn ná að vega upp litla eyðslu Breta, en þeim hefur líka fjölgað hratt undanfarin ár. Ef við búum til einskonar eyðslukörfu úr ferðamönnum þá má ætla að um 25 prósent fjölgun ferðamanna í ár geti gefið allt að 30 prósent aukna eyðslu innanlands. Svo mikið veg- ur sú staðreynd að ferðamönnum frá þjóðum sem eyða miklu fjölgar hraðar en hinum. Stigmagnandi vöxtur Reyndar benda upplýsingar frá Rannsóknarsetri verslunarinnar til að aukningin geti orðið mun meiri en þetta. Á fyrstu fimm mánuðum ársins jókst greiðslukortanotkun er- lendra ferðamanna um 55 prósent á Ferðamenn eyddu hálfum milljarði á dag fyrstu mánuði ársins Áhrif ferðamanna á hagkerfið stigmagnast Ferðamenn á beit í íslenska hagkerfinu. Ef fer sem horfir mun greiðslukorta- eyðsla ferðamanna á Íslandi verða um 75 til 80 milljörðum króna meiri í ár en í fyrra. Það er næstum 60 prósent verðmætis alls landaðs sjávarafla í fyrra. Og það er bara aukningin. Ferðamenn munu strauja kort sín á Íslandi í ár fyrir meira en 65 prósent hærri upphæð en verðmæti alls sjávarfangs sem landað var í fyrra. Mynd | Hari Greiðslukortanotkun erlendra ferðamanna á Íslandi fyrstu fimm mánuði hvers árs í milljörðum króna á núvirði. Heimild: Rannsóknarsetur verslunarinnar Þótt eyðsla ferðamanna sé inn- spýting inn í hagkerfið þá hefur hún langmest áhrif á ferðamanna- greinarnar sjálfar sem tútna út: Flutningar, bílaleigur, ferðaþjón- usta, gisting og veitingahúsageir- arnir eru að verða að meginstoðum íslensks atvinnulífs. Bara bílaleiga til útlendinga er orðinn mun veigameiri þáttur í hagkerfinu en makrílveiðar. Hlutdeild mismunandi geira í greiðslukortaeyðslu ferðamanna í milljörðum króna. Heimild: Rannsóknarsetur verslunarinnar Mest í flutninga, gistingu og ferðaþjónustu Gisting 12,8 Veitingahús 12,8 Menning 1,6 Önnur þjónusta 4,0 Verslun 8,2 Bíla­ leigur 8,1 Flutningar 16,4 Ferða­ þjónusta 11,7 Eyðsla ferðamanna fer stigvaxandi Eyðsla erlendra ferðamanna á Ís- landi óx um heil 55 prósent fyrstu fimm mánuði þessa árs, úr 48 millj- örðum króna í 75 milljarða. Árið á undan var sambærilegur vöxtur 39 prósent og 25 prósent árið þar á undan. Greiðslukortaeyðslan bend- ir til að áhrif ferðamanna á íslenskt samfélag fari stigvaxandi. 2012 2013 2014 2015 2016 22,5 27,8 34,8 48,3 74,6 föstu verðlagi frá í fyrra. Árið áður var aukningin 39 prósent en 25 pró- sent tvö árin þar á undan. Þetta er ævintýralegur vöxtur og dregur fram nauðsyn þess að stjórnvöld bregðist við með viðeig- andi aðgerðum til að mæta þessari aukningu. Ef horft er til síðustu ára þá hefur aukning fyrstu fimm mánuðina haft forspárgildi fyrir árið allt. Í því ljósi má reikna með að vöxturinn yfir árið í heild geti orðið um 50 pró- sent. Ef það gengur eftir má reikna með að erlendir ferðamenn noti greiðslukort sín á Íslandi fyrir um 235 milljarða króna í ár Slík eyðsla jafngildir um 650 milljónum króna á dag að meðaltali. Það er um 450 milljónum króna meira á dag en var fyrir aðeins fjór- um árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.