Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 49
Ástkærasti
karakter Pixar
Leitin að Dóru sýnd í Smárabíói,
Laugarásbíói, Álfabakka, Kringlu-
bíói, Sambíói Egilshöll, Akureyri
og Keflavík
Dóra er einn vinsælasti karakt-
er Pixar frá upphafi. Það elska allir
hennar jákvæðni, kraft og gleði
– ekki skemmir síðan að Ellen
DeGeneres talsetur gleymna fisk-
inn. Sagan byggir á fyrri mynd,
Leitinni að Nemó, og fjallar um
æskuár Dóru sem henni skyndilega
tekst að rifja upp, hægt og rólega.
Myndin hefur hlotið frábæra dóma
og er fyrir alla aldurshópa.
„Ég held ég sé ein af þeim fáu eftir
sem lifir fyrir línulega dagskrá. Ég
horfi ábyggilega á 85% af öllum
þáttum sem sýndir eru á Stöð 2,
líka þeir sem eru ekki mjög góðir.
Þegar ég verð uppiskroppa þá færi
ég mig yfir á norðlensku stöðv-
arnar og fylgist með þáttum sem
ég lendi á. Ég fylgist einnig með
erlendum fréttastöðvum eins og Al
Jazeera. Uppáhalds þættirnir mínir
eru Homeland, Blacklist, Vice og Bill
Maher. Það er mikil lægð núna yfir
sumarið þar sem allir þættirnir eru
í fríi, en þá hef ég verið að hækka
bíómyndaleigureikninginn hjá móður
minni talsvert. Gömlu Woody Allen
myndirnar og upp á síðkastið grín-
myndir frá árunum 2005-2007. Ég
hef ekki enn kynnt mér dagskrána á
RÚV nógu vel, en það er eitt af mín-
um markmiðum í haust.“
Sófakartaflan
Brynja Jónbjarnardóttir
fyrirsæta
Lifir fyrir línulega dagskrá
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Ég fyrirverð
mig ekki
fyrir fagnaðar-
erindið. Það
er kraftur
Guðs sem
frelsar hvern
þann mann
sem trúir...
www.versdagsins.is
Hart og Ferrell kitla
hláturtaugarnar
Get Hard Stöð 2 klukkan 22.10
Will Ferrell og Kevin Hart, ef þú
elskar ekki báða þá elskar þú annan
hvorn. Grínistarnir koma saman á
skjáinn í kvöld þar sem Kevin Hart, í
hlutverki Darnell, undirbýr milljóna-
mæringjann James, leikinn af Will
Ferrell, undir líf í fangelsi. Það reyn-
ist þrautinni þyngra en milljóna-
mæringurinn hefur lítið haft fyrir
lífinu til þessa.
Ekki allt sem sýnist
Bloodline á Netflix
Undanfarin ár hefur Rayburn
fjölskyldunni tekist að lifa flekk-
lausu lífi. Þegar elsti bróðirinn,
svarti sauður fjölskyldunnar,
snýr aftur í heimabæinn neyðist
fjölskyldan til að rifja upp gömul
leyndarmál. Ekki er allt sem sýnist
og flækjast dauðsföll, morð, svik og
hneyksli í líf fjölskyldunnar enn á ný
í þessari æsispennandi þáttaröð.
Hækkar reikning móður sinnar Brynja
Jónbjarnardóttir fylgist með flestum
þáttum á Stöð 2 og leigir sér bíómyndir á
reikning mömmu. Mynd | Hari
…sjónvarp13 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016