Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 62
Unnið í samstarfi við
Viðburðastofu Norðurlands
Boðið verður upp á við-burði tengda fjallgöngum, fjallahlaupi, þríþraut, sjó-sundi, hjólreiðum, hlaupum,
golfi og gefst fólki tækifæri á að
spreyta sig á Kirkjutröppuhlaupinu
og mörgu fleiru á sumarleikunum
á Akureyri. Dagskráin er afar fjöl-
breytt og viðamikil og ættu allir að
finna eitthvað við sitt hæfi. Mark-
miðið er fyrst og fremst að fjöl-
skyldan öll, eða einstakt hæfileika-
fólk innan raða hennar, fái notið sín
með heilnæmri hreyfingu og útivist.
„Við erum afar stolt af því að
halda raunverulega fjölskylduhátíð
sem er í sátt við íbúa og umhverf-
ið á Akureyri. Við notum sömu
hugmyndafræði þessa verslun-
armannahelgi og undanfarin ár,“
segir Davíð Rúnar Guðjónsson
viðburðastjóri um Íslensku sumar-
leikana.
„Nú styttist í verslunarmanna-
helgina og undirbúningur stend-
ur sem hæst, en sem fyrr verður
hún helguð börnum og fjölskyldu-
fólki. Áherslan þetta árið verður á
íþrótta- og útivistarhátíð sem við
köllum Íslensku sumarleikana á Ak-
ureyri,“ segir Davíð. Það eru Vinir
Akureyrar, sem er áhugamanna-
félag hagsmunaaðila í verslun og
ferðaþjónustu, sem standa að há-
tíðinni í samvinnu við Akureyrar-
stofu.
„Með gríðarlega aukinni útivist
landsmanna er fyrsti kostur margra
að njóta náttúru hvort sem er til að
keppa í fjölbreytilegum hlaupa-
mótum, allskonar hjólamótum,
synda við mismunandi aðstæður
eða jafnvel blanda þessu öllu
saman í þríþraut. Þeir sem
vilja stunda útivist án
þess að vera alltaf að
keppa, labba um fjöll
og firnindi, skokka
á eigin forsendum
eftir fjallastígum eða
malbiki og enn aðrir
fara í skemmtilegan
hjólatúr með fjölskyldu
eða öðrum með svipaða
getu um falleg svæði. Þetta
allt og margt fleira verður í boði
á Akureyri um verslunarmanna-
helgina,“ segir Davíð.
Hann segir fjölskyldum af öll-
um stærðum og gerðum boðið að
koma og skemmta sér saman. „Við
hvetjum alla til að grípa með sér
hlaupaskóna, gönguskóna, hjólið,
kayakinn, golfsettið, frisbeesettið
eða hvað sem er.“
Unað verður við leik og keppni
alla fjóra dagana, sumir reyna mikið
á sig en aðrir ekki neitt, og einnig
verður að sjálfsögðu boðið upp á
alla þá afþreyingu sem þekkst hef-
ur á Einni með öllu í gegnum tíðina.
Mikið verður um skemmtilega
dagskrá fyrir krakkana
og í raun alla fjöl-
skylduna, skemmti-
dagskrá og tónleikar
í miðbæ Akureyrar
og á flötinni fyrir
neðan Leikhúsið,
dansleikir og glæsi-
legir tónleikar með
mörgum af þekktari
hljómsveitum landsins á
skemmtistöðum bæjarins.
Nokkrir af þeim listamönn-
um sem staðfest hafa komu sína
í ár eru Páll Óskar, Glowie, Hildur,
Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Úlfur
Úlfur, Rhytmatik, Dúndurfréttir,
Dynheimaballið, Einar Mikael, Leik-
hópurinn Lotta og Óskar Péturs-
son. „Fastlega má reikna með fleiri
þúsundum gesta á hvern viðburð
og á lokatónleikana og flugelda-
sýningu á sunnudagskvöldinu, sem
hafa undanfarin ár verið mjög vel
sóttir í frábærri stemningu.“
…sumarhátíðir 10 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016
Við erum afar stolt af því
að halda raunverulega
fjölskyldu hátíð sem er í sátt við
íbúa og umhverfið á Akureyri.
Davíð Rúnar Guðjónsson
Viðburðastjóri Viðburðastofu Norðurlands
Meðal
listamanna se
m
koma fram:
Páll Óskar, Glo
wie,
Hildur, Agent
Fresco,
Emmsjé Gauti
og
Úlfur Úlfur
Íslensku sumarleikarnir á Akureyri
Óhefðbundin íþróttakeppni fyrir alla
Íslensku sumarleikarnir, Iceland Summer Games, verða haldnir á Akureyri um verslunarmannahelgina, þar sem íbúum
og gestum bæjarins gefst kostur á að spreyta sig, á hinum ýmsum viðburðum tengdum heilsu og útivist.
Góð skemmtun Glæsilegir tónleikar verða um allan bæ á Akureyri á Íslensku sumarleikun-
um. Páll Óskar, Glowie, Hildur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur eru meðal þeirra
sem munu koma fram.
Æsispennandi keppni Kirkjutröppubrun og -hlaup er meðal þess sem fólk getur keppt í á Íslensku sumarleikunum á Akureyri um verslunarmannahelgina.
Sjónarspil Stórkostleg flugeldasýning er endapunktur Íslensku sumarleikanna á Akureyri.