Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 60
Unnið í samstarfi við Þjóðlagahátíðina á Siglufirði Markmið hátíðarinn-ar er vekja athygli á íslenskum þjóðlögum. Við viljum stuðla að kynningu á íslenskum tónlist- ararfi með tónleikum, rannsókn- um og útgáfu,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar. Þjóðlagahátíðin er haldin á Siglufirði og hefur verið fastur liður í bæjarlífinu allt frá árinu 2000. Að þessu sinni fer hátíðin fram dagana 6.-10. júlí með tón- leikum frá miðvikudegi til sunnu- dags. Ástarljóð og ástarsöngvar verða í öndvegi að þessu sinni auk þess sem 10 ára afmælis Þjóðlagasetursins á Siglufirði verður minnst. Greta Salóme og góðir gestir „Greta Salóme hefur lengi stefnt að því að koma á Þjóðlagahátíð- ina og gat nú loks látið verða af því. Hún er gríðarlega hæfileika- rík og við bíðum spennt eft- ir því að heyra tónlist hennar.“ Þjóðlagahátíðin verður fimm daga tónlistarveisla og ljúfir tónar óma um bæinn frá morgni til kvölds. „Við bjóðum upp á 20 tónleika á fjölmörgum stöð- um um bæinn og íslensk tónlist verður að vanda í öndvegi,“ segir Gunnsteinn. „Á meðal atriða má nefna tónleika Báru Grímsdóttur og Chris Foster að syngja ís- lensk þjóðlög og leika á langspil. Einnig syngur Þórunn Péturs- dóttir barnagælur og þulur í út- setningu Báru og Þjóðlagahópur Tónlistarskóla Kópavogs kemur fram. Íslensk þjóðlög eru svo sannarlega ekki dauð úr öllum æðum.“ Alþýðutónlist af ýmsum toga fær einnig að hljóma á hátíðinni. Hljóm- sveitin Nefndin syngur og leikur lög við ljóð eft- ir Hákon Aðal- steinsson skáld og hagyrðing, Jóhanna Þórhallsdóttir syngur ástarsöngva Megasar ásamt hljómsveit og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur lög af diski sínum Stjörnubjart með hljóm- sveitinni Andakt. Þá verða ný verk frumflutt eftir Guðrúnu Ingimundardóttur, Gísla J. Grét- arsson og norska tónskáldið Nils Økland. Listamenn allstaðar frá Gunnsteinn segir fjölmarga unga tónlistarmenn stíga á stokk, frá meginlandi Evrópu, Norður- löndunum og Bandaríkjunum, og flytja gestum tónlist í sam- vinnu við íslenska tónlistarmenn. „Einnig koma góðir gestir frá Spáni. Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir söngkona og gítarleikar- inn Francisco Javier Jáuregui flytja lög frá Spáni og Baskahér- uðum Spánar og Arnaldur Arnar- son gítarleikari, sem búsettur er í Barselóna, gleður hátíðargesti með fjölbreyttri gítartónlist. Arnaldur mun einnig halda gítar- námskeið fyrir þá sem vilja.“ Norski fiðlusnillingurinn Ragn- ar Heyerdahl leikur sína eigin tónlist í þjóðlegum stíl sem hann nefnir Ísaslátt og á lokatón- leikum hátíðarinnar flytur Sin- fóníuhljómsveit unga fólksins 1. Þjóðlagahátíð 2016 Hátíð með íslenska tónlist og þjóðlög í öndvegi 6.–10. júlí Þjóðalagahátíðin á Siglufirði verður með glæsilegra móti í ár. Boðið verður upp á fjölmarga tónleika. Á meðal lista- manna eru Greta Salóme, norski fiðluleikarinn Ragnar Heyerdahl, Bára Grímsdóttir og Chris Foster og fjölmargir aðrir íslenskir og erlendir listamenn. Námskeið á þjóðlagahátíðinni 7. og 8. júlí Þjóðlagaakademían Alþjóðlegt námskeið um íslenska og erlenda þjóðlagatónlist. Kennar- ar eru listamenn á hátíðinni. Listin að yrkja vísur Kennari: Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Gítarnámskeið Kennari: Arnaldur Arnarson. Gengið um Siglufjörð með Örlygi Kristfinnssyni. Kórstjórnarnámskeið Kennari: Gunnsteinn Ólafsson. Barnanámskeið fyrir 5–12 ára Kennari: Björg Þórsdóttir. sinfóníu Mahlers auk Íslenskrar svítu eftir Mist Þorkelsdóttur undir stjórn Gunnsteins Ólafs- sonar. Fjölbreytt námskeið Þjóðlagahátíðin býður ekki einungis upp á að upplifa tón- list heldur einnig að fræðast og skapa. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið að vanda. Auk gítar- námskeiðs Arna- ldar mun Ragnar Ingi Aðalsteins- son kenna listina að yrkja vísur og Örlygur Kristfinns- son gengur um Siglufjörð og fræð- ir gesti um staðinn. Gunnsteinn Ólafsson heldur kórstjórnarnámskeið og Björg Þórsdóttir verður með skapandi námskeið fyrir börnin. Hátíðin nær langt fram yfir sviðin og alla leið í heimahús. Stórsöngvararnir Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi halda upp á 20 ára söngafmæli sitt með stofu- tónleikum heima hjá bæjarbúum, í fyrirtækjum og á sjúkrastofn- unum ásamt Helga Hannesar píanóleikara. „Þetta er skemmti- leg nýbreytni. Margir eiga ekki heimangengt á hátíðina en nú gefst þeim færi á að fá lista- mennina heim í stofu. Fólk bara hringir og pantar 20 mínútna, ókeypis tónleika. Söngvarar- nir áttu sjálfir frumkvæðið að þessari nýjung á hátíðinni og við bitum strax á agnið. Tónlistin er gleðigjafi, ekki síst við frábærar aðstæður eins og á Siglufirði“, segir Gunnsteinn Ólafsson, list- rænn stjórnandi hátíðarinnar. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst miðvikudaginn 6. júlí og stendur til sunnudagsins 10. júlí. Frekari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má sjá á heimasíðunni www.folkmusik.is Tilfinningahiti Hljómsveitin Skuggmyndir frá Býsans leikur einkum grísk, makedónsk, búlgörsk og tyrknesk lög. Tónlistin ólgar af tilfinningahita í bland við austurlenska dulúð. Meðlimirnir eru þeir Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Erik Qvick og Þorgrímur Jónsson. Píanó og flauta Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Bragason píanó- leikari flytja verk af vatnadísum og huldufólki. Þjóðlegt Þjóðlagahópur Tónlistarskóla Kópavogs leikur íslensk þjóðlög og þjóðdansa undir stjórn Eydísar Franzdóttur. Megas Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona og Óttar Guðmundsson rithöfundur og læknir ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanóleikara og Gunnari Hrafnssyni bassaleikara flytja frægustu ástarkvæði Megasar í tali og tónum. Gítarlistir Arnaldur Arnarson leikur listir sínar á gítar á Þjóðlagahátíðinni, sömuleðis stýrir hann gítarnámskeiði. Loksins Greta Salóme er ein af þeim fjölmörgu listamönnum sem troða upp á Þjóðlagahátíðinni í ár. …sumarhátíðir 8 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016 Nú gefst þeim færi á að fá listamennina heim í stofu. Fólk bara hringir og pantar 20 mínútna, ókeypis tónleika. Tónlistin er gleðigjafi, ekk i síst við frábæ rar aðstæður eins og á Siglufirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.