Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 58
Unnið í samstarfi við LungA
Listahátíðin LungA fer fram dagana 10. - 17. júlí á Seyðisfirði. Yfir 120 manns sækja listasmiðj-
ur á mánudeginum og standa
að undirbúningi helgarinnar þar
sem afraksturinn verður sýnd-
ur hátíðargestum. „Seyðisfirði er
árlega breytt í lifandi, allsherj-
ar stúdíó. Á hverju horni má sjá
nýsköpun og listir,“ segir Ólafur
Daði Eggertsson einn skipu-
leggjanda hátíðarinnar. „Í
fyrra var sundlaugar-
garðinum breytt í
skúlptúragarð á borð
við listasafn Einars
Jónssonar. Úti á
götu voru ungmenni
búin að þróa lífræna
kaffigerð og byggðu
sína eigin kaffivél. Í
kirkjunni voru raftónleikar
og svo margt, margt fleira sem
vert er að upplifa.“
LungA var sett á laggirnar árið
2000 og er fastur liður í íslensku
listasenunni síðan þá. Seyðis-
fjörður klæðist sínu fínasta pússi,
iðandi af lífi, listum og skreyting-
um. „Tónleikasvæðið er byggt
við sjávarsíðuna hjá gömlu fisk-
verksmiðjunni af skapandi hópi
einstaklinga. Barinn er byggður úr
gömlum skipahlutum og sérstök
„hang-out“ aðstaða verður þá
sem kjósa að sitja og spjalla. Ég
get fullyrt að það er engu líkt að
upplifa tónleika á slíku metnaðar-
fullu tónlistarsvæði með sjávar-
síðuna á kantinum,“ segir Ólafur,
fullur tilhlökkunar.
Hápunktur hátíðarinnar er úti-
tónleikar á áðurnefnda sviðinu,
laugardaginn 16. ágúst. Þó nokk-
ur spennandi nöfn hafa verið
tilkynnt. Ungi rapparinn GKR
mætir á svæðið, hljómsveitin Fu-
fanu, rísandi pönkdúóið Hatari og
hljómsveitin Fura sem hefur vakið
verðskuldaða athygli á norður-
löndunum. Einnig elektró bandið
aYia sem Ólafur er spenntur fyrir.
„Þau eru frumleg en á sama tíma
„catchy“, þau eiga eflaust eftir að
ná langt.“
Ólafur segir skipu-
leggjendur bíða
spennta eftir að
upplifa þá frjó-
semi og það
fallega andrúms-
loft sem skapast
á LungA þegar
fjöldi einstaklinga
víðsvegar að úr
heiminum kemur saman
í þeim tilgangi að skapa,
skemmta sér og fagna fjöl-
breytileika, listum og lífinu.
Þó svo megináherslan sé á
laugardeginum þá verður þétt
dagskrá alla vikuna. Improv Ís-
land mætir á mánudeginum en
uppselt hefur verið á allar sýn-
ingar þeirra í Þjóðleikhúskjallar-
anum í vetur. Þrjár leiksýningar
sem tilnefndar voru til Grímunnar
verða sýndar í vikunni, karaoke
kvöld og DJ partí.
Allar nánari upplýsingar um hátíð-
ina má finna á www.lunga.is.
Upplýsingar um þjónustu, tjald-
stæði og bæinn má nálgast á
www.visitseydisfjordur.is
Unnið í samstarfi við
Skemmtifélag Stöðvarfjarðar
Mikið verður um dýrð-ir á Stöðvarfirði um næstu helgi, 30. júní til 3. júlí, en þá verð-
ur fjölskylduhátíðin Støð í Stöð
haldin í bænum. Tilefnin eru ærin
því bæði er verið að fagna 110 ára
afmæli Stöðvarhrepps og 120 ára
verslunarafmæli Stöðvarfjarðar.
Haukur Árni Björgvinsson, einn
af skipuleggjendum hátíðarinnar,
segir að mikið verði um dýrðir
og nóg um vera fyrir alla.
„Bænum er skipt upp í
hverfi og verður veitt
viðurkenning fyrir best
skreytta húsið og best
skreytta hverfið,“ seg-
ir Haukur.
Hátíðin hefst
fimmtudaginn 30. júní
með sýningunni Stef á
mynd, stef á strengi sem
er 60 ára afmælishátíð Önnu
og Garðars. Boðið verður upp á
bæjarrölt undir leiðsögn Hrafns
Baldurssonar og um kvöldið fer
fram spurningakeppnin Barsvar
á Kaffi Söxu. „Það verður nóg
um lifandi tónlist þessa helgina á
Stöðvarfirði. Má þar nefna Hilmar
Garðarsson, Bjössa Greifa, Svan
Vilbergsson og Öldu Garðars-
dóttur ásamt Tinnu Önnudóttur,“
segir Haukur. Og talandi um tón-
list þá verður Hátíðarlag Stöð í
Stöð frumflutt við setningu há-
tíðarinnar á föstudagskvöldið á
Balanum. Ekki er enn ljóst hvert
lagið er og stendur keppnin nú
sem hæst.
Haukur segir að ballþyrstir
gestir fái fullt við sitt hæfi. „Það
verða einnig tvö böll, bæði á
Tvöföld afmælishátíð á Stöðvarfirði
Veiði Höfnin á Stöðvarfirði er gjöful af fiski og um að gera að taka
veiðistöngina með.
Tvöfalt afmæli Stöðvarfjörður mun skarta sínu fegursta um næstu helgi.
Bæjarrölt Boðið er upp á bæjarrölt undir leiðsögn á hátíðinni.
föstudag og laugardag. Á föstu-
daginn koma fram Bjössi Greifi og
hljómsveitin Tikka og á laugar-
deginum mætir sjálft Buffið og
heldur uppi stemningu fram eftir
nóttu á alvöru sveitaballi í íþrótta-
húsinu.“
Og það verður að nógu af taka
fyrir börnin. „Fyrir börn verður
frítt í hoppukastala og froðu-
skemmtun, þar sem slökkviliðið
á svæðinu mun sjá um að dæla
froðu yfir hluta af hátíðasvæð-
inu þar sem hægt verður að
busla og hafa gaman. Auk þess
mæta Skrímslin og sjá um fjörið
fyrir krakka á laugardeginum. Á
hátíðarsvæðinu á laugardaginn
verður svo hlussubolti sem er
fyrir fimmtán ára og eldri,“ segir
Haukur.
Á sunnudeginum verður rólegri
stemning í bænum. Í skólanum
verður ljósmyndasýning úr sögu
Stöðvarfjarðar og í eftirmiðdaginn
geta gestir gætt sér á pylsum og
hlustað á ljúfa harmonikkutóna í
Nýgræðingi.
LungA 2016 Listinni fagnað á Seyðisfirði
Listahátíðin LungA fer fram á Seyðisfirði þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum
og fjölbreyttum viðburðum. Uppskeruhátíð er haldin á laugardeginum þar sem afrakstur 120 einstaklinga úr lista
smiðjum LungA verður til sýnis víðsvegar um bæinn og lýkur kvöldinu á heljarinnar útitónleikum.
„Ég er að
fara í fyrsta
skiptið á
LungA og er
mjög spennt.
Ég ætla að
fylgjast með listasmiðju
Kriðpleir, sviðslistahópi
sem er búinn að gera ýmis-
leg skemmtileg leikverk.
Síðan er Seyðisfjörður
svo geggjaður staður, ég
hlakka til að vera í þessu
umhverfi með skemmti-
legu og skapandi fólki.“
Snæfríður Sól Gunnarsdóttir
„LungA há-
tíðin er í alla
staði frábær
og ótrúlega
vinaleg. Hún
er einskonar
afdrep til þess að pæla í
sjálfum sér. Skemmtileg-
ast er að vera alla vikuna,
þá kynnist maður fólkinu
sem verða góðir vinir
manns. Það fá allir að vera
með og taka þátt, það
eru einfaldlega ekki nógu
margar klukkustundir í
sólarhringnum á LungA.“
Birnir Jón Sigurðsson
Risastór listasýning „Seyðisfirði er árlega breytt í lifandi, allsherjar gallerí. Á hverju horni
má sjá nýsköpun og listir.“
Stórskemmtilegir tónleikar Hápunktur hátíðarinnar er útitónleikar á laugardagskvöldinu,
staðfest nöfn á hátíðinni eru GKR, Fufanu, Hatari og aYia.
…sumarhátíðir 6 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016
Það verður
nóg um lifandi
tónlist þessa helgina
á Stöðvarfirði. Má þar
nefna Hilmar Garðars-
son, Bjössa Greifa,
Svan Vilbergsson og
Öldu Garðarsdóttur
ásamt Tinnu Önnu-
dóttur.
LungA hefur
verið fastur
liður í íslensku
listasenunni fr
á
árinu 2000
110
Á hátíðinni ve
rður
110 ára afmæl
i
Stöðvarhrepp
s
fagnað