Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 42
Elsku besta stelpan mín. Þú varst í fyrsta stúlknahópnum mínum, elskuð og ógleymanleg eins og öll þau börn sem ég hef fengið að eignast hlut í um stundarsak- ir. Takk innilega fyrir hlýju orðin þín og fyrir að leita til mín vegna drengsins þíns. Slíkt traust frá leikskólabarninu mínu yljar mér svo sannarlega um hjartarætur og vonandi er ég traustsins verð. Þetta er allt í lagi Hjartanlegar hamingjuóskir með börnin þín og það er engin ástæða til að vera ráðþrota með snáðann þinn. Hann æfir viljann sinn og segir nei af festu, slíkt á eftir að koma honum vel í lífinu. Stundum er nei-ið af tómum mótþróa en það má líka; besta leiðin er að bjóða upp á valkosti og það er allt í lagi þótt hann vilji ekki fara út, það er líka hollt að vera inni ef hann kýs það fremur og mögulega vill hann bara vera nálægt þér. Eins er með óttaviðbrögð hans við tilteknum atriðum. Það hjálpar aldrei að segja börnum að vera ekki hrædd- um heldur er betra að ræða um óttann, sýna honum hvernig þú snertir skordýr af gætni meðan hann er í öruggri fjarlægð og bjóða svo blessuðum pöddunum að fara heim til sín svo að þið getið verið í friði. Smátt og smátt vaknar áhugi hans á jákvæðan hátt ef hann finn- ur að þú ert ekki að pressa á hann. Svo segirðu að hann suði stöðugt í þér en það er trúlega hans leið til að ná athygli þinni. Mörg börn og reyndar fullorðnir beita þreytandi aðferðum ef þær hafa virkað á umhverfið og stundum er neikvæð athygli betri en engin. Hins vegar er drengurinn þinn án efa skyn- samur og tilfinningaríkur eins og þú varst á hans aldri, hefurðu prófað að spjalla við hann um suðið? Hann mun skilja hvað þú ert að fara og þið getið hreinlega ákveðið að fara nýja leið ef hann vill athygli eins og að segja það beint út með glöðu röddinni sinni og svo æfið þið saman. Ekki heimsendir Öryggi og festa er öllum mikil- væg og því reynir talsvert á fjöl- skylduna þegar annað foreldr- ið er í burtu. Hins vegar er fjarvera mannsins þíns enginn heimsendir heldur mikilvægt verkefni sem þið hjálp- ist að við að leysa. Drengurinn ykkar þarf að vita með fyrirvara hvenær pabbinn er heima og hvenær ekki og í vinnuferðum geta þeir feðgar spjallað saman á netinu, til dæmis á föstum tímum til að halda góðri reglu á sam- skiptunum. Röð, regla og rútína eru reyndar R-reglurnar mínar sem virka óendanlega vel, ekki að allt verði að vera þaulskipulagt í fjölskyldunni heldur fastir þræðir sem barnið getur alltaf gengið að vísum. Hins vegar er vinna og álag foreldra með tvö lítil börn oft van- metin. Þegar þú ert ein á vaktinni, er líklegt að þú sért þreyttari og óþolinmóðari en ella og það get- ur drengurinn þinn fundið enda eru börn eins og loftvogir þegar kemur að líðan foreldranna. Þá mun hann spegla vanlíðan þína og reyna meira á þolrifin þín en ella. Getur verið að þú þyrftir meiri að- stoð við heimilið og börnin til að létta á ykkur öllum? Slíkt er ekki uppgjöf, heldur eintóm skynsemi. Áfall fyrir stóra bróður Svo er lítil systir mætt til leiks og annað barn í fjölskyldu gerir meira en að tvöfalda álag og vinnu. Svo má ekki vanmeta áhrif nýja barns- ins á snáðann ykkar sem hefur átt ykkur aleinn í fjögur ár. Hann veit að hann á að elska litlu systur og passa hana en það er ekki einfalt. Hún heimtar tíma og endalausa athygli sem honum finnst tekin af sér enda þarf hann nú að deila ykkur með henni til lífstíðar. Það er áfall og hann þarf að vinna úr því rétt eins og fullorðnir þurfa áfallahjálp. Ég veit að þið hafið hann með í stússinu, leyfið honum að hjálpa og sinna henni en hann þarf líka sinn einkatíma, ýmist með þér eða með pabba. Svo hvet ég ykkur til að ræða stundum við hann um erfiðleikana sem fylgja litlu systur, aðeins að minna hann á hvað hún geti lítið og kunni lítið, ósköp óspennandi miðað við allt sem hann kann og getur og hvað hún geti nú verið erfið. Slík um- ræða hjálpar barni að tala út erfiðar tilfinningar og í kjölfarið ræðið þið líka hversu yndisleg hún er og hvað þið eruð heppin að eiga hana þótt svo að henni fylgi stundum ves- en og vandræði. :) Helgarnar þéttbókaðar Þegar Jóhanna og fjölskylda eiga lausa stund um helgar nýta þau hana til hins ýtrasta. …fjölskylda 6 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016 280cm 98cm 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Fax feni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12- 8 ∙ laug. 11- 6 Frábær verð, smart vöru , góð þjónusta Loksins komnar aftur *leg ings háar í mittinu kr. 5 0 . Tökum upp nýjar vörur da le a Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mitt nu kr. 5 0 . Tökum pp nýjar vö ur d gl ga Bláu húsin Faxafeni · S. 58 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mitt nu kr. 5 0 . Tökum pp nýjar vö ur daglega JAKKAR, SKÓR, SKART, TÚNIKUR, GALLABUXUR OG KJÓLAR SKÓR VERÐ FRÁ KR 1950 Möst.C ÚTSALAN ER HAFIN 50% AFSL. AF öLLUM VöRUM Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum. Hæ heimsins besta Magga Pála. Takk fyrir allt það góða og frábæra sem þú hefur kennt mér í lífinu. Þú varst svo góð við okkur í leikskól- anum og passaðir okkur svo vel. Þú kenndir okkur svo ótal margt gott sem ég hef notað sem leiðarvísi í mínu lífi. Ég hef reynt að fylgja þínum fræðum í uppeldinu á mínum börnum en núna er ég ráðþrota. Sonur minn er fjögurra og hálfs árs gamall. Hann vill ekki neitt, segir nei við öllu, þorir engu, hræddur við allt (líka litla maura) og suðar endalaust. Hann vill sjaldan leika úti og alls ekki í rigningu. Ég er mikið ein með börnin (hann og fjögurra mánaða systur) þar sem pabbinn þarf að ferð- ast mikið vegna vinnu. Hvað á ég að gera? Hvernig breyti ég þessari hegðun, þessum enda- lausu nei-um, hræðslu og suði? Ég yrði svo þakklát að fá nokkrar línur frá þér. Með bestu kveðju og þakkir fyrir allt. Uppeldisáhöldin Mega drengir vera viðkvæmir? Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Venjulega eru helgarnar hjá okkur þéttbókaðar – langt fram í tímann. Ef við erum ekki á fót-bolta- eða frjálsíþrótta- móti þá er oftast eitthvað um að vera sem er tengt stórfjölskyldunni. Stundum kemur það fyrir að við eig- um lausa stund um helgar og þá nýt- um við hana til hins ýtrasta,“ segir Jóhanna S. Hannesdóttir, blaðamað- ur, rithöfundur og þjóðfræðingur. „Okkur fjölskyldunni finnst skemmtilegast að vera úti í náttúr- unni eða vinna í garðinum okkar. Núna erum við að planta trjám í von um að það verði einhvern tímann skjól hjá okkur. Ef við erum ekki heima hjá okkur þá förum við oft upp í Hrunamannahrepp þar sem tengdafjölskyldan á bústað. Þar er þéttur skógur og alltaf logn og blíða.“ Helgarnar hjá fjölskyldunni eru þó allt öðruvísi á sumrin en á vet- urna. Á veturna eru þau meira inni og gera til dæmis meira úr kósí- kvöldinu á laugardagskvöldi. En á sumrin eru þau úti nánast allan daginn og fara bara inn til að borða og sofa. „Við förum reglulega í ísbíltúr á sunnudegi og skiptir þá ekki máli hvort það sé vetur eða sumar – það er alltaf sama stemningin sem fylgir því að fara í ísbíltúr. Það er líka vin- Gott að vakna með gleði í hjarta á mánudögum Jóhanna og fjölskylda reyna að gera eitthvað saman allar helgar, þó sé ekki nema bara fara í ísbíltúr eða bíó sælt að enda ísbíltúrinn á fjöruferð en það er eitthvað við fjöruna sem er svo endurnærandi fyrir sálina. Ef veðrið er það vont að við nennum ekki að vera mikið úti, þá förum við oft í Selfossbíó um helgar og sjáum einhverja skemmtilega fjölskyldu- mynd. Jóhanna segir enga helgi vera eins hjá fjölskyldunni en þau reyna samt alltaf að gera eitthvað saman, þó það sé ekki nema bara ísbíltúr eða bíóferð. „Þó að maður sé oft þreyttur á mánudagsmorgnum eftir annasamar helgar þá vaknar maður með gleði í hjarta yfir öllum minn- ingunum sem maður eignaðist um helgina.“ w alla föstudaga og laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.