Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 56
Unnið í samstarfi við
Franska daga á Fáskrúðsfirði
Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt að vanda og það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“
segir María. Allir bæjarbúar taka
þátt í hátíðinni og verður bærinn
skreyttur frá fjalli til fjöru í fjöl-
breyttum litum hverfa bæjarins.
Miðvikudaginn 20. júlí verð-
ur hitað upp fyrir helgina með
fjallgöngu þar sem gengið er yfir
Staðarskarð, gamlan akveg á milli
Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar.
Á fimmtudeginum 21. júlí byrjar
ballið með „Tour de Fáskrúðs-
fjörður“ þar sem fjölskyldur hjóla
saman, leikhópurinn Lotta er með
sýningu og kvöldið endar svo í
Kennderíisgöngu. Að sögn Maríu
er gangan sú afar skemmtilegt
bæjarrölt þar sem íbúar og gestir
hittast, rifja upp gömul kynni eða
kynnast nýju fólki, hlusta á fróð-
leiksbrot og smakka á krásum af
borðum heimamanna.
Föstudagurinn er síðan hinn
eiginlegi setningardagur hátíðar-
innar. María segir að dagurinn
byrji á dorgveiði. „Síðan hlaup-
um við 10 eða 21 kílómetra í Fá-
skrúðsfjarðarhlaupinu, förum á
tónleika með Diddú og Bergþóri
Pálssyni áður en við höldum til
hinnar eiginlegu setningarhátíð-
ar með varðeldi, brekkusöng og
flugeldasýningu,“ segir María.
Kvöldið endar síðan á tónleikum í
kaffihúsastíl.
„Við tökum laugardaginn með
trompi. Fyrst er minningarhlaup
um Berg Hallgrímsson útgerðar-
mann. Síðan minnumst við
franskra sjómanna sem látist hafa
Unnið í samstarfi við Eistnaflug
Margir hafa heyrt af þessari stórkostlegu tónlistarhátíð, sem ber hið frábæra nafn Eistna-
flug og er haldin í líflegu bæjarfé-
lagi austur á Neskaupstað dagana
6.-9. júlí. Í ár er hátíðin með stærsta
móti en umfang hennar hefur aldrei
verið íburðarmeira og fjöldi hljóm-
sveita sem mætir á svið er hvorki
meiri né minni en 77 talsins. Ekki
er gert ráð fyrir öðru en að fjöldi
manns sem kemur á svæðið muni
tvöfalda íbúafjölda staðarins, svo
það verður mikið um líf og fjör í
bænum þessa daga.
Stofnandi hátíðarinnar og fram-
kvæmdastjóri, Stefán Magnússon,
eða Stebbi, segir hátíðina í ár vera
þá fjölbreyttustu og frábærustu
hingað til. Nú má sjá alla tónlist-
arflóruna og allir geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi.
Fyrsta hátíðin var haldin í ágúst
árið 2005. Síðan hefur hátíðin
verðið fastur liður í tónlistarlífi
þjóðarinnar. Fjöldi hljómsveita og
tónlistarunnenda fyllir bæinn af
mannlífi og tónaflóði á ári hverju.
Metal-, harðkjarna-, pönk-, rokk-
og indí-bönd stíga á stokk og má
þá helst nefna erlendar hljóm-
sveitir á borð við Meshuggah og
Opeth. Eins eru íslensku hljóm-
sveitirnar, Sólstafir, Dimma,
Ham, Agent Fresco og Ensími, að
ónefndum öllum þeim frábæru
böndum sem spila fyrir tón-
leikagesti í veglegustu uppröðun í
sögu hátíðarinnar.
Tónleikarnir verða haldnir á
tveimur sviðum í ár, Boli í íþrótta-
húsinu og Brennivíni í Egilsbúð.
Aðrir viðburðir verða á víð og dreif
á svæðinu, tónlistarsenuumræður,
hlustunarpartí og panelar. DJ Töfri
sér svo um að skemmta lýðnum við
lok tónleikhalds á laugardeginum
og heldur þar með stemningunni á
lofti fram á nótt.
Í ár nær Eistnaflug til breiðari
hóps tónlistarunnenda og verða
okkar ástkæru skemmtikraftar Páll
Óskar, Retro Stefson og Úlfur úlfur
á meðal tónlistaratriða.
Alla nauðsynlega þjónustu er
að finna á svæðinu, fjölbreyttir
veitingastaðir sem þjónusta svanga
tónleikagesti og geta gestir fundið
sér afþreyingu eftir smekk.
Aldurstakmark á hátíðina er 18 ár
og miðað er við afmælisdag. Hægt
er að nálgast miða inn á www.tix.
is og þar er hægt greiða fyrir tjald-
stæði og á þá daga sem þú kýst að
vera á og njóta.
Nánar má skoða dagskrá há-
tíðarinnar inn á heimasíðu hennar á
www.eistnaflug.is
Tjaldsvæði
Öll þau sem hafa hugsað sér að
gista á tjaldsvæði á meðan öllum
tónleikunum stendur, geta farið að
tjaldstæðinu á Bökkum og er gjaldið
fyrir að gista þar 2.800 krónur á
hvern tónleikagest frá 5.-10. júlí, en
það verð gildir þó ekki ef greitt er
þegar mætt er á staðinn og því um
að gera að verða sér úti um miða
áður en komið er á svæðið, en gæta
skal þess að verðið gildir ekki fyrir
fjölskyldutjaldstæðið við snjóflóða-
garðana.
Eistnaflug 2016 Stærsta og fjölbreyttasta
hátíðin til þessa
Okkar fremstu metal-, harðkjarna-, pönk-, rokk- og indí-bönd koma fram á Eistnaflugi helgina 6.-9. júlí. Í ár verður hátíðin
fyrir alla og munu Páll Óskar, Retro Stefson og Úlfur úlfur einnig stíga á stokk á umfangsmestu hátíðinni til þessa.
„Það er allt öðruvísi að spila á Eistnaflugi en á öðrum íslenskum há-
tíðum. Þegar metal- og rokksamfélagið kemur saman verður ótrúleg
stemning. Við höfum oft komið fram og það er alltaf ógeðslega gam-
an. Það ríkir vinátta og ekkert pláss fyrir hálfvita, bara kærleiksríkt
andrúmsloft.“
Arnór Dan Arnarsson,
söngvari Agent Fresco
„Það er svo frábært að sjá hversu mikið bærinn breytist vegna þess
mannfjölda sem mætir á svæðið. Það er eins og að vera í útlöndum,
því það er svo mikið af nýjum andlitum í bænum. Gestirnir hafa alltaf
verið til fyrirmyndar og eru heimamenn alltaf liðlegir við að hjálpa
þeim sem þess þurfa.“
Guðmundur Rafnkell Gíslason,
framkvæmdastjóri SÚN og söngvari Súellen
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði í 21. sinn
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði verða haldnir í 21. sinn dagana 21. til 24. júlí næstkomandi. María Ósk Óskarsdóttir,
skipuleggjandi Franskra daga, segir að hátíðin sé menningarhátíð með frönsku ívafi eins og nafnið gefur til kynna.
Fjölbreytt Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
á Íslandsmiðum og höldum hátíð
í bænum þar sem boðið verður
upp á skemmtidagskrá á sviði,
götumarkaði, leiktæki fyrir börn-
in, sirkussýningu og fleira. Keppt
verður í Íslandsmeistaramótinu í
Pétanque, sem er franskt kúluspil,
dansað við ljúfa harmonikkutóna
og við endum svo daginn á alvöru
sveitaballi með Rokkabillýbandinu
og Eyþóri Inga,“ segir María.
Hátíðinni lýkur svo á sunnudag
með samverustund í Fáskrúðs-
fjarðarkirkju og heimsóknum á
sýningar í bænum sem opnar
verða alla helgina.
Eins og að vera í útlöndum
Vinátta og ekkert pláss fyrir hálfvita
…sumarhátíðir 4 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016