Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir
Í Fréttatímanum hefur undanfar-ið verið fjallað um hvernig fyr-irsjáanleg fjölgun ferðamanna mun umbreyta íslensku sam-
félagi. Í heildina litið eru þetta já-
kvæðar breytingar. Við erum stödd á
upphafsmetrum meiri vaxtar í gjald-
eyristekjum en varð hér á stríðsár-
unum.
Auknar gjaldeyristekjur munu
styrkja stoðirnar undir atvinnulífinu
og efnahagnum. Þær munu einnig
styrkja blessaða krónuna. Efnahags-
stjórn næstu ára mun snúast um að
halda verðgildi krónunnar niðri í
stað þess að halda henni uppi.
Þessum vexti fylgja erfið og snúin
verkefni. Sum snúa að ferðaþjónust-
unni sjálfri en önnur að öðrum deild-
um samfélagsins.
Stjórnvöld þurfa að hrista af sér
slenið og lyfta sér af vegasjoppu- og
útihátíðarstiginu hvað varðar aðbún-
að ferðamanna. Byggja þarf upp stór-
ar þjónustumiðstöðvar með veitinga-
sölu, salernisaðstöðu, fræðslu og
verslun við Þingvelli, Geysi, Gullfoss,
Jökulsárlón og fleiri vinsæla staði.
Þar vantar aðstöðu sem getur árlega
tekið á móti einni til þremur milljón-
um manna. Verkefni dagsins er ekki
að bjóða út rekstur á kömrum.
Stjórnvöld þurfa ekki aðeins
að styðja við fyrirsjáanlega upp-
byggingu ferðaþjónustu heldur ekki
síður að gæta að gæðum og neyt-
endavernd fyrir ferðamennina. Gera
þarf átak til menntunar starfsfólks og
byggja upp opið gæða- og verðmat til
að beina ferðafólki þangað sem besta
þjónustan fæst fyrir lægsta verðið.
Ferðamannaþjónustan er þegar
orðin mikilvægasta atvinnugrein
landsins. Með fyrirsjáanlegum vexti
mun mikilvægi hennar aukast enn
frekar. Íslendingum stendur til
boða að verða meðal þeirra þjóða
sem hafa mestar tekjur hlutfallslega
af ferðaþjónustu. Til að ná þeirri
stöðu og viðhalda þurfa stjórnvöld
að rífa sig upp úr hagsmunagæslu
fyrir hefðbundnar undirstöðugrein-
ar og snúa sér af alvöru að upp-
byggingu ferðaþjónustu.
Þótt ferðaþjónustan muni þjást af
vaxtarverkjum næstu árin er hætt
er við að mestur sársaukinn komi
fram annars staðar.
Ferðaþjónustan getur skapað
mikið af láglaunastörfum en hins
vegar hlutfallslega fá störf sem
henta ungu og menntuðu fólki.
Á sama tíma mun fjölgun ferða-
manna þrengja að húsnæðiskostum
ungs fólks. Íbúðarhúsnæði verður
breytt í gistiheimili, fasteignaverð
mun hækka og byggingarverk-
takar munu fremur byggja hótel en
íbúðarhúsnæði.
Við þessu þarf að bregðast með
húsnæðisstefnu sem tryggir öllum
öruggt húsnæði á viðráðanlegu
verði. Setja þarf lög sem tryggja
réttindi leigjenda og verja þá fyrir
snöggri hækkun leiguverðs. Slíkar
reglur eru til í öllum siðuðum lönd-
um. Það er löngu tímabært að Ís-
lendingar taki þær upp.
Ríki og borg þurfa síðan sjálf
að byggja upp mikið af leiguhús-
næði, ein sér eða í félagi við verka-
lýðshreyfinguna. Slíkt hefur verið
gert í nágrannalöndum okkar og
reynst vel. Réttlátur leigumarkað-
ur sprettur ekki upp af sjálfum sér.
Ísland er sönnun þess.
Stjórnvöld þurfa líka að stórauka
framlög til rannsókna og nýsköpun-
ar til að virkja innstreymi fjármagns
til að skapa betur launuð störf. Að
öðrum kosti munum við áfram sjá
á eftir ungu menntuðu fólki. Land-
flóttinn getur orðið krónískur þrátt
fyrir auknar tekjur og meiri hag-
vöxt, studdur áframhaldandi lélegri
atvinnustefnu.
Samhliða þessum aðgerðum þarf
nýja stefnu varðandi innflytjend-
ur og flóttamenn. Ferðaþjónustan
mun draga til landsins tugi þúsunda
starfsmanna á næstu árum. Það er
óverjandi að það fólk verði fyrst
og fremst flutt inn af fyrirtækjum
í leit að ódýru vinnuafli. Setja þarf
á stofn virka mannréttindavernd
fyrir fólk sem hingað leitar og stór-
aukna þjónustu við nýbúa.
Mikil fjölgun ferðamanna breytir
forsendum annarra atvinnugreina.
Það er til dæmis fráleitt að flytja ís-
lenskt lambakjöt til New York þegar
ljóst er að New York-búar muni
flykkjast til Íslands. Þegar fólkið
kemur til lambanna er óþarfi að
flytja lömbin til fólksins.
Nú þegar er íslenskur landbúnað-
ur hættur að anna eftirspurn eftir
smjöri, eggjum, kjúklinga- og nauta-
kjöti. Aukinn ferðamannastraumur
gerbreytir öðrum forsendum bú-
vörusamnings. Byggðasjónarmið
hans standast ekki lengur. Landbún-
aður var líklega aldrei besta tækið til
að tryggja dreifða byggð, en hann er
það sannarlega ekki lengur. Ferða-
mannaþjónusta hefur kveikt nýtt líf
í sveitunum og mun gera það enn
frekar á næstu árum. Það er ekki
bara gagnslaust heldur skaðlegt að
styrkja á sama tíma atvinnugreinar
sem hafa litla vaxtarmöguleika og
skaffa starfsfólki sínu léleg laun.
Gunnar Smári
FERÐAMENN
BREYTA ÖLLU
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.
Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri
og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
SVÍNVIRKAR
FYRIR HÓPA
SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is
ELDHÚSIÐ
ER OPIÐ
11.30–23.30
KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg
aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum.
KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni;
hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð,
bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu.
FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL
• Sæti fyrir allt 60 manns
– hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu
• Skjávarpi og tjald
• Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði
• Bar
• Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur
Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi
veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar.
Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp!
GASTROPUB