Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 50
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Kristjana Rúnarsdótt-ir förðunarfræðingur, sem sér um Lancôme á Íslandi, dvaldi í London á dögunum þar sem hún fékk að starfa með Lisu Eldridge í nokkra daga. Óhætt er að fullyrða að Lisa sé einn eftirsótt- asti og virtasti förðunarfræðingur í heimi og það var Kristjönu því mik- ill heiður að fá þetta tækifæri. Farðar Kim Kardashian „Lisa er förðunarfræðingur flestra stóru stjarnanna í dag. Eins og Kate Winslet, Natalie Portman og Kim Kardashian. Hún sér líka mjög oft um Vouge forsíðurnar. Hún fær all- ar stærstu forsíðurnar, líka í Asíu,“ segir Kristjana og heldur áfram: „Maður lærir svo mikið af henni og fær innblástur. Ég hef farðað með mörgum risanöfnum en með Lisu er ég ekki að byggja mig upp til að sanna mig fyrir henni. Við erum að vinna saman. Innblásturinn er gagnkvæmur.“ Lisa er einnig listrænn stjórnandi Lancôme og kemur að þróun nýrra vara. „Hún kemur bókstaflega að öllu. Þess vegna ferðast hún líka mikið um Asíu. Tískan byrjar nefnilega þar og við fylgjum eftir. Þetta var öfugt, en hefur breyst,“ útskýrir Kristjana. Fer í strangt próf á hverju ári Tilgangurinn með Londonferðinni var þó ekki bara að hitta Lisu, held- ur sótti Kristjana markaðsfundi ásamt því að fara í árlegt próf til að halda titli sínum sem alþjóðlegur förðunarfræðingur. Hún þarf að fá yfir 9 í einkunn, annars missir hún titilinn. „Þetta er gríðarlega mikið álag en ég tek þessu öðruvísi núna en fyrst. Það fer bara sem fer. Það er auðvitað mikið í húfi. Maður er í prófi alveg frá því maður mætir á staðinn. Prófið snýr að allri hegðun manns, framkomu og hvernig mað- ur kennir. Fyrst þegar ég fór í þetta próf var dómnefndin franska Vouge og Maire Claire. Nú voru í dóm- nefndinni fagmenn innan Lancôme og Loréal Lux sem tóku meðal annars út persónuleikann og ork- una sem maður gaf frá sér. Maður þarf að hafa algjöra ástríðu fyrir því sem maður er að gera,“ segir Kristj- ana og hana skortir svo sannar- lega ekki ástríðuna. Hún ljómar öll þegar hún talar um starfið – sem hún sinnir af mikilli kostgæfni. Enda hefur henni alltaf gengið vel í prófunum og hefur haldið titlinum frá því hún fékk hann – fyrst íslenskra förðunar- fræðinga. Sér um stóru stjörnurnar En hvaða þýðingu hefur það fyrir hana að vera alþjóðlegur förðunar- fræðingur? „Ég hef verið kölluð út í verkefni út um allt. Hef til dæmis starfað í New York og París. Ísland er auðvitað minn aðalstaður og hér á landi er ég í ýmsum förðunarver- kefnum. Meðal annars fyrir blöð og tímarit. Svo þegar einhverjar stórar stjörnur koma til landsins þá er ég fengin til að farða þær. Allar farðan- ir frá Lancôme fara í gegnum mig á Íslandi. Ég veit kröfurnar þeirra og fæ líka að hafa áhrif.“ Eftir að hafa prófað að vinna með Lisu getur Kristjana líka alltaf átt von á því að vera kölluð út til að sinna verkefnum með henni. „Sam- band okkar Lisu er mjög gott og við náum vel saman. Hún er einstak- lega ljúf og góð og kurteis. Alveg frábær kona og mikill listamaður. Það er alveg frábært að hafa hana með sér í liði.“ …tíska 14 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016 Þetta er gríðarlega mikið álag en ég tek þessu öðruvísi núna en fyrst. Það fer bara sem fer. Það er auðvitað mikið í húfi. Maður er í prófi alveg frá því maður mætir á staðinn. 9.0 Kristjana þarf yfir níu í einkunn á árl egu prófi til að halda tit linum al­ þjóðlegur förð unar­ fræðingur PÓSTSENDUM FRÍTT HVERT Á LAND SEM ER Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is Áhrifaríkt náttúruefni sem færir okkur vellíðan að innan sem utan. Kísill er næstalgengasta frumefni jarðarinnar og sé það tekið inn þá hefur það undraverð áhrif á meltinguna auk þess að hafa jákvæð áhrif á húð og hár. RE-SILICA er náttúruleg kísilsýra í kvoðuformi sem vinnur hratt og vel á vandamálinu. 280cm 98cm 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Fax feni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12- 8 ∙ laug. 11- 6 Frábær verð, smart vöru , góð þjónusta Loksins komnar aftur *leg ings háar í mittinu kr. 5 0 . Tökum upp nýjar vörur dagle a Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mitt nu kr. 5 0 . Tökum pp nýjar vö ur d gl ga Bláu húsin Faxafeni · S. 58 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mitt nu kr. 5 0 . Tökum pp nýjar vö ur daglega Möst.C ÚTSA AN ER HAFIN SKÓR VERÐ FRÁ KR 1950 50% AFSL. AF öLLuM VöRuM Frábært tækifæri Kristjana segist ekki þurfa að sanna sig fyrir Lisu, heldur vinni þær saman og fái innblástur frá hvor annarri. Með Lisu Kristjana getur átt von á því að vera kölluð út til að vinna aftur að verkefn- um með Lisu. Þarf að hafa mikla ástríðu Kristjana Rúnarsdóttir fékk að starfa með Lisu Eldridge, sem er einn eftirsóttasti förðunarfræðingur í heimi. Á hverju ári fer hún í próf til að halda titli sínum sem alþjóðlegur förðunarfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.