Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016
dæmdur fyrir bæði morðin.
Þannig heldur Erla því fram að
upplýsingar Stefáns hafi leitt til þess
að þau voru handtekinn mánuði eft-
ir að Stefán benti á þau, og svo úr-
skurðuð í gæsluvarðhald, grunuð
um manndráp.
Í samtali við Dodda vandaði hann
Stefáni ekki kveðjurnar.
„Þetta var bara eitthvert ljúg-
vitni,“ segir hann um ástæðu þess
að hann hafi verið handtekinn í
tengslum við málið, en sjálfur var
hann 17 ára gamall þegar Guðmund-
ur og Geirfinnur hurfu.
„Ég var spurður hvort ég hefði
verið farþegi í bjöllu árið 1974 á
Hamarsbrautinni,“ segir Þórður.
„Stefán átti að vera að keyra bíl-
inn. Hann á að hafa misst stjórn,
keyrt á eitthvert skilti og svo á Guð-
mund,“ útskýrir Þórður þegar hann
er spurður hvað lögreglan vildi
honum. „Þetta var nú bara einhver
lygasaga, og ef ég hefði verið höf-
undur hennar, þá hefði ég nú látið
okkur rúnta um á flottari bíl,“ segir
Þórður og hlær.
„Ég lét nú bara dóttur mína fletta
því upp á skattkortinu mínu hvar
ég var. Þá kom í ljós að ég var að
vinna á Eskifirði á þessum tíma,“
segir Þórður og bætir við: „Þetta er
bara tilbúningur frá a-ö.“
Lögreglan virðist því vera að
skoða hvort ekið hafi verið á Guð-
mund þetta kvöld og þá hugsanlega
hvort að ökumaður og farþegar hafi
svo losað sig við lík Guðmundar þar
sem ökumaður hafi átt að vera ölv-
aður.
Verið að stúta framtíð minni
„Ég verð nú að viðurkenna að ég
átti ekki von á þessu,“ segir Þórður
spurður hvað honum finnist um að
hafa verið bendlaður við málið um
40 árum síðar. Hann segir að Stefán
hafi áður nefnt nafn sitt í tengslum
við málið í skýrslutökum hjá lög-
reglu, en sjálfur hafi Þórður ekki
vitað af því fyrr en hann mætti til
yfirheyrslu í síðustu viku.
„Ég vissi ekki af þessum fyrri
vitnisburði,“ segir Þórður. Hann
segist einnig undrandi á handtöku-
skipun lögreglunnar, „Ég hefði nú
bara mætt ef ég hefði verið boðað-
ur í skýrslutöku. Þessi yfirheyrsla
tók nú ekki nema um hálftíma. Ég
spurði lögfræðinginn minn að því,
og þeir halda nú sínum tímum til
haga til þess að fá greitt fyrir sína
vinnu,“ segir Þórður.
„Ég á nú ekki bara eintóma vini.
Ég held að það sé bara verið að
reyna að stúta framtíðinni minni,“
segir Þórður sem er einnig ósáttur
við að hann hafi verið kallaður
óreglumaður í fjölmiðlum. „Ég er
atvinnubílstjóri, og það segir sig
sjálft að óreglumenn halda ekki
lengi í bílprófið,“ segir Þórður sem
losnaði út af Litla-Hrauni árið 2006.
Hann hefur síðan unnið ýmsa
verkamannavinnu.
Vinnur, étur og sefur
Í grein Gerðar Kristnýjar kom fram
að Þórður hefði átt erfitt með að
aðlagast samfélaginu aftur eftir að
hafa afplánað fyrir fyrra morðið.
Spurður hvort það sama hefði átt
við nú, þegar hann sat í fangelsi í
rúm tíu ár, svarar Þórður: „Ég ber
mikla virðingu fyrir Gerði, hún
skrifaði góða grein á sínum tíma.
Þetta er alltaf vinna. Ég hef lítið
annað gert undanfarin ár en að
vinna, éta og sofa. Svo kom hrunið
og ég varð atvinnulaus í nokkurn
tíma, en svo fékk ég aftur vinnu. Ég
hef í raun unnið hjá sama fyrirtæk-
inu síðan ég losnaði.“
Þórður hefur því unnið sig í
gegnum erfiðasta hjallann og virð-
ist enn eiga í góðu sambandi við
dóttur sína sem nokkuð er fjallað
um í grein Gerðar. Þórður reynir að
halda sig á beinu brautinni og virð-
ist ganga vel, að eigin sögn.
Í lokaorðum greinar Gerðar
Kristnýjar árið 1994 varpar Þórður
áhugaverðu ljósi á áfengisböl sitt.
Því ljúkum við greininni á tilvitn-
un í greinina, þar sagði Þórður um
eigin glæpi: „Tilfinningin að hafa
banað tveimur mönnum er auð-
vitað ólýsanleg. Það er ekkert sem
getur bætt fyrir það, hvorki fanga-
vist né annað. Annars hugsa ég ekki
mikið um sjálfan mig. Ég hef heldur
áhyggjur af dóttur minni og þeim
áhrifum sem þetta hefur hana.
Þetta virðist þó ekki há henni neitt
í skólanum og hún er minn helsti
stuðningsmaður. Það hefur alltaf
verið gott samband á milli okkar
og við getum talað um allt. Þess
vegna hef ég sagt henni frá þessu
eins og það gerðist og bent henni á
hvað áfengi og vímugjafi geta haft
hörmulegar afleiðingar; Það er ekki
fræðilegur möguleiki að ég hefði
framið þessa glæpi edrú.“
„Ég var spurður hvort ég
hefði verið farþegi í bjöllu
árið 1974 á Hamarsbraut-
inni.“
Mikið var fjallað um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fjölmiðlum, og var umfjöll-
unin af ólíkum toga. Meðal annars var í fyrstu fjallað um umfangsmikla leit að
Guðmundi, sem var upphaflega talinn hafa orðið úti á leið heim til sín.
108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.isSuðurlandsbraut 20 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15
VIÐ GETUM TENGT ÞIG VIÐ BESTU
PARKETSLÍPARA LANDSINS
HAFÐU SAMBAND OG VIÐ
RÁÐLEGGJUM ÞÉR MEÐ
SLÍPUN, LÖKKUN, OLÍUBURÐ
OG ALMENNT VIÐHALD
Áreiðanleg vörn alla nóttina.
Þú upplifir hreinleika og
ferskleika þegar þú vaknar.
Eini tíðatappinn
með verndandi
SilkTouch™
vængjum
NÝJUNG!
JJ
24
08