Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 25
| 25FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016
einnig fáanlegar...
Designer Mints
Nýtt
bragð
Eftir nokkurn öldudal kom svo
önnur gullaldarkynslóð fram í
Belgíu – og hún var ólíkt fjöl-
þjóðlegri; í hópi liðsins á þessu
Evrópumóti eru leikmenn ætt-
aðir frá Indónesíu, Kenýa, Malí,
Marokkó, Martiník, Portúgal og
Spáni – og heilir sex leikmenn
liðsins gætu spilað fyrir gömlu
nýlenduna Kongó – og Lukaku-
-bræðurnir eru raunar synir fyrr-
um landsliðsmanns Zaire.
Þessi þróun á sér stað hjá fleiri
og fleiri Evrópuþjóðum – þótt
hún sé mest áberandi hjá Frökk-
um, Belgum og Svisslendingum
á þessu móti – og það er líklegt
að þau landslið sem enn eru
jafn menningarlega fábreytt og
belgíska liðið 1986 verði það ekki
mikið lengur. Fyrir þessu eru
margar og samverkandi ástæð-
ur. Nýlendustefnan hefur þýtt
að örlög herraþjóða og gamalla
nýlendna eru samtvinnuð ára-
tugum og öldum eftir að form-
legum yfirráðum lauk. Svo eru
hvítir Evrópubúar að eignast
færri og færri börn og þurfa á
hjálp innflytjenda að halda við að
halda mannfjöldanum við. Flótta-
mannastraumurinn frá Sýrlandi
og öðrum löndum í austri mun
vafalítið geta af sér merkilegar
innflytjendakynslóðir á næstu
áratugum.
Þessar kynslóðir finna sig
margar fyrst í fótboltanum, því
þótt fótbolti sé vinsæll með-
al flestra stétta þá virðist hann
ósjaldan þrífast best í fátækt. „Ég
hyggst hlaupa eins og svartur
maður svo ég geti lifað eins og
hvítur,“ sagði kamerúnski leika-
maðurinn Samuel Eto‘o eitt sinn.
Sagan um fátæka götustrákinn
sem brýst úr örbirgð í ríkidæmi
sökum knattfimi er löngu orðin
klisja – en það er umhugsunar-
vert hversu algengt er að innflytj-
endur séu áberandi í boltasparki
þótt þeir séu lítt sýnilegir í öðr-
um efri lögum þjóðfélagsins.
Eftir að fótboltamenn hætta
eru þeir svo misjafnlega sýni-
legir – en leikmenn heimsmeist-
araliðsins frá 1998 hafa þó fæstir
horfið af sjónarsviðinu. Einn
þeirra, varnarmaðurinn Lilian
Thuram, hefur verið ötull í að
verja innflytjendur og gagnrýndi
meðal annars Sarkozy forseta fyr-
ir að sýna raunveruleika franskra
innflytjenda lítinn skilning. Áður
hafði hann svarað áðurnefndum
Jean-Marie Le Pen fullum hálsi og
staðið fyrir sýningu um skræl-
ingjasýningar fortíðarinnar.
Þegar hann fer í heimsóknir
í franska skóla þá fer hann með
heimskort með sér – nema kortið
snýr öfugt við það sem við erum
vön og skyndilega eru Evrópa
og Suður-Ameríka efst á kortinu.
„Ætlunin er að fá þig til að horfa
á heiminn upp á nýtt – og sjá að
ef þú komst frá Afríku þá getur
hún verið í miðju heimsins ekk-
ert síður en Evrópa eða Banda-
ríkin,“ sagði Thuram í viðtali
við Guardian – og svo er bara
spurning hvort sífellt litríkari fót-
boltalið Evrópu geti kennt okkur
að sjá þennan gamla heim upp
á nýtt.
<< Fyrir Eftir >>