Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 24.06.2016, Blaðsíða 25
| 25FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016 einnig fáanlegar... Designer Mints Nýtt bragð Eftir nokkurn öldudal kom svo önnur gullaldarkynslóð fram í Belgíu – og hún var ólíkt fjöl- þjóðlegri; í hópi liðsins á þessu Evrópumóti eru leikmenn ætt- aðir frá Indónesíu, Kenýa, Malí, Marokkó, Martiník, Portúgal og Spáni – og heilir sex leikmenn liðsins gætu spilað fyrir gömlu nýlenduna Kongó – og Lukaku- -bræðurnir eru raunar synir fyrr- um landsliðsmanns Zaire. Þessi þróun á sér stað hjá fleiri og fleiri Evrópuþjóðum – þótt hún sé mest áberandi hjá Frökk- um, Belgum og Svisslendingum á þessu móti – og það er líklegt að þau landslið sem enn eru jafn menningarlega fábreytt og belgíska liðið 1986 verði það ekki mikið lengur. Fyrir þessu eru margar og samverkandi ástæð- ur. Nýlendustefnan hefur þýtt að örlög herraþjóða og gamalla nýlendna eru samtvinnuð ára- tugum og öldum eftir að form- legum yfirráðum lauk. Svo eru hvítir Evrópubúar að eignast færri og færri börn og þurfa á hjálp innflytjenda að halda við að halda mannfjöldanum við. Flótta- mannastraumurinn frá Sýrlandi og öðrum löndum í austri mun vafalítið geta af sér merkilegar innflytjendakynslóðir á næstu áratugum. Þessar kynslóðir finna sig margar fyrst í fótboltanum, því þótt fótbolti sé vinsæll með- al flestra stétta þá virðist hann ósjaldan þrífast best í fátækt. „Ég hyggst hlaupa eins og svartur maður svo ég geti lifað eins og hvítur,“ sagði kamerúnski leika- maðurinn Samuel Eto‘o eitt sinn. Sagan um fátæka götustrákinn sem brýst úr örbirgð í ríkidæmi sökum knattfimi er löngu orðin klisja – en það er umhugsunar- vert hversu algengt er að innflytj- endur séu áberandi í boltasparki þótt þeir séu lítt sýnilegir í öðr- um efri lögum þjóðfélagsins. Eftir að fótboltamenn hætta eru þeir svo misjafnlega sýni- legir – en leikmenn heimsmeist- araliðsins frá 1998 hafa þó fæstir horfið af sjónarsviðinu. Einn þeirra, varnarmaðurinn Lilian Thuram, hefur verið ötull í að verja innflytjendur og gagnrýndi meðal annars Sarkozy forseta fyr- ir að sýna raunveruleika franskra innflytjenda lítinn skilning. Áður hafði hann svarað áðurnefndum Jean-Marie Le Pen fullum hálsi og staðið fyrir sýningu um skræl- ingjasýningar fortíðarinnar. Þegar hann fer í heimsóknir í franska skóla þá fer hann með heimskort með sér – nema kortið snýr öfugt við það sem við erum vön og skyndilega eru Evrópa og Suður-Ameríka efst á kortinu. „Ætlunin er að fá þig til að horfa á heiminn upp á nýtt – og sjá að ef þú komst frá Afríku þá getur hún verið í miðju heimsins ekk- ert síður en Evrópa eða Banda- ríkin,“ sagði Thuram í viðtali við Guardian – og svo er bara spurning hvort sífellt litríkari fót- boltalið Evrópu geti kennt okkur að sjá þennan gamla heim upp á nýtt. << Fyrir Eftir >>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.